Frá kögunarhóli dagsins til framtíðar 24. ágúst 2009 06:00 Jónas Bjarnason skrifar um fiskveiðistjórnun Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ritstjóri, hefur mikinn áhuga á sjávarútvegi og hefur skrifað um þau mál í mörg ár. Hann fjallar einnig gjarna um aðra atvinnustarfsemi og getur þess 15.8. sl., að ýmis starfsemi, sem lítill áhugi hafi verið á í góðærinu, fái nú notið sín. Ýmis sprotastarfsem er þar á meðal og hún mun geta skilað ýmsu uppbyggilegu inn í samfélagið til framtíðar. Þetta eru ágætar ábendingar og flestir geta heilshugar tekið undir þær. Um sjávarútveg lúta málin á ýmsan hátt öðruvísi. Svo segir hann undir yfirskriftinni: - „Markaðslausnir í sjávarútvegi" - „Hin hliðin á þessari þróun er vitaskuld sú að veikari útgerðir hafa látið undan síga. Og sömu sögur er að segja um mörg minni byggðarlög. Trú margra er að þessu megi breyta með því að láta félagsleg sjónarmið um þróun atvinnugreinarinnar." - Hér er á Þorsteinn væntanlega við íslenska kvótakerfið þar sem veiðiheimildir geta gengið kaupum og sölum. „Engri þjóð hefur tekist að ná viðeigandi jafnvægi á milli stærðar fiskiskipaflotans og afrakstursgetu fiskistofna með þeim hætti."MarkaðslausnirHér er nokkuð mikið sagt. Fiskveiðisvæði eru fjöldamörg í heiminum og víða eru viðunandi stærðir veiðiflota og nýting einstakra fiskstofna, en þau er að finna utan hinnar iðnvæddu Evrópu, meira eða minna alla nema kannski í Barentshafi. Þar veiða Norðmenn og Rússar heljarmikið af þorski og hefur afli komið vísindamönnum sífellt á óvart.Um úthlutun veiðiheimilda er tæpast hægt að segja, að þar ríki markaðslausnir í veiðistjórnun. Rússar úthluta sínum veiðirétti, á u.þ.b. helmingi veiðanna, á ógagnsæjan hátt. Þar virðist vera eins konar hefðbundin úthlutun til staðar. - Í öðrum heimshlutum eru næstum óteljandi svæði og hvert með sína veiðistjórnun eða enga. Vísindamenn telja, að um 40% af nýttum fiskstofnum í heiminum séu „ofveiddir", en ekki er nánar hægt að fara í það. Reikna má með, að þar séu fiskstofnar og stærðir veiðiflota í ójafnvægi og of mikið af skipum.Ekki er ritara kunnugt um nein svæði, þar sem veiðiheimildir ganga kaupum og sölum nema í Nýja-Sjálandi, á einstökum svæðum í Ástralíu og varðandi fáeina fiskstofna við vesturströnd Bandaríkjanna. Við Nýja-Sjáland er ástand þriggja helstu fisktegunda slæmt og nokkur verndunarsamtök telja veiðarnar ósjálfbærar og MSC (Marine Stewardship Council) í Bretlandi er með málið í rannsókn. Frægasta dæmið var þó Kanada, en þar hrundi þorskurinn gjörsamlega í byrjun tíunda áratugarins. Þar var kvótakerfi með framsalsrétti á meðan nokkur þorskur var til. Með allt þetta í huga er tæpast hægt að halda því fram, að „markaðslausnir" ritstjórans séu umtalsverðar á heimsvísu.Fiskveiðar og ESBSíðan segir Þorsteinn orðrétt: „Evrópusambandsríkin hafa flest getað leyft sér félagsleg sjónarmið við fiskveiðistjórnun. Óánægja hefur þó stöðugt farið vaxandi innan sambandsins með framkvæmdina. Hún hefur leitt til óábyrgra veiða og skattborgararnir hafa ekki séð tilgang í taprekstri og rányrkju. Fyrir þá sök ræða menn á þeim vettvangi um breytingar og horfa meðal annars til Íslands um þau efni."Ekki er ofsagt, að ESB sé í stökustu vandræðum með veiðistjórnun á sínum svæðum. Þar er úthlutað að mestu á hefðbundnum grundvelli, kvótum aðallega í tonnum en einnig veiðidögum, en veiðar hafa verið skornar niður stórlega og viðvarandi á hverju ári að undanförnu og er þá aðallega miðað við veiðireynslu. Ritstjórinn getur kallað þetta stjórnun með „félagslegum markmiðum", en ekki er ritara kunnugt um að neins staðar ríki sama kerfi og hér með frjálsum framsalsrétti á kvótum. Málið er bara það, að veiðar og afli eru komin yfirleitt niður í lítið brot af því sem áður var og er það mál margra manna, að búið sé að eyðileggja botnvistkerfi á öllum helstu togslóðum, en aðalveiðarfærið er botnvarpa, mismunandi að stærð og þyngd og eru nokkur þúsund smátogarar þar á meðal. Nýrri rannsóknir benda til þess, að einnig sé um að ræða erfðafræðilegar skemmdir og Allee-áhrif í fiskstofnum.Já, já, ESB horfir til breytinga á veiðistjórnun og þar á meðal til Íslands í þeim efnum. Þorsteinn meinar kvótakerfið. Auðvitað líta þeir í allar áttir, en það er stórkostleg missögn að segja, að íslenska stjórnunin sé það sem horft sé til í alvöru. Með upphaflega kvótakerfinu frá 1984 og viðvarandi takmarkanir á veiðum hér á landi, þá hefur okkur tekist að halda botnfiskstofnum þokkalega í lagi, en þorskstofninn hefur verið næstum viðvarandi á niðurleið sem best sést af því, að rætt er nú um u.þ.b. 150 þ. tonna veiðar samtals, en þær voru um þrisvar sinnum meiri í afla fyrir fáeinum áratugum. Engir vísindamannanna íslensku hafa talið, að veiðar á þorski megi nú auka eitthvað umtalsvert og ýsan er einnig komin í óviðunandi horf. Munurinn á okkur og ESB er aðallega sá, að þar er búið oftaka næstum alla botnfiskstofna gróflega með botnvörpum í marga áratugi og mun lengur en hér hefur gerst, en nú er aðeins unnt að veiða örlítið brot af þeim afla sem áður fékkst. Það er hrapaleg blekking að íslenska kvótakerfið, með framsalsrétti, sé eitthvað, sem ESB getur notað.Þegar fisktstofnar eru í því ástandi, sem nú er, er ekkert fiskveiðistjórnunarkerfi til sem getur bjargað þeim víðast hvar jafnvel þótt til áratugar sé litið eða lengur og það er sjálfsblekking, að íslenska kerfið komi til greina. Ritstjórinn telur og að veiðistjórnun ESB hafi verið helsti Þrándur í Götu aðildar Íslands. Ritari er því ekki sammála og telur, að það sé krafa um að stjórnun öll verði í Brussel og að erlendum skipum verði leyfðar veiðar við Ísland. Kvótakerfið er þá aukaatriði í því dæmi og þeir pappírshéðnar geta gleypt kvótakerfið með ánægju ef þeir fá að veiða hér.Aðrar veiðistjórnunaraðferðirTil er aðrar veiðistjórnunaraðferðir og benda má ritstjóranum á veiðarfærastjórnun og líffræðilega eða vistfræðilega stjórnun. Það er flestum ljóst, að stjórnun botnfiskveiða hefur nánast hvergi „heppnast vel" á Vesturlöndum. Þar hefur tækniþróunin leitt til þess, að hvergi hefur sjálfbær þróun orðið í orðsins fyllstu merkingu. Smám saman hafa allir botnstofnar þar gefið eftir og skilað minni afla eða látið á sjá í aldurssamsetningu eða á annan hátt. Um uppsjávarveiðar á feitfiski háttar öðru vísi til. Mönnum hefur hvergi tekist að sjá fyrir endann á þeirri þróun, sem menn sjá varðandi botnfiska (næstum alla) og kunna ekki ráð til að viðhalda „miklum" og sjálfbærum veiðum. Eina ráðið virðist vera að minnka veiðar mikið, sennilega mjög mikið víðast hvar. Það þarf að fara rækilega ofan í veiðarfærin og þá sérstaklega þau botndregnu eins og botnvörpu og dragnót. Það eru þó ekki allir vísindamenn, sem viðurkenna þetta. En andstaða við botnvörpuveiðar er að aukast meðal vísindamanna og sjómanna um allan hinn vestræna heim og nú eru þúsundir sjávarvísindamanna, sem hafa undirritað bænarskjöl til SÞ eða ríkisstjórna um bann við botnvörpuveiðum eða þá skrifað greinar í vísindatímarit eða blöð fyrir almenning. Líffræðileg stjórnunÍ ljósi ofangreinds má segja, að skrif ritstjórans um hugmyndir að baki veiðistjórnun séu hreint ekki tæmandi og að hann verði að átta sig á því, að líffræðileg stjórnun og fjölfiskastjórnun eru nú taldar nauðsynlegar til að viðhalda eða endurreisa botnfiskstofna á Vesturlöndum. Slíkar aðferðir hafa að markmiði að ná sjálfbærum veiðum og sem mestum verðmætum úr sjó, en til þess þarf mjög breyttar aðferðir við sýnatökur úr fiski og veiðistjórnun á einstökum svæðum ásamt „klæðskerasniðnum" veiðarfærum miðuðum við aðstæður á hverjum stað. Slíkar stjórnunaraðferðir eru hvorki bara félagslegar eða fela í sér markaðslausnir heldur ganga þvert á þá skiptingu eða hugmyndafræði. Strandveiðar skref fram á viðÞorsteinn telur ríkisstjórnina hafa hafið félagslega stjórnun með svokölluðum strandveiðum. Það má rétt vera að vissu marki, en ritari telur að aðallega sé þá um að ræða aukningu á veiðarfærastjórnun, en hún er skref fram á við ef réttilega er á haldið og rannsóknir gerðar við hæfi. Með enn auknum strandveiðum ásamt nýjum rannsóknaaðferðum gæti verið um að ræða eitt fyrsta skrefið í líffræðilegri stjórnun og það er spennandi að fylgjast með því hvort handhafar öðruvísi veiðiskipa eigi sterk mótrök. Slíkar veiðar ganga þvert á hugmyndir ritstórans um stjórnun fiskveiða og ekki er einsýnt hvort þær hafa nokkuð að gera með skattpeninga almennings. En ljóst er, að dreifðar byggðir landsins munu njóta þessa. Höfundur er efnaverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Jónas Bjarnason skrifar um fiskveiðistjórnun Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ritstjóri, hefur mikinn áhuga á sjávarútvegi og hefur skrifað um þau mál í mörg ár. Hann fjallar einnig gjarna um aðra atvinnustarfsemi og getur þess 15.8. sl., að ýmis starfsemi, sem lítill áhugi hafi verið á í góðærinu, fái nú notið sín. Ýmis sprotastarfsem er þar á meðal og hún mun geta skilað ýmsu uppbyggilegu inn í samfélagið til framtíðar. Þetta eru ágætar ábendingar og flestir geta heilshugar tekið undir þær. Um sjávarútveg lúta málin á ýmsan hátt öðruvísi. Svo segir hann undir yfirskriftinni: - „Markaðslausnir í sjávarútvegi" - „Hin hliðin á þessari þróun er vitaskuld sú að veikari útgerðir hafa látið undan síga. Og sömu sögur er að segja um mörg minni byggðarlög. Trú margra er að þessu megi breyta með því að láta félagsleg sjónarmið um þróun atvinnugreinarinnar." - Hér er á Þorsteinn væntanlega við íslenska kvótakerfið þar sem veiðiheimildir geta gengið kaupum og sölum. „Engri þjóð hefur tekist að ná viðeigandi jafnvægi á milli stærðar fiskiskipaflotans og afrakstursgetu fiskistofna með þeim hætti."MarkaðslausnirHér er nokkuð mikið sagt. Fiskveiðisvæði eru fjöldamörg í heiminum og víða eru viðunandi stærðir veiðiflota og nýting einstakra fiskstofna, en þau er að finna utan hinnar iðnvæddu Evrópu, meira eða minna alla nema kannski í Barentshafi. Þar veiða Norðmenn og Rússar heljarmikið af þorski og hefur afli komið vísindamönnum sífellt á óvart.Um úthlutun veiðiheimilda er tæpast hægt að segja, að þar ríki markaðslausnir í veiðistjórnun. Rússar úthluta sínum veiðirétti, á u.þ.b. helmingi veiðanna, á ógagnsæjan hátt. Þar virðist vera eins konar hefðbundin úthlutun til staðar. - Í öðrum heimshlutum eru næstum óteljandi svæði og hvert með sína veiðistjórnun eða enga. Vísindamenn telja, að um 40% af nýttum fiskstofnum í heiminum séu „ofveiddir", en ekki er nánar hægt að fara í það. Reikna má með, að þar séu fiskstofnar og stærðir veiðiflota í ójafnvægi og of mikið af skipum.Ekki er ritara kunnugt um nein svæði, þar sem veiðiheimildir ganga kaupum og sölum nema í Nýja-Sjálandi, á einstökum svæðum í Ástralíu og varðandi fáeina fiskstofna við vesturströnd Bandaríkjanna. Við Nýja-Sjáland er ástand þriggja helstu fisktegunda slæmt og nokkur verndunarsamtök telja veiðarnar ósjálfbærar og MSC (Marine Stewardship Council) í Bretlandi er með málið í rannsókn. Frægasta dæmið var þó Kanada, en þar hrundi þorskurinn gjörsamlega í byrjun tíunda áratugarins. Þar var kvótakerfi með framsalsrétti á meðan nokkur þorskur var til. Með allt þetta í huga er tæpast hægt að halda því fram, að „markaðslausnir" ritstjórans séu umtalsverðar á heimsvísu.Fiskveiðar og ESBSíðan segir Þorsteinn orðrétt: „Evrópusambandsríkin hafa flest getað leyft sér félagsleg sjónarmið við fiskveiðistjórnun. Óánægja hefur þó stöðugt farið vaxandi innan sambandsins með framkvæmdina. Hún hefur leitt til óábyrgra veiða og skattborgararnir hafa ekki séð tilgang í taprekstri og rányrkju. Fyrir þá sök ræða menn á þeim vettvangi um breytingar og horfa meðal annars til Íslands um þau efni."Ekki er ofsagt, að ESB sé í stökustu vandræðum með veiðistjórnun á sínum svæðum. Þar er úthlutað að mestu á hefðbundnum grundvelli, kvótum aðallega í tonnum en einnig veiðidögum, en veiðar hafa verið skornar niður stórlega og viðvarandi á hverju ári að undanförnu og er þá aðallega miðað við veiðireynslu. Ritstjórinn getur kallað þetta stjórnun með „félagslegum markmiðum", en ekki er ritara kunnugt um að neins staðar ríki sama kerfi og hér með frjálsum framsalsrétti á kvótum. Málið er bara það, að veiðar og afli eru komin yfirleitt niður í lítið brot af því sem áður var og er það mál margra manna, að búið sé að eyðileggja botnvistkerfi á öllum helstu togslóðum, en aðalveiðarfærið er botnvarpa, mismunandi að stærð og þyngd og eru nokkur þúsund smátogarar þar á meðal. Nýrri rannsóknir benda til þess, að einnig sé um að ræða erfðafræðilegar skemmdir og Allee-áhrif í fiskstofnum.Já, já, ESB horfir til breytinga á veiðistjórnun og þar á meðal til Íslands í þeim efnum. Þorsteinn meinar kvótakerfið. Auðvitað líta þeir í allar áttir, en það er stórkostleg missögn að segja, að íslenska stjórnunin sé það sem horft sé til í alvöru. Með upphaflega kvótakerfinu frá 1984 og viðvarandi takmarkanir á veiðum hér á landi, þá hefur okkur tekist að halda botnfiskstofnum þokkalega í lagi, en þorskstofninn hefur verið næstum viðvarandi á niðurleið sem best sést af því, að rætt er nú um u.þ.b. 150 þ. tonna veiðar samtals, en þær voru um þrisvar sinnum meiri í afla fyrir fáeinum áratugum. Engir vísindamannanna íslensku hafa talið, að veiðar á þorski megi nú auka eitthvað umtalsvert og ýsan er einnig komin í óviðunandi horf. Munurinn á okkur og ESB er aðallega sá, að þar er búið oftaka næstum alla botnfiskstofna gróflega með botnvörpum í marga áratugi og mun lengur en hér hefur gerst, en nú er aðeins unnt að veiða örlítið brot af þeim afla sem áður fékkst. Það er hrapaleg blekking að íslenska kvótakerfið, með framsalsrétti, sé eitthvað, sem ESB getur notað.Þegar fisktstofnar eru í því ástandi, sem nú er, er ekkert fiskveiðistjórnunarkerfi til sem getur bjargað þeim víðast hvar jafnvel þótt til áratugar sé litið eða lengur og það er sjálfsblekking, að íslenska kerfið komi til greina. Ritstjórinn telur og að veiðistjórnun ESB hafi verið helsti Þrándur í Götu aðildar Íslands. Ritari er því ekki sammála og telur, að það sé krafa um að stjórnun öll verði í Brussel og að erlendum skipum verði leyfðar veiðar við Ísland. Kvótakerfið er þá aukaatriði í því dæmi og þeir pappírshéðnar geta gleypt kvótakerfið með ánægju ef þeir fá að veiða hér.Aðrar veiðistjórnunaraðferðirTil er aðrar veiðistjórnunaraðferðir og benda má ritstjóranum á veiðarfærastjórnun og líffræðilega eða vistfræðilega stjórnun. Það er flestum ljóst, að stjórnun botnfiskveiða hefur nánast hvergi „heppnast vel" á Vesturlöndum. Þar hefur tækniþróunin leitt til þess, að hvergi hefur sjálfbær þróun orðið í orðsins fyllstu merkingu. Smám saman hafa allir botnstofnar þar gefið eftir og skilað minni afla eða látið á sjá í aldurssamsetningu eða á annan hátt. Um uppsjávarveiðar á feitfiski háttar öðru vísi til. Mönnum hefur hvergi tekist að sjá fyrir endann á þeirri þróun, sem menn sjá varðandi botnfiska (næstum alla) og kunna ekki ráð til að viðhalda „miklum" og sjálfbærum veiðum. Eina ráðið virðist vera að minnka veiðar mikið, sennilega mjög mikið víðast hvar. Það þarf að fara rækilega ofan í veiðarfærin og þá sérstaklega þau botndregnu eins og botnvörpu og dragnót. Það eru þó ekki allir vísindamenn, sem viðurkenna þetta. En andstaða við botnvörpuveiðar er að aukast meðal vísindamanna og sjómanna um allan hinn vestræna heim og nú eru þúsundir sjávarvísindamanna, sem hafa undirritað bænarskjöl til SÞ eða ríkisstjórna um bann við botnvörpuveiðum eða þá skrifað greinar í vísindatímarit eða blöð fyrir almenning. Líffræðileg stjórnunÍ ljósi ofangreinds má segja, að skrif ritstjórans um hugmyndir að baki veiðistjórnun séu hreint ekki tæmandi og að hann verði að átta sig á því, að líffræðileg stjórnun og fjölfiskastjórnun eru nú taldar nauðsynlegar til að viðhalda eða endurreisa botnfiskstofna á Vesturlöndum. Slíkar aðferðir hafa að markmiði að ná sjálfbærum veiðum og sem mestum verðmætum úr sjó, en til þess þarf mjög breyttar aðferðir við sýnatökur úr fiski og veiðistjórnun á einstökum svæðum ásamt „klæðskerasniðnum" veiðarfærum miðuðum við aðstæður á hverjum stað. Slíkar stjórnunaraðferðir eru hvorki bara félagslegar eða fela í sér markaðslausnir heldur ganga þvert á þá skiptingu eða hugmyndafræði. Strandveiðar skref fram á viðÞorsteinn telur ríkisstjórnina hafa hafið félagslega stjórnun með svokölluðum strandveiðum. Það má rétt vera að vissu marki, en ritari telur að aðallega sé þá um að ræða aukningu á veiðarfærastjórnun, en hún er skref fram á við ef réttilega er á haldið og rannsóknir gerðar við hæfi. Með enn auknum strandveiðum ásamt nýjum rannsóknaaðferðum gæti verið um að ræða eitt fyrsta skrefið í líffræðilegri stjórnun og það er spennandi að fylgjast með því hvort handhafar öðruvísi veiðiskipa eigi sterk mótrök. Slíkar veiðar ganga þvert á hugmyndir ritstórans um stjórnun fiskveiða og ekki er einsýnt hvort þær hafa nokkuð að gera með skattpeninga almennings. En ljóst er, að dreifðar byggðir landsins munu njóta þessa. Höfundur er efnaverkfræðingur.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun