Er barnið þitt örugglega öruggt? Karin Erna Elmardóttir skrifar 21. ágúst 2009 05:00 Í byrjun maí stóðu Umferðarstofa og Slysavarnarfélagið Landsbjörg fyrir könnun á öryggi leikskólabarna í bílum. Könnunin var gerð við 60 leikskóla víða um land og öryggisbúnaður 2147 barna kannaður. Þessi könnun hefur verið gerð árlega frá 1996 og fyrstu árin voru niðurstöður vægast sagt óásættanlegar en ljóst er að orðið hefur hugarfarsbreyting í þessum efnum. Þegar skoðuð er þróun mála kemur í ljós að tilfellum þar sem enginn búnaður er notaður hefur fækkað mikið, nánar tiltekið úr 28% árið 1996 í 3% í ár. Svipaður fjöldi barna er nú og í fyrra í ófullnægjandi búnaði þ.e. í engum eða aðeins með öryggisbelti. 14,2% í fyrra en 12,8% í ár. Því reyndust nú 87,2% barna vera í viðeigandi öryggisbúnaði í bíl á leið til leikskóla. Aðrar niðurstöður í ár eru: n Einungis 7,9% barnabílstóla voru bakvísandi. n Notkun ökumanna á bílbeltum var einnig könnuð og að þessu sinni voru 15,8% ökumanna án belta. Þetta er verri útkoma en í fyrra en þá voru 13,4% ökumanna án belta. n Fylgni er á milli þess hvort ökumenn noti bílbelti og hvort börn séu í öryggisbúnaði. Þar sem ökumenn notuðu ekki belti voru 12,7% barna ekki í öryggisbúnaði, en í 1,4% tilfella þar sem belti ökumanna voru spennt. Ástandið í þessum efnum reyndist vera best á Fáskrúðsfirði, Vopnafirði, Akureyri og á Bíldudal, en af sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu komu Seltjarnarnes og Mosfellsbær best út. Bílstjórar og foreldrar ættu að hafa það í huga að barn undir 18 kg er mun betur varið í bakvísandi stól en framvísandi ef bíllinn lendir í árekstri. Höfuð barns á þessum aldri er hlutfallslega stærra og þyngra en höfuð eldra barns og hálsliðir ekki fullþroskaðir. Snúi barnið fram er líklegra að það hljóti alvarlega áverka í árekstri. Öryggisbelti er ekki fullnægjandi búnaður fyrir barn sem er undir 36 kg. Bílbeltið getur veitt barni undir 36 kg alvarlega áverka í kviðarholi lendi það í árekstri. Ástæðan er sú að beinagrindin er ekki orðin nægilega þroskuð til að öryggisbeltið sitji rétt. Þá má barn lægra en 150 sm á hæð ekki sitja í framsæti bifreiðar sem búin er uppblásanlegum öryggispúða fyrir framan sætið. Höggið sem öryggispúðinn gefur þegar hann springur út getur leitt barn til dauða þó hann veiti fullorðnum öryggi. Umferðarstofa og Landsbjörg hvetja foreldra og forráðamenn að tryggja það að börnin þeirra séu í öruggum og viðeigandi öryggisbúnaði. Það er ekkert sem heitir að aka stutt og þá sé í lagi að vera án öryggisbúnaðar eða án þess að hafa beltin spennt. Alvarleg slys gerast líka á stuttum vegalengdum og börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Foreldrar eru fyrirmyndir og eiga því alltaf að vera með beltin spennt og eiga að sjálfsögðu að spenna börnin sína líka, alltaf. Höfundur er fræðslfulltrúi hjá Umferðarstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í byrjun maí stóðu Umferðarstofa og Slysavarnarfélagið Landsbjörg fyrir könnun á öryggi leikskólabarna í bílum. Könnunin var gerð við 60 leikskóla víða um land og öryggisbúnaður 2147 barna kannaður. Þessi könnun hefur verið gerð árlega frá 1996 og fyrstu árin voru niðurstöður vægast sagt óásættanlegar en ljóst er að orðið hefur hugarfarsbreyting í þessum efnum. Þegar skoðuð er þróun mála kemur í ljós að tilfellum þar sem enginn búnaður er notaður hefur fækkað mikið, nánar tiltekið úr 28% árið 1996 í 3% í ár. Svipaður fjöldi barna er nú og í fyrra í ófullnægjandi búnaði þ.e. í engum eða aðeins með öryggisbelti. 14,2% í fyrra en 12,8% í ár. Því reyndust nú 87,2% barna vera í viðeigandi öryggisbúnaði í bíl á leið til leikskóla. Aðrar niðurstöður í ár eru: n Einungis 7,9% barnabílstóla voru bakvísandi. n Notkun ökumanna á bílbeltum var einnig könnuð og að þessu sinni voru 15,8% ökumanna án belta. Þetta er verri útkoma en í fyrra en þá voru 13,4% ökumanna án belta. n Fylgni er á milli þess hvort ökumenn noti bílbelti og hvort börn séu í öryggisbúnaði. Þar sem ökumenn notuðu ekki belti voru 12,7% barna ekki í öryggisbúnaði, en í 1,4% tilfella þar sem belti ökumanna voru spennt. Ástandið í þessum efnum reyndist vera best á Fáskrúðsfirði, Vopnafirði, Akureyri og á Bíldudal, en af sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu komu Seltjarnarnes og Mosfellsbær best út. Bílstjórar og foreldrar ættu að hafa það í huga að barn undir 18 kg er mun betur varið í bakvísandi stól en framvísandi ef bíllinn lendir í árekstri. Höfuð barns á þessum aldri er hlutfallslega stærra og þyngra en höfuð eldra barns og hálsliðir ekki fullþroskaðir. Snúi barnið fram er líklegra að það hljóti alvarlega áverka í árekstri. Öryggisbelti er ekki fullnægjandi búnaður fyrir barn sem er undir 36 kg. Bílbeltið getur veitt barni undir 36 kg alvarlega áverka í kviðarholi lendi það í árekstri. Ástæðan er sú að beinagrindin er ekki orðin nægilega þroskuð til að öryggisbeltið sitji rétt. Þá má barn lægra en 150 sm á hæð ekki sitja í framsæti bifreiðar sem búin er uppblásanlegum öryggispúða fyrir framan sætið. Höggið sem öryggispúðinn gefur þegar hann springur út getur leitt barn til dauða þó hann veiti fullorðnum öryggi. Umferðarstofa og Landsbjörg hvetja foreldra og forráðamenn að tryggja það að börnin þeirra séu í öruggum og viðeigandi öryggisbúnaði. Það er ekkert sem heitir að aka stutt og þá sé í lagi að vera án öryggisbúnaðar eða án þess að hafa beltin spennt. Alvarleg slys gerast líka á stuttum vegalengdum og börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Foreldrar eru fyrirmyndir og eiga því alltaf að vera með beltin spennt og eiga að sjálfsögðu að spenna börnin sína líka, alltaf. Höfundur er fræðslfulltrúi hjá Umferðarstofu.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar