Góð afkoma Landsvirkjunar 11. september 2009 06:00 Rætt hefur verið í fjölmiðlum um áhyggjur nokkurra borgarfulltrúa minnihlutans í Reykjavík vegna ábyrgðar borgarinnar á hluta af skuldum Landsvirkjunar. Mun minna hefur hins vegar farið fyrir þeirri frétt að Landsvirkjun skilaði u.þ.b. 6 milljörðum króna í hagnað á fyrri helmingi ársins og útlit er fyrir að árangurinn verði enn betri á seinni hlutanum ef álverð lækkar ekki. Ábyrgð á skuldum LandsvirkjunarReykjavíkurborg átti helming Landsvirkjunar á móti ríkinu allt frá stofnun árið 1965 til ársins 1983, þegar Akureyrarbær bættist í hópinn með því að leggja Laxárvirkjun inn í fyrirtækið. Eftir það átti Reykjavíkurborg u.þ.b. 45%, Akureyri 5% og ríkið 50%, þar til ríkið keypti hlut meðeigenda sinna í lok ársins 2006. Fyrir hann greiddi ríkið rúmlega 30 milljarða króna, sem samsvarar 40,7 milljörðum í dag. Akureyrarbær og Reykjavíkurborg báru áfram ábyrgð á sínum hluta skulda Landsvirkjunar eins og þær stóðu við söluna. Ríkið tekur síðan yfir alla ábyrgð á skuldum fyrirtækisins frá og með árinu 2012. Hafa ber í huga að kaupverð á hlut sveitarfélaganna miðaðist við að ábyrgðin yrði með þeim hætti sem hér hefur verið lýst. @Megin-Ol Idag 8,3p :Ástæðan fyrir sölunni var sú að með breyttum raforkulögum var Landsvirkjun komin í samkeppni við annars vegar Orkuveitu Reykjavíkur og hins vegar Norðurorku, sem er í eigu Akureyringa, og þannig var hætta á hagsmunaárekstrum. Salan á hlut Reykjavíkurborgar hefur komið sér vel fyrir borgina og lagað lausafjárstöðu hennar. Að auki hefur Landsvirkjun greitt ábyrgðargjald til borgarinnar og nemur það samtals 523 milljónum króna frá því að salan átti sér stað. Góð lausafjárstaðaÍ hálfsársuppgjöri Landsvirkjunar kemur fram að fyrirtækið hefur aðgang að lausafé, sem nægir til að greiða afborganir og vexti af lánum næstu tvö árin. Það er betri staða en hjá flestum skuldsettum fyrirtækjum. Einnig hefur komið fram að ekki verði efnt til nýrra framkvæmda nema fjármagn til þeirra sé tryggt. Áhætta Reykjavíkurborgar af ábyrgðinni er því nánast engin, en tekjurnar af ábyrgðargjaldinu öruggar. Eðli máls samkvæmt er Landsvirkjun í áhættusömum samkeppnisrekstri. Fyrirtækið skuldar verulega fjármuni vegna mikilla framkvæmda undanfarin ár en eigendurnir hafa ekki lagt fyrirtækinu til nýtt eigið fé áratugum saman. Rekstur félagsins hefur hins vegar gengið vel á undangengnum árum að slepptu síðasta ári, sem var flestöllum fyrirtækjum erfitt. Eiginfjárhlutfallið er um 30%, eða um 1,4 milljarðar af rúmlega 4,5 milljarða Bandaríkjadala heildareign. Þetta hlutfall þyrfti að vera hærra til að standast samanburð við erlend fyrirtæki í sambærilegum rekstri. Afkoma og áhættuvarnirÞar sem afkoma Landsvirkjunar markast að verulegu leyti af heimsmarkaðsverði á áli hefur fyrirtækið varið sig fyrir slíkum verðbreytingum. Þetta þýðir á mæltu máli að Landsvirkjun fær ekki til sín allar tekjurnar þegar verðið er hátt, en í staðinn þarf fyrirtækið ekki að sætta sig við lægsta verð. Það er fyrst og fremst slík áhættuvörn, sem skilar Landsvirkjun hagnaði á yfirstandandi ári þrátt fyrir lágt álverð, en einnig hjálpar til að vextir hafa verið lágir á alþjóðamörkuðum. Arðsemi eiginfjár fyrirtækisins er svipuð og þeirra íslensku fyrirtækja sem oft er vitnað til og talin eru standa sig vel. Arðsemin er einnig svipuð og hjá erlendum fyrirtækjum í sömu grein. Á árunum 2002-2008 var meðalarðsemin 8,8% og er þá meðtalið hið mikla tap, sem varð á síðasta ári. Ríkisstjórn í lykilhlutverkiVið endurreisn íslensks atvinnu- og efnahagslífs hefur sérstaklega verið litið til orkufyrirtækjanna og orkufreks iðnaðar eins og glögglega má sjá í stöðugleikasáttmála ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins. Það er þó engan veginn sjálfgefið að orkufyrirtækin fái þá fyrirgreiðslu, sem nauðsynleg er til að fara í ný verkefni. Til þess þarf erlend lán og samstarf við erlenda og innlenda fjárfesta. Þess vegna er mikilvægt að senda skýr skilaboð til markaðarins um að fullur skilningur og vilji sé til að efna til slíks samstarfs. Þar gegnir ríkisstjórnin lykilhlutverki. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Rætt hefur verið í fjölmiðlum um áhyggjur nokkurra borgarfulltrúa minnihlutans í Reykjavík vegna ábyrgðar borgarinnar á hluta af skuldum Landsvirkjunar. Mun minna hefur hins vegar farið fyrir þeirri frétt að Landsvirkjun skilaði u.þ.b. 6 milljörðum króna í hagnað á fyrri helmingi ársins og útlit er fyrir að árangurinn verði enn betri á seinni hlutanum ef álverð lækkar ekki. Ábyrgð á skuldum LandsvirkjunarReykjavíkurborg átti helming Landsvirkjunar á móti ríkinu allt frá stofnun árið 1965 til ársins 1983, þegar Akureyrarbær bættist í hópinn með því að leggja Laxárvirkjun inn í fyrirtækið. Eftir það átti Reykjavíkurborg u.þ.b. 45%, Akureyri 5% og ríkið 50%, þar til ríkið keypti hlut meðeigenda sinna í lok ársins 2006. Fyrir hann greiddi ríkið rúmlega 30 milljarða króna, sem samsvarar 40,7 milljörðum í dag. Akureyrarbær og Reykjavíkurborg báru áfram ábyrgð á sínum hluta skulda Landsvirkjunar eins og þær stóðu við söluna. Ríkið tekur síðan yfir alla ábyrgð á skuldum fyrirtækisins frá og með árinu 2012. Hafa ber í huga að kaupverð á hlut sveitarfélaganna miðaðist við að ábyrgðin yrði með þeim hætti sem hér hefur verið lýst. @Megin-Ol Idag 8,3p :Ástæðan fyrir sölunni var sú að með breyttum raforkulögum var Landsvirkjun komin í samkeppni við annars vegar Orkuveitu Reykjavíkur og hins vegar Norðurorku, sem er í eigu Akureyringa, og þannig var hætta á hagsmunaárekstrum. Salan á hlut Reykjavíkurborgar hefur komið sér vel fyrir borgina og lagað lausafjárstöðu hennar. Að auki hefur Landsvirkjun greitt ábyrgðargjald til borgarinnar og nemur það samtals 523 milljónum króna frá því að salan átti sér stað. Góð lausafjárstaðaÍ hálfsársuppgjöri Landsvirkjunar kemur fram að fyrirtækið hefur aðgang að lausafé, sem nægir til að greiða afborganir og vexti af lánum næstu tvö árin. Það er betri staða en hjá flestum skuldsettum fyrirtækjum. Einnig hefur komið fram að ekki verði efnt til nýrra framkvæmda nema fjármagn til þeirra sé tryggt. Áhætta Reykjavíkurborgar af ábyrgðinni er því nánast engin, en tekjurnar af ábyrgðargjaldinu öruggar. Eðli máls samkvæmt er Landsvirkjun í áhættusömum samkeppnisrekstri. Fyrirtækið skuldar verulega fjármuni vegna mikilla framkvæmda undanfarin ár en eigendurnir hafa ekki lagt fyrirtækinu til nýtt eigið fé áratugum saman. Rekstur félagsins hefur hins vegar gengið vel á undangengnum árum að slepptu síðasta ári, sem var flestöllum fyrirtækjum erfitt. Eiginfjárhlutfallið er um 30%, eða um 1,4 milljarðar af rúmlega 4,5 milljarða Bandaríkjadala heildareign. Þetta hlutfall þyrfti að vera hærra til að standast samanburð við erlend fyrirtæki í sambærilegum rekstri. Afkoma og áhættuvarnirÞar sem afkoma Landsvirkjunar markast að verulegu leyti af heimsmarkaðsverði á áli hefur fyrirtækið varið sig fyrir slíkum verðbreytingum. Þetta þýðir á mæltu máli að Landsvirkjun fær ekki til sín allar tekjurnar þegar verðið er hátt, en í staðinn þarf fyrirtækið ekki að sætta sig við lægsta verð. Það er fyrst og fremst slík áhættuvörn, sem skilar Landsvirkjun hagnaði á yfirstandandi ári þrátt fyrir lágt álverð, en einnig hjálpar til að vextir hafa verið lágir á alþjóðamörkuðum. Arðsemi eiginfjár fyrirtækisins er svipuð og þeirra íslensku fyrirtækja sem oft er vitnað til og talin eru standa sig vel. Arðsemin er einnig svipuð og hjá erlendum fyrirtækjum í sömu grein. Á árunum 2002-2008 var meðalarðsemin 8,8% og er þá meðtalið hið mikla tap, sem varð á síðasta ári. Ríkisstjórn í lykilhlutverkiVið endurreisn íslensks atvinnu- og efnahagslífs hefur sérstaklega verið litið til orkufyrirtækjanna og orkufreks iðnaðar eins og glögglega má sjá í stöðugleikasáttmála ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins. Það er þó engan veginn sjálfgefið að orkufyrirtækin fái þá fyrirgreiðslu, sem nauðsynleg er til að fara í ný verkefni. Til þess þarf erlend lán og samstarf við erlenda og innlenda fjárfesta. Þess vegna er mikilvægt að senda skýr skilaboð til markaðarins um að fullur skilningur og vilji sé til að efna til slíks samstarfs. Þar gegnir ríkisstjórnin lykilhlutverki. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar