Að slökkva lífsneistann hjá fólki 26. ágúst 2009 06:00 Við upplifum margt sorglegt og mjög átakanlegt innan veggja Fjölskylduhjálpar Íslands. Í morgun, mánudag 24. ágúst, hef ég haft nóg að gera við að svara símtölum frá fátæku fólki sem sér ekki fram á að geta staðið undir þeim kostnaði sem fylgir því að mennta börn sín. Kona hafði samband og sagði að dóttir hennar hefði komist inn í framhaldsskóla og var ákaflega ánægð með það. Þessi kona er öryrki og hefur alls 120.000 krónur í tekjur á mánuði. Hún leigir 90 fermetra íbúð á Stór-Reykjavíkursvæðinu á 80.000 krónur og fær í húsaleigubætur 30.000 þannig að leigan er 48.000 krónur á mánuði. Þessi kona hefur 68.000 krónur til að framfleyta sér og dóttur sinni. Þessi kona getur ekki keypt skólabækur fyrir dóttur sína. Nú hefur einstaklingur í þjóðfélaginu haft samband við mig og ætlar að styðja viðkomandi fjölskyldu reglulega þ.e. taka fjölskylduna í fjárhagslegt fóstur. Viðkomandi mun nafnlaust leggja reglulega inn á reikning móðurinnar sem stuðning við menntun dótturinnar. Fleiri svona mál eru í vinnslu hjá FÍ og er það vel. Á föstudaginn sl. fengum við eitt af mörgum hrópum um hjálp sökum fátæktar. Þetta er sönn saga sem birtist hér að neðan. Einstætt foreldri sem er öryrki bað um neyðaraðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands í síðustu viku. Foreldrið er á fertugsaldri með þrjá syni á aldrinum 11, 15 og 17 ára. Foreldrið leitaði til Félagsþjónustunnar í Reykjavík en fékk synjun um aðstoð vegna þess að viðkomandi væri öryrki og ekki á framfæri félagslega kerfisins. Hér bitnar það á viðkomandi foreldri að hafa þraukað í sinni fátækt undanfarin misserin og þá er svarið hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík: nei, engin aðstoð hér. Peningar voru ekki til á heimilinu til að kaupa mat. Fjölskyldan var matarlaus, ekki til mjólkurdropi. Þessi einstaklingur með börnin sín þrjú er gjörsamlega hjálparlaus. Elsta barnið átti að byrja í framhaldsskóla sl. föstudag en foreldrið varð að hringja barnið inn veikt því ekki voru til peningar til að kaupa skólabækur og annað sem tilheyrir skólanum. Foreldrið hafði fengið 15.000 krónur hjá Hjálparstarfi kirkjunnar en sú upphæð dugði ekki fyrir skólakostnaði fyrir eitt barn, hvað þá þremur. Foreldrið er að bugast. Hagir þessa foreldris eru eftirfarandi. Það leigir 96 fermetra íbúð hjá Félagsbústöðum á 150.000 krónur á mánuði og fær 70.000 krónur í húsaleigubætur. Það greiðir því 80.000 krónur í húsaleigu. Tekið skal fram að foreldrið sefur í stofunni þar sem í íbúðinni eru þrjú herbergi en þyrftu að vera fjögur. Tekjur þessa foreldris eru 120.000 krónur í örorkubætur og 60.000 með þremur börnum á mánuði. Sem sagt, tekjur þessa foreldris eru því 180.000 á mánuði. Að að frádreginni húsaleigu hefur það því til ráðstöfunar heilar 100.000 krónur á mánuði. Hitt foreldrið sem einnig er öryrki veiktist lífshættulega fyrir stuttu og bíða börnin milli vonar og ótta eftir framvinda mála. Fjölskylduhjálp Íslands stóð vaktina að venju og var hægt að styðja fjölskylduna með 20.000 krónum til bókakaupa auk þess að fá matvæli sem gætu dugað í vikutíma. Vandamál þessara fjölskyldna eru ekki leyst með aðstoð frá okkur. Aðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands er neyðaraðstoð. Hér þarf miklu meira að koma til. Höfundur er formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Við upplifum margt sorglegt og mjög átakanlegt innan veggja Fjölskylduhjálpar Íslands. Í morgun, mánudag 24. ágúst, hef ég haft nóg að gera við að svara símtölum frá fátæku fólki sem sér ekki fram á að geta staðið undir þeim kostnaði sem fylgir því að mennta börn sín. Kona hafði samband og sagði að dóttir hennar hefði komist inn í framhaldsskóla og var ákaflega ánægð með það. Þessi kona er öryrki og hefur alls 120.000 krónur í tekjur á mánuði. Hún leigir 90 fermetra íbúð á Stór-Reykjavíkursvæðinu á 80.000 krónur og fær í húsaleigubætur 30.000 þannig að leigan er 48.000 krónur á mánuði. Þessi kona hefur 68.000 krónur til að framfleyta sér og dóttur sinni. Þessi kona getur ekki keypt skólabækur fyrir dóttur sína. Nú hefur einstaklingur í þjóðfélaginu haft samband við mig og ætlar að styðja viðkomandi fjölskyldu reglulega þ.e. taka fjölskylduna í fjárhagslegt fóstur. Viðkomandi mun nafnlaust leggja reglulega inn á reikning móðurinnar sem stuðning við menntun dótturinnar. Fleiri svona mál eru í vinnslu hjá FÍ og er það vel. Á föstudaginn sl. fengum við eitt af mörgum hrópum um hjálp sökum fátæktar. Þetta er sönn saga sem birtist hér að neðan. Einstætt foreldri sem er öryrki bað um neyðaraðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands í síðustu viku. Foreldrið er á fertugsaldri með þrjá syni á aldrinum 11, 15 og 17 ára. Foreldrið leitaði til Félagsþjónustunnar í Reykjavík en fékk synjun um aðstoð vegna þess að viðkomandi væri öryrki og ekki á framfæri félagslega kerfisins. Hér bitnar það á viðkomandi foreldri að hafa þraukað í sinni fátækt undanfarin misserin og þá er svarið hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík: nei, engin aðstoð hér. Peningar voru ekki til á heimilinu til að kaupa mat. Fjölskyldan var matarlaus, ekki til mjólkurdropi. Þessi einstaklingur með börnin sín þrjú er gjörsamlega hjálparlaus. Elsta barnið átti að byrja í framhaldsskóla sl. föstudag en foreldrið varð að hringja barnið inn veikt því ekki voru til peningar til að kaupa skólabækur og annað sem tilheyrir skólanum. Foreldrið hafði fengið 15.000 krónur hjá Hjálparstarfi kirkjunnar en sú upphæð dugði ekki fyrir skólakostnaði fyrir eitt barn, hvað þá þremur. Foreldrið er að bugast. Hagir þessa foreldris eru eftirfarandi. Það leigir 96 fermetra íbúð hjá Félagsbústöðum á 150.000 krónur á mánuði og fær 70.000 krónur í húsaleigubætur. Það greiðir því 80.000 krónur í húsaleigu. Tekið skal fram að foreldrið sefur í stofunni þar sem í íbúðinni eru þrjú herbergi en þyrftu að vera fjögur. Tekjur þessa foreldris eru 120.000 krónur í örorkubætur og 60.000 með þremur börnum á mánuði. Sem sagt, tekjur þessa foreldris eru því 180.000 á mánuði. Að að frádreginni húsaleigu hefur það því til ráðstöfunar heilar 100.000 krónur á mánuði. Hitt foreldrið sem einnig er öryrki veiktist lífshættulega fyrir stuttu og bíða börnin milli vonar og ótta eftir framvinda mála. Fjölskylduhjálp Íslands stóð vaktina að venju og var hægt að styðja fjölskylduna með 20.000 krónum til bókakaupa auk þess að fá matvæli sem gætu dugað í vikutíma. Vandamál þessara fjölskyldna eru ekki leyst með aðstoð frá okkur. Aðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands er neyðaraðstoð. Hér þarf miklu meira að koma til. Höfundur er formaður Fjölskylduhjálpar Íslands.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun