Íslensk prentlög eru úrelt 29. ágúst 2009 06:00 Allt frá því að Sigríður Rut Júlíusdóttir vann meiðyrðamál á hendur ritsjórum tímaritsins Hér og nú fyrir hönd Bubba Morthens hafa flóðgáttir lögsókna á prentmiðla opnast. Lögfræðingurinn Vilhjálm Hans Vilhjálmsson hefur nýtt sér veikleika prentlaganna sem Sigríður fann í Bubba málinu og límt hennar rökflutning á hin margvíslegustu mál en þó oft án árangurs. Veikleiki prentlaganna er í grunninn túlkaður í dag með þessum hætti: Hver maður er frjáls skoðana sinna og sannfæringar og á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður blaðamaður þær fyrir dómi. Skv. stjórnarskrár íslands er þetta með öðrum hætti, eða: Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Prentlögin samræmast því ekki 73. gr. stjórnarskrár. Laugardaginn 22. ágúst sl. birtist svo grein eftir lögmanninn Vilhjálm Hans Vilhjálmsson. Sá sem stýrir pennanum virðist fullur reiði og heilagrar vandlætingar í garð Birtíngs útgáfufélags og starfsmanna þess. Þó er það svo að fátt kemst nærri sannleikanum í greininni og lítið sem ekkert fer fyrir málefnalegum rökum. Of langt mál væri að leiðrétta allar þær rangfærslur sem lögmaðurinn fer með og skal því látið sitja við þær alvarlegustu. Í fyrsta lagi fullyrðir lögmaðurinn að á sl. mánuðum hafi gengið sjö dómar í héraðsdómi eða Hæstarétti, þar sem Birtingur eða blaðamenn þess og/eða tengdra félaga hafi verið dæmdir fyrir hegningarlagabrot. Þó skilgreiningin sé víð er þetta þó rangt hjá lögmanninum. Tvö þessara mála varða ákvæði höfundarlaga en fjalla ekki um hegningarlagabrot. Því er um að ræða fimm dóma og er í öllum þeim tilvikum um að ræða einkarefsimál. Þó að tölfræði, sem Vilhjálmur styðst mjög við í grein sinni, sé rakin rökvilla í þessum efnum, mætti allt eins draga fram þá staðreynd að í átta málunum hefur verið krafist ómerkingar á alls 103 ummælum. Niðurstaðan er að ómerkt hafa verið alls 32 ummæli eða innan við þriðjungur af því sem lagt var upp með. Slík uppskera myndi þykja rýr á flestum bæjum, í það minnsta ekki eitthvað til að stæra sig af, líkt og lögmaðurinn gerir í nefndri grein. Þá er hverjum sem les heimilt að draga eigin ályktanir af þeirri tölfræði að Vilhjálmur hefur verið lögmaður stefnefnda í sex af þessum átta málum gegn Birtingi og starfsmönnum þess. Sé eingöngu litið til þessara sex mála verður uppskeran, er lýtur að ómerktum ummælum, enn rýrari. Tjáningarfrelsi skert á Íslandi Þegar spurningu Vilhjálms um það hvort við dómstóla sé að sakast er svarað, verður vart komist fjær málefnalegum rökum en að leggja til grundvallar hversu margir meiðyrðadómar hafi gengið gegn einu stærsta útgáfufyrirtæki landsins. Nær er að líta til forsendna dómanna og bera t.d. saman við forsendur mannréttindadómstóls Evrópu í málum er lúta að tjáningarfrelsi. Að því virtu má með góðum rökum halda því fram að íslenskir dómstólar líti á tjáningarfrelsi sem undanþágu hér á landi, frekar en meginreglu öfugt við mannréttindadómstól Evrópu. Þegar þetta er haft í huga þarf engan að undra að ákveðið hafi verið að vísa svonefndu Vikumáli til meðferðar hjá mannréttindadómstólnum. Það er forsenda fyrir því að vísa Vikumálinu svokallaða til Strassborgar að íslenskir dómstólar hafi farið út af sporinu við að fylgja eftir lögfestum ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu og þeim sjónarmiðum sem beitt er af mannréttindadómstólnum sjálfum í málum er varða tjáningarfrelsi. Hver einasti dómur þar sem ummæli eru ómerkt reisir tjáningarfrelsinu skorður. Það er mat þeirra sem að kærunni til Strassborgar standa að íslenskir dómstólar hafi gengið of langt í að setja tjáningarfrelsi og fjölmiðlafrelsi skorður. Fróðlegt væri t.d. að vita hvort blaðamanninum Eiríki Jónssyni yrði í dag aftur gert að þola ómerkingardóm og greiða miskabætur með þeim rökum að "Stefnandi er fjárfestir og orðspor hennar í viðskiptalífinu því mikilvægt. Telja verður að framangreind ummæli, sem eiga ekki við rök að styðjast, séu óviðurkvæmileg, ærumeiðandi og til þess fallin að sverta ímynd stefnanda sem persónu og fjárfestis." Ummælin hafði blaðamaðurinn eftir viðmælanda sínum og voru þau þess efnis að tiltekin efnamanneskja hafi ekki staðið í skilum við skuldbindingar sínar. Það er í það minnsta mat undirritaðs að eitthvað virðist hafa slaknað á kröfum samfélagsins um að ekki megi tala með þessum hætti síðan þessi dómur féll, hvað sem líður afstöðu dómstóla. Loks er í þessu samhengi fróðlegt að rifja upp dóm yfir tveimur blaðamönnum frá miðjum síðasta áratug, sem fullyrtu að fölsuð málverk væru seld í fyrirtækinu Gallerí Borg. Þeim var gert að þola ómerkingardóm og greiða bætur, þrátt fyrir að hafa viðamiklar heimildir fyrir skrifum sínum. Ekki leið þó á löngu eftir þennan dóm þar til starfsmaður gallerísins var dæmdur fyrir málverkafölsun. Hvernig gæti Thelma Ásdísardóttir sagt frá? Þá er loks ótalin sú staðreynd að blaðamönnum prentmiðla er með lögum gert að bera ábyrgð á sannfæringu, öllum skoðunum og hugsunum viðmælenda sinna. Prentlögin virðast þannig að mati dómstóla ganga framar 73. gr. stjórnarskrár Íslands, sem kveður á um að allir séu frjálsir skoðana sinna og sannfæringar og hver maður eigi rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verði hann þær sjálfur fyrir dómi. Slíkum hlutlægum ábyrgðarreglum, þar sem fólki er gert að bera ábyrgð án sakar, hefur fækkað undanfarið, enda þykja þær óréttlátar. Ábyrgðarreglur íslenskra prentlaga enduróma hugsunarhátt löngu genginna kynslóða. Með Vikudómnum, þar sem blaðamaður var sakfelldur fyrir ummæli viðmælanda síns sem sagði frá sárri reynslu sinni af því að vinna á Goldfinger, er búið að setja miklar skorður við því að prentmiðlar fjalli um viðkvæm málefni, sem oftar en ekki snúa að konum. Hvernig gæti Thelma Ásdísardóttir sagt frá sárri reynslu sinni i því umhverfi sem ríkir í dag? Ákafur lögmaður hefði sjálfsagt fundið einhvern til að fara í mál við hana. Með slíkum dómum sem Vikudómnum hafa dómstólar heft verulega tjáningarfrelsi í landinu og lamað að hluta prentmiðla til að uppfylla hlutverk sitt. Ekki bætir úr skák þegar fólk, sem þarf að bera slíka ábyrgð án sakar, er kallað síbrotamenn af lögmönnum, sem eiga að vita betur. Af framangreindu ætti öllum að vera ljóst að greinarskrif Vilhjálms eru byggð á röngum forsendum og fullyrðingum. Í raun fer Vilhjálmur fram með rangar fullyrðingar sem hæglega væri hægt að kæra. Og með framferði sínu og fullyrðingum gerist Vilhjálmur að öllum líkindum brotlegur við siðareglur lögmannafélagsins. Að framansögðu er ómögulegt annað en að komast að þeirri niðurstöðu að lögmaðurinn setji vísvitandi fram rangfærslur, þar sem honum er kunnugt um allar framangreindar staðreyndir. Tilgangurinn virðist vera sá að nýta sér gölluð prentlög og auglýsa nýjar málssóknir á hendur starfsmönnum Birtings. Höfundur er framkvæmdastjóri Birtíngs útgáfufélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Allt frá því að Sigríður Rut Júlíusdóttir vann meiðyrðamál á hendur ritsjórum tímaritsins Hér og nú fyrir hönd Bubba Morthens hafa flóðgáttir lögsókna á prentmiðla opnast. Lögfræðingurinn Vilhjálm Hans Vilhjálmsson hefur nýtt sér veikleika prentlaganna sem Sigríður fann í Bubba málinu og límt hennar rökflutning á hin margvíslegustu mál en þó oft án árangurs. Veikleiki prentlaganna er í grunninn túlkaður í dag með þessum hætti: Hver maður er frjáls skoðana sinna og sannfæringar og á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður blaðamaður þær fyrir dómi. Skv. stjórnarskrár íslands er þetta með öðrum hætti, eða: Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Prentlögin samræmast því ekki 73. gr. stjórnarskrár. Laugardaginn 22. ágúst sl. birtist svo grein eftir lögmanninn Vilhjálm Hans Vilhjálmsson. Sá sem stýrir pennanum virðist fullur reiði og heilagrar vandlætingar í garð Birtíngs útgáfufélags og starfsmanna þess. Þó er það svo að fátt kemst nærri sannleikanum í greininni og lítið sem ekkert fer fyrir málefnalegum rökum. Of langt mál væri að leiðrétta allar þær rangfærslur sem lögmaðurinn fer með og skal því látið sitja við þær alvarlegustu. Í fyrsta lagi fullyrðir lögmaðurinn að á sl. mánuðum hafi gengið sjö dómar í héraðsdómi eða Hæstarétti, þar sem Birtingur eða blaðamenn þess og/eða tengdra félaga hafi verið dæmdir fyrir hegningarlagabrot. Þó skilgreiningin sé víð er þetta þó rangt hjá lögmanninum. Tvö þessara mála varða ákvæði höfundarlaga en fjalla ekki um hegningarlagabrot. Því er um að ræða fimm dóma og er í öllum þeim tilvikum um að ræða einkarefsimál. Þó að tölfræði, sem Vilhjálmur styðst mjög við í grein sinni, sé rakin rökvilla í þessum efnum, mætti allt eins draga fram þá staðreynd að í átta málunum hefur verið krafist ómerkingar á alls 103 ummælum. Niðurstaðan er að ómerkt hafa verið alls 32 ummæli eða innan við þriðjungur af því sem lagt var upp með. Slík uppskera myndi þykja rýr á flestum bæjum, í það minnsta ekki eitthvað til að stæra sig af, líkt og lögmaðurinn gerir í nefndri grein. Þá er hverjum sem les heimilt að draga eigin ályktanir af þeirri tölfræði að Vilhjálmur hefur verið lögmaður stefnefnda í sex af þessum átta málum gegn Birtingi og starfsmönnum þess. Sé eingöngu litið til þessara sex mála verður uppskeran, er lýtur að ómerktum ummælum, enn rýrari. Tjáningarfrelsi skert á Íslandi Þegar spurningu Vilhjálms um það hvort við dómstóla sé að sakast er svarað, verður vart komist fjær málefnalegum rökum en að leggja til grundvallar hversu margir meiðyrðadómar hafi gengið gegn einu stærsta útgáfufyrirtæki landsins. Nær er að líta til forsendna dómanna og bera t.d. saman við forsendur mannréttindadómstóls Evrópu í málum er lúta að tjáningarfrelsi. Að því virtu má með góðum rökum halda því fram að íslenskir dómstólar líti á tjáningarfrelsi sem undanþágu hér á landi, frekar en meginreglu öfugt við mannréttindadómstól Evrópu. Þegar þetta er haft í huga þarf engan að undra að ákveðið hafi verið að vísa svonefndu Vikumáli til meðferðar hjá mannréttindadómstólnum. Það er forsenda fyrir því að vísa Vikumálinu svokallaða til Strassborgar að íslenskir dómstólar hafi farið út af sporinu við að fylgja eftir lögfestum ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu og þeim sjónarmiðum sem beitt er af mannréttindadómstólnum sjálfum í málum er varða tjáningarfrelsi. Hver einasti dómur þar sem ummæli eru ómerkt reisir tjáningarfrelsinu skorður. Það er mat þeirra sem að kærunni til Strassborgar standa að íslenskir dómstólar hafi gengið of langt í að setja tjáningarfrelsi og fjölmiðlafrelsi skorður. Fróðlegt væri t.d. að vita hvort blaðamanninum Eiríki Jónssyni yrði í dag aftur gert að þola ómerkingardóm og greiða miskabætur með þeim rökum að "Stefnandi er fjárfestir og orðspor hennar í viðskiptalífinu því mikilvægt. Telja verður að framangreind ummæli, sem eiga ekki við rök að styðjast, séu óviðurkvæmileg, ærumeiðandi og til þess fallin að sverta ímynd stefnanda sem persónu og fjárfestis." Ummælin hafði blaðamaðurinn eftir viðmælanda sínum og voru þau þess efnis að tiltekin efnamanneskja hafi ekki staðið í skilum við skuldbindingar sínar. Það er í það minnsta mat undirritaðs að eitthvað virðist hafa slaknað á kröfum samfélagsins um að ekki megi tala með þessum hætti síðan þessi dómur féll, hvað sem líður afstöðu dómstóla. Loks er í þessu samhengi fróðlegt að rifja upp dóm yfir tveimur blaðamönnum frá miðjum síðasta áratug, sem fullyrtu að fölsuð málverk væru seld í fyrirtækinu Gallerí Borg. Þeim var gert að þola ómerkingardóm og greiða bætur, þrátt fyrir að hafa viðamiklar heimildir fyrir skrifum sínum. Ekki leið þó á löngu eftir þennan dóm þar til starfsmaður gallerísins var dæmdur fyrir málverkafölsun. Hvernig gæti Thelma Ásdísardóttir sagt frá? Þá er loks ótalin sú staðreynd að blaðamönnum prentmiðla er með lögum gert að bera ábyrgð á sannfæringu, öllum skoðunum og hugsunum viðmælenda sinna. Prentlögin virðast þannig að mati dómstóla ganga framar 73. gr. stjórnarskrár Íslands, sem kveður á um að allir séu frjálsir skoðana sinna og sannfæringar og hver maður eigi rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verði hann þær sjálfur fyrir dómi. Slíkum hlutlægum ábyrgðarreglum, þar sem fólki er gert að bera ábyrgð án sakar, hefur fækkað undanfarið, enda þykja þær óréttlátar. Ábyrgðarreglur íslenskra prentlaga enduróma hugsunarhátt löngu genginna kynslóða. Með Vikudómnum, þar sem blaðamaður var sakfelldur fyrir ummæli viðmælanda síns sem sagði frá sárri reynslu sinni af því að vinna á Goldfinger, er búið að setja miklar skorður við því að prentmiðlar fjalli um viðkvæm málefni, sem oftar en ekki snúa að konum. Hvernig gæti Thelma Ásdísardóttir sagt frá sárri reynslu sinni i því umhverfi sem ríkir í dag? Ákafur lögmaður hefði sjálfsagt fundið einhvern til að fara í mál við hana. Með slíkum dómum sem Vikudómnum hafa dómstólar heft verulega tjáningarfrelsi í landinu og lamað að hluta prentmiðla til að uppfylla hlutverk sitt. Ekki bætir úr skák þegar fólk, sem þarf að bera slíka ábyrgð án sakar, er kallað síbrotamenn af lögmönnum, sem eiga að vita betur. Af framangreindu ætti öllum að vera ljóst að greinarskrif Vilhjálms eru byggð á röngum forsendum og fullyrðingum. Í raun fer Vilhjálmur fram með rangar fullyrðingar sem hæglega væri hægt að kæra. Og með framferði sínu og fullyrðingum gerist Vilhjálmur að öllum líkindum brotlegur við siðareglur lögmannafélagsins. Að framansögðu er ómögulegt annað en að komast að þeirri niðurstöðu að lögmaðurinn setji vísvitandi fram rangfærslur, þar sem honum er kunnugt um allar framangreindar staðreyndir. Tilgangurinn virðist vera sá að nýta sér gölluð prentlög og auglýsa nýjar málssóknir á hendur starfsmönnum Birtings. Höfundur er framkvæmdastjóri Birtíngs útgáfufélags.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun