Hafið þér ekið yfir Þingvallahraun? 5. september 2009 06:00 Allir gera sér grein fyrir að óbyggðir landsins geyma ýmis verðmæti. Þar eru beitilönd, vatnsföll, jarðefni, fiskur og fuglar. Eitt sinn greru þar víðfeðmir skógar og kjarr. Líka er þar landslag og fjölbreyttar jarðmyndanir, sandar, jöklar og margt fleira. Lengi litu Íslendingar á þessi verðmæti ýmist sem „sjálfvalin til nýtingar“ að eigin vild, þar með taldir jarðeigendur, eða töldu ekki að um verðmæti væri að ræða. Flestir uggðu heldur ekki að sér og skynjuðu ekki að til væri rányrkja eða að óafturkræfar aðgerðir gætu spillt verðmætum umfram nýtingarþol. Þannig varð t.d. til skógareyðing sem flestir nú til dags sjá eftir. Vissulega setur mannvist mörg og mikil merki á land en nú til dags eru hugtök eins og sjálfbærni eða náttúruvernd lykill að breyttri hugmyndafræði og við setjum okkur mörk. Sem betur fer. Sannarlega verðum við um leið að gæta okkar að fara ekki með hugmyndafræðina út í hreinar öfgar, líkt og þegar ekki mátti beina ljóskösturum á veturna að Gullfossi (sem var hægt að kveikja og slökkva á hluta úr dögum og fjarlægja eftir notkun) eða ætla að banna alla tínslu bergmola til eigin nota hvar sem er á landinu. Og umræða um náttúruvernd, allt frá hvalaskoðun eða veiðum til minni notkunar kolefniseldsneytis, litar alla fjölmiðla. Sem betur fer. Í þessu umhverfi er enn einu sinni tekið til við að ræða akstur utan vega. Hvað sem kortum og merkingum inn á þau líður er vandinn stór og hann eykst með hverju ári. Óbyggðir eru trúlega um helmingur lands utan jökla. Nú er verið að koma vegum og slóðum þar inn á einn kortagrunn til að sjá umfangið og geta flokkað leiðirnar í leyfðar aksturleiðir og óleyfðar. Í heild skipta þær vafalítið mörg þúsund kílómetrum og menn geta ímyndað sér þá reitun (uppskiptingu) víðernis sem verður til við slíkt kraðak á svæði sem er rétt um 200 kílómetrar á hvern veg. Líklega fjölgar slóðunum meðan þessi vinna fer fram. Ég fór yfir Hófsvað, horfði á slóða rudda á Arnarvatnsheiði, aðstoðaði bíla fasta upp á miðjar hlíðar í Þjófadölum fyrir löngu síðan; kynntist sem sagt brautryðjendastarfi í bílferðum um hálendi Íslands. Þar sást enginn fyrir og öllu var fagnað. Þrátt fyrir lög og reglur og sjaldgæfan fögnuð nú til dags er enn verið að aka að óþörfu um landið eða búa til ökuleiðir sem geta ekki haft nægan tilgang til að réttlæta raskið. Og því miður hefur líka bæst við í ökutækjaflóruna. Torfæruhjól og fjórhjól eru skemmtileg og oft gagnleg tæki en notkun þeirra fer langt fram úr skynsemi. Mikið álag er á náttúru og gróðurlendi næst þéttbýli í landinu af ökumönnum slíkra tækja. Fjöll og hæðir, melar og hraun, göngustígar, reiðgötur, fjárgötur og grónar grundir milli vega eða stíga; víða sjást vond merki um fullkomlega tillitslausan akstur. Sannarlega er margur jeppamaðurinn eða mótorhjólakappinn saklaus af rangri notkun síns tækis og samtök fólks á þessum nótum gera gagn en því fer þó fjarri að þar með takist að hemja slóðagerðina eða landskemmdir á misjafnlega förnum vegum eða ósnertu víðerni. Svo geta erlendir ökumenn valdið tjóni. Til þess að bæta úr ástandinu þarf margt til. Ég nefni aðeins þrennt: Breytt viðhorf ungra og aldinna til aksturs utan viðurkenndra vega og slóða. Flokkun allra ökuleiða í nothæfa flokka og formlega lokun annarra ökuleiða. Til þessa þarf kortaútgáfu og algjöra lokun sumra svæða. Og loks aukinn skilningur á því að njóta landsins með því að aka minna en fara heldur um með öðrum hætti (ganga, skíði, hestar, kajakar o.s.frv). Því fyrr því betra. Höfundur er jarðvísindamaður og áhugamaður um útivist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Allir gera sér grein fyrir að óbyggðir landsins geyma ýmis verðmæti. Þar eru beitilönd, vatnsföll, jarðefni, fiskur og fuglar. Eitt sinn greru þar víðfeðmir skógar og kjarr. Líka er þar landslag og fjölbreyttar jarðmyndanir, sandar, jöklar og margt fleira. Lengi litu Íslendingar á þessi verðmæti ýmist sem „sjálfvalin til nýtingar“ að eigin vild, þar með taldir jarðeigendur, eða töldu ekki að um verðmæti væri að ræða. Flestir uggðu heldur ekki að sér og skynjuðu ekki að til væri rányrkja eða að óafturkræfar aðgerðir gætu spillt verðmætum umfram nýtingarþol. Þannig varð t.d. til skógareyðing sem flestir nú til dags sjá eftir. Vissulega setur mannvist mörg og mikil merki á land en nú til dags eru hugtök eins og sjálfbærni eða náttúruvernd lykill að breyttri hugmyndafræði og við setjum okkur mörk. Sem betur fer. Sannarlega verðum við um leið að gæta okkar að fara ekki með hugmyndafræðina út í hreinar öfgar, líkt og þegar ekki mátti beina ljóskösturum á veturna að Gullfossi (sem var hægt að kveikja og slökkva á hluta úr dögum og fjarlægja eftir notkun) eða ætla að banna alla tínslu bergmola til eigin nota hvar sem er á landinu. Og umræða um náttúruvernd, allt frá hvalaskoðun eða veiðum til minni notkunar kolefniseldsneytis, litar alla fjölmiðla. Sem betur fer. Í þessu umhverfi er enn einu sinni tekið til við að ræða akstur utan vega. Hvað sem kortum og merkingum inn á þau líður er vandinn stór og hann eykst með hverju ári. Óbyggðir eru trúlega um helmingur lands utan jökla. Nú er verið að koma vegum og slóðum þar inn á einn kortagrunn til að sjá umfangið og geta flokkað leiðirnar í leyfðar aksturleiðir og óleyfðar. Í heild skipta þær vafalítið mörg þúsund kílómetrum og menn geta ímyndað sér þá reitun (uppskiptingu) víðernis sem verður til við slíkt kraðak á svæði sem er rétt um 200 kílómetrar á hvern veg. Líklega fjölgar slóðunum meðan þessi vinna fer fram. Ég fór yfir Hófsvað, horfði á slóða rudda á Arnarvatnsheiði, aðstoðaði bíla fasta upp á miðjar hlíðar í Þjófadölum fyrir löngu síðan; kynntist sem sagt brautryðjendastarfi í bílferðum um hálendi Íslands. Þar sást enginn fyrir og öllu var fagnað. Þrátt fyrir lög og reglur og sjaldgæfan fögnuð nú til dags er enn verið að aka að óþörfu um landið eða búa til ökuleiðir sem geta ekki haft nægan tilgang til að réttlæta raskið. Og því miður hefur líka bæst við í ökutækjaflóruna. Torfæruhjól og fjórhjól eru skemmtileg og oft gagnleg tæki en notkun þeirra fer langt fram úr skynsemi. Mikið álag er á náttúru og gróðurlendi næst þéttbýli í landinu af ökumönnum slíkra tækja. Fjöll og hæðir, melar og hraun, göngustígar, reiðgötur, fjárgötur og grónar grundir milli vega eða stíga; víða sjást vond merki um fullkomlega tillitslausan akstur. Sannarlega er margur jeppamaðurinn eða mótorhjólakappinn saklaus af rangri notkun síns tækis og samtök fólks á þessum nótum gera gagn en því fer þó fjarri að þar með takist að hemja slóðagerðina eða landskemmdir á misjafnlega förnum vegum eða ósnertu víðerni. Svo geta erlendir ökumenn valdið tjóni. Til þess að bæta úr ástandinu þarf margt til. Ég nefni aðeins þrennt: Breytt viðhorf ungra og aldinna til aksturs utan viðurkenndra vega og slóða. Flokkun allra ökuleiða í nothæfa flokka og formlega lokun annarra ökuleiða. Til þessa þarf kortaútgáfu og algjöra lokun sumra svæða. Og loks aukinn skilningur á því að njóta landsins með því að aka minna en fara heldur um með öðrum hætti (ganga, skíði, hestar, kajakar o.s.frv). Því fyrr því betra. Höfundur er jarðvísindamaður og áhugamaður um útivist.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun