Erlent fjármagn þarf til endurreisnar 29. ágúst 2009 06:00 Enginn vafi leikur á því að nýting endurnýjanlegra orkulinda hér á landi hefur á undanförnum áratugum bætt lífskjör íslensku þjóðarinnar og fært þjóðarbúinu dýrmætar framtíðareignir. Erlend fyrirtæki hafa fjárfest í orkufrekum iðnaði, sem greiðir góð laun og skapar margvísleg þjónustustörf að auki. Í nýlegri skýrslu, sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann fyrir iðnaðarráðuneytið er niðurstaðan m.a. sú að flest bendi til að hagkvæmt sé fyrir þjóðina að ráðist verði í stóriðjuframkvæmdir á næstu árum. Nýjar, arðsamar orkuframkvæmdir geta hleypt lífi í atvinnumálin og skapað skilyrði fyrir erlendar fjárfestingar, sem auka traust á þjóðinni meðal banka og fjárfesta. Þessar staðreyndir höfðu aðilar vinnumarkaðarins og ríkisstjórnin án efa í huga, þegar skrifað var undir stöðugleikasáttmálann fyrir rúmum tveimur mánuðum. Í hagvaxtarspá fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir stóriðjuverkefnum í Helguvík og Straumsvík. Það er hins vegar ekki nóg að gera áætlanir. Þeim verður að fylgja eftir með aðgerðum. Þetta gerðu ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins sér ljóst, þegar stöðugleikasáttmálinn var gerður. Í honum segir orðrétt: „Ríkisstjórnin mun greiða götu þegar ákveðinna stórframkvæmda sbr. þjóðhagsáætlun… Kappkostað verður að engar hindranir verði af hálfu stjórnvalda í vegi slíkra framkvæmda eftir 1. nóvember 2009." Ástæðan fyrir því að 1. nóvember er nefndur er væntanlega annars vegar endurskoðunarákvæði í kjarasamningum og hins vegar að þá ætti niðurstaða að liggja fyrir í 2. áfanga rammaáætlunar. Uppbyggingarvandi Íslendinga í efnahagskreppunni liggur í því að erlendir bankar og fjárfestar eru ekki tilbúnir til að veita fé til landsins. Í kjölfar bankahrunsins hafa þeir ekki traust á stjórnvöldum, sem nú eru eigendur íslensku bankanna og fjölmargra fyrirtækja þ.ám. orkufyrirtækja. Nokkur erlend fyrirtæki hafa þó - þrátt fyrir allt - áhuga á að fjárfesta hér á landi í atvinnugreinum, sem tengjast orkuiðnaðinum. Í því liggja tækifæri fyrir okkur. Á næstu vikum og mánuðum verður það sameiginlegt verkefni stjórnvalda, orkufyrirtækja, aðila á vinnumarkaði og lífeyrissjóða að afla hér á landi og erlendis þeirra fjármuna, sem þarf til að koma hjólum atvinnulífsins af stað á nýjan leik. Leita þarf nýrra fjármögnunarleiða með opnum huga. Ljóst er að ríkisvaldið þarf að hafa forystu í þessu starfi a.m.k. til að byrja með. Forsendan fyrir því að árangur náist er að þeim erlendu fjárfestum, sem hingað vilja koma, sé tekið opnum örmum og á þá sé litið sem samstarfsmenn en ekki óvelkomnar boðflennur. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Enginn vafi leikur á því að nýting endurnýjanlegra orkulinda hér á landi hefur á undanförnum áratugum bætt lífskjör íslensku þjóðarinnar og fært þjóðarbúinu dýrmætar framtíðareignir. Erlend fyrirtæki hafa fjárfest í orkufrekum iðnaði, sem greiðir góð laun og skapar margvísleg þjónustustörf að auki. Í nýlegri skýrslu, sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann fyrir iðnaðarráðuneytið er niðurstaðan m.a. sú að flest bendi til að hagkvæmt sé fyrir þjóðina að ráðist verði í stóriðjuframkvæmdir á næstu árum. Nýjar, arðsamar orkuframkvæmdir geta hleypt lífi í atvinnumálin og skapað skilyrði fyrir erlendar fjárfestingar, sem auka traust á þjóðinni meðal banka og fjárfesta. Þessar staðreyndir höfðu aðilar vinnumarkaðarins og ríkisstjórnin án efa í huga, þegar skrifað var undir stöðugleikasáttmálann fyrir rúmum tveimur mánuðum. Í hagvaxtarspá fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir stóriðjuverkefnum í Helguvík og Straumsvík. Það er hins vegar ekki nóg að gera áætlanir. Þeim verður að fylgja eftir með aðgerðum. Þetta gerðu ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins sér ljóst, þegar stöðugleikasáttmálinn var gerður. Í honum segir orðrétt: „Ríkisstjórnin mun greiða götu þegar ákveðinna stórframkvæmda sbr. þjóðhagsáætlun… Kappkostað verður að engar hindranir verði af hálfu stjórnvalda í vegi slíkra framkvæmda eftir 1. nóvember 2009." Ástæðan fyrir því að 1. nóvember er nefndur er væntanlega annars vegar endurskoðunarákvæði í kjarasamningum og hins vegar að þá ætti niðurstaða að liggja fyrir í 2. áfanga rammaáætlunar. Uppbyggingarvandi Íslendinga í efnahagskreppunni liggur í því að erlendir bankar og fjárfestar eru ekki tilbúnir til að veita fé til landsins. Í kjölfar bankahrunsins hafa þeir ekki traust á stjórnvöldum, sem nú eru eigendur íslensku bankanna og fjölmargra fyrirtækja þ.ám. orkufyrirtækja. Nokkur erlend fyrirtæki hafa þó - þrátt fyrir allt - áhuga á að fjárfesta hér á landi í atvinnugreinum, sem tengjast orkuiðnaðinum. Í því liggja tækifæri fyrir okkur. Á næstu vikum og mánuðum verður það sameiginlegt verkefni stjórnvalda, orkufyrirtækja, aðila á vinnumarkaði og lífeyrissjóða að afla hér á landi og erlendis þeirra fjármuna, sem þarf til að koma hjólum atvinnulífsins af stað á nýjan leik. Leita þarf nýrra fjármögnunarleiða með opnum huga. Ljóst er að ríkisvaldið þarf að hafa forystu í þessu starfi a.m.k. til að byrja með. Forsendan fyrir því að árangur náist er að þeim erlendu fjárfestum, sem hingað vilja koma, sé tekið opnum örmum og á þá sé litið sem samstarfsmenn en ekki óvelkomnar boðflennur. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar.
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar