Norrænt velferðarsamfélag á Íslandi 11. september 2009 06:00 Fyrir tæpu ári kom í ljós að almenningur yrði að borga hrunið að stórum hluta og hvað var þá eðlilegra en að senda öryrkjum og ellilífeyrisþegum fyrsta reikninginn? Um áramótin var því lífeyrir flestra lífeyrisþega skertur um 10% og þeir lægstu festir í 153.000 eða 180.000 kr. á mánuði sem búa einir. Fólk kemst ekki upp fyrir lágmarkið nema í undantekningartilfellum. Jafnvel sérstakur bótaflokkur vegna verulegs lyfjakostnaðar breytir litlu sem engu. Þann 1. júlí síðastliðinn var skellt á skerðingum á greiðslum almannatrygginga með viku fyrirvara. En ekki bara á lífeyrisþega - hinir tekjumeiri skyldu líka borga, þannig að þeir sem væru með yfir 700 þús. kr. á mánuði borguðu 8% hátekjuskatt, sem þýðir að einstaklingur með milljón á mánuði greiðir 24 þúsund í hátekjuskatt. Af hverju ekki að miða við 500 þúsund krónur, sem hefði skilað um 3,8 milljörðum í ríkissjóð (samkvæmt fjármálaráðuneytinu), eða svipaðri upphæð og skerðingarnar í almannatryggingakerfinu? Rökin; „… myndi leggjast ansi þungt á fjölskyldur með rúmlega meðaltekjur þar sem bara eða aðallega væri ein fyrirvinna." Raunveruleikinn; oftar en ekki er ein fyrirvinna hjá öryrkjum og jafnvel báðir sambúðaraðilar lífeyrisþegar. Auk þess eiga öryrkjar einnig börn! Eru það ekki fjölskyldur? Skerðingarnar í almannatryggingakerfinu voru þannig að maður með góðan lífeyrissjóð og heildarlaun um 310 þúsund krónur á mánuði skertist um sömu krónutölu og milljón-krónu maðurinn, eða 24 þúsund krónur! En forsætisráðherra sagði: „…ekki verður hreyft við launum undir 400 þúsund krónum á mánuði." Þegar Öryrkjabandalag Íslands leitaði svara, hvers vegna væri ráðist á almannatryggingakerfið, var svarið: „Það er svo auðvelt." Með einu pennastriki er hægt að skerða lífeyri fólks, án fyrirvara. Öryrkjabandalag Íslands krefst þess að þetta verði leiðrétt strax, þar sem reynslan kennir að erfitt reynist að endurheimta áunnin réttindi eftir áratuga baráttu ef þau eru afnumin. Höfundur er varaformaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Fyrir tæpu ári kom í ljós að almenningur yrði að borga hrunið að stórum hluta og hvað var þá eðlilegra en að senda öryrkjum og ellilífeyrisþegum fyrsta reikninginn? Um áramótin var því lífeyrir flestra lífeyrisþega skertur um 10% og þeir lægstu festir í 153.000 eða 180.000 kr. á mánuði sem búa einir. Fólk kemst ekki upp fyrir lágmarkið nema í undantekningartilfellum. Jafnvel sérstakur bótaflokkur vegna verulegs lyfjakostnaðar breytir litlu sem engu. Þann 1. júlí síðastliðinn var skellt á skerðingum á greiðslum almannatrygginga með viku fyrirvara. En ekki bara á lífeyrisþega - hinir tekjumeiri skyldu líka borga, þannig að þeir sem væru með yfir 700 þús. kr. á mánuði borguðu 8% hátekjuskatt, sem þýðir að einstaklingur með milljón á mánuði greiðir 24 þúsund í hátekjuskatt. Af hverju ekki að miða við 500 þúsund krónur, sem hefði skilað um 3,8 milljörðum í ríkissjóð (samkvæmt fjármálaráðuneytinu), eða svipaðri upphæð og skerðingarnar í almannatryggingakerfinu? Rökin; „… myndi leggjast ansi þungt á fjölskyldur með rúmlega meðaltekjur þar sem bara eða aðallega væri ein fyrirvinna." Raunveruleikinn; oftar en ekki er ein fyrirvinna hjá öryrkjum og jafnvel báðir sambúðaraðilar lífeyrisþegar. Auk þess eiga öryrkjar einnig börn! Eru það ekki fjölskyldur? Skerðingarnar í almannatryggingakerfinu voru þannig að maður með góðan lífeyrissjóð og heildarlaun um 310 þúsund krónur á mánuði skertist um sömu krónutölu og milljón-krónu maðurinn, eða 24 þúsund krónur! En forsætisráðherra sagði: „…ekki verður hreyft við launum undir 400 þúsund krónum á mánuði." Þegar Öryrkjabandalag Íslands leitaði svara, hvers vegna væri ráðist á almannatryggingakerfið, var svarið: „Það er svo auðvelt." Með einu pennastriki er hægt að skerða lífeyri fólks, án fyrirvara. Öryrkjabandalag Íslands krefst þess að þetta verði leiðrétt strax, þar sem reynslan kennir að erfitt reynist að endurheimta áunnin réttindi eftir áratuga baráttu ef þau eru afnumin. Höfundur er varaformaður Öryrkjabandalags Íslands.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar