Óþolandi vinnubrögð meirihlutans Sigrún Elsa Smáradóttir og Þorleifur Gunnlaugsson skrifar 10. september 2009 06:00 Meirihluti stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á stjórnarfundi í síðustu viku sölu á hlut OR í HS Orku. Vinnubrögðin sem stjórnarmönnum minnihlutans í stjórn OR var boðið uppá voru óásættanleg. Meirihluti framsóknar- og sjálfstæðismanna hefur ekkert lært síðan sömu flokkar sigldu samstarfi sínu í strand fyrr á kjörtímabilinu með sams konar vinnubrögðum sem einnig sneru að einkavæðingu í orkugeiranum. Stjórnarmenn minnihlutans fengu engin gögn með fundarboði, en á fundinum voru lagðir fram tveir samningar. Annar um kaup á um 15% hlut í HS Orku af Hafnafjarðarbæ og hinn um sölu á 32% hlut í HS Orku til Magma Energy Sweden. Síðari samningurinn var sautján síður og honum fylgdi bunki fylgigagna. Fulltrúar minnihlutans lögðu fram tillögu á stjórnarfundinum þar sem óskað var eftir sólarhrings fresti til að fara yfir gögnin og ráðfæra sig við sérfræðinga. Samningurinn er langur og flókinn og nauðsynlegt að gefa kjörnum fulltrúum kost á að taka upplýsta ákvörðun eins og þeim ber skylda til. Meirihluti stjórnar felldi tillögu um frestun en gerði klukkustundar fundarhlé sem er fráleitt nægur tími. Sú afgreiðsla vekur spurningar um það hvort einn klukkutími hafi nægt stjórnarmönnum meirihlutans til að kynna sér og samþykkja þennan hörmungarsamning. Ljóst er að samningurinn við Magma hlýtur að hafa verið tilbúinn 10 dögum fyrir fundinn þegar tilboð Magma rann út og ríkistjórnin bað um frest. Sú staðreynd gerir það enn alvarlegra að stjórnarmönnum minnihlutans hafi ekki verið sendir samningarnir fyrir fund. Þessi vinnubrögð bera mjög keim af þeim vinnubrögðum sem viðhöfð voru í REI málinu. Umboðsmaður Alþingis gerði alvarlegar athugasemdir við framgöngu og upplýsingagjöf í REI-málinu. Þá eins og nú voru það sjálfstæðismenn og framsóknarmenn sem voru í meirihluta í Reykjavík. Þeir virðast ekkert hafa lært. Höfundar eru borgarfulltrúar og sitja í stjórn OR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Sjá meira
Meirihluti stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á stjórnarfundi í síðustu viku sölu á hlut OR í HS Orku. Vinnubrögðin sem stjórnarmönnum minnihlutans í stjórn OR var boðið uppá voru óásættanleg. Meirihluti framsóknar- og sjálfstæðismanna hefur ekkert lært síðan sömu flokkar sigldu samstarfi sínu í strand fyrr á kjörtímabilinu með sams konar vinnubrögðum sem einnig sneru að einkavæðingu í orkugeiranum. Stjórnarmenn minnihlutans fengu engin gögn með fundarboði, en á fundinum voru lagðir fram tveir samningar. Annar um kaup á um 15% hlut í HS Orku af Hafnafjarðarbæ og hinn um sölu á 32% hlut í HS Orku til Magma Energy Sweden. Síðari samningurinn var sautján síður og honum fylgdi bunki fylgigagna. Fulltrúar minnihlutans lögðu fram tillögu á stjórnarfundinum þar sem óskað var eftir sólarhrings fresti til að fara yfir gögnin og ráðfæra sig við sérfræðinga. Samningurinn er langur og flókinn og nauðsynlegt að gefa kjörnum fulltrúum kost á að taka upplýsta ákvörðun eins og þeim ber skylda til. Meirihluti stjórnar felldi tillögu um frestun en gerði klukkustundar fundarhlé sem er fráleitt nægur tími. Sú afgreiðsla vekur spurningar um það hvort einn klukkutími hafi nægt stjórnarmönnum meirihlutans til að kynna sér og samþykkja þennan hörmungarsamning. Ljóst er að samningurinn við Magma hlýtur að hafa verið tilbúinn 10 dögum fyrir fundinn þegar tilboð Magma rann út og ríkistjórnin bað um frest. Sú staðreynd gerir það enn alvarlegra að stjórnarmönnum minnihlutans hafi ekki verið sendir samningarnir fyrir fund. Þessi vinnubrögð bera mjög keim af þeim vinnubrögðum sem viðhöfð voru í REI málinu. Umboðsmaður Alþingis gerði alvarlegar athugasemdir við framgöngu og upplýsingagjöf í REI-málinu. Þá eins og nú voru það sjálfstæðismenn og framsóknarmenn sem voru í meirihluta í Reykjavík. Þeir virðast ekkert hafa lært. Höfundar eru borgarfulltrúar og sitja í stjórn OR.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun