Skuldir heimilanna Kjartan broddi Bragason skrifar 22. ágúst 2009 03:00 Fyrir einhverjum vikum varpaði ég fram nokkrum spurningum til Seðlabanka Íslands um skuldastöðu innlendra heimila. Ein af þessum spurningum var hver staða þeirra væri í alþjóðlegu samhengi. Einhverjar tafir hafa orðið á svörum hjá þessari ágætu stofnun. Ég hef því ákveðið að birta þær upplýsingar sem ég hef getað aflað mér í gegnum ýmsa erlenda gagnagrunna á einni kvöldstund eða tveim. Rétt er að árétta að undirliggjandi gögn eru frá árabilinu 2003–2009. Umfjöllunin er alls ekki tæmandi og í mörgum tilfellum eru þær grunntölur sem notaðar eru til að búa til þær myndir sem hér koma fram lesnar af gröfum og gefa því aðeins mjög grófa mynd af undirliggjandi frumheimildum og (jafnvel) þeim skilgreiningum sem á bak við þær geta legið. Þessar upplýsingar gefa hins vegar vísbendingu um raunskuldastöðu innlendra heimila í alþjóðlegu samhengi. Það sem hagfræðingar almennt skoða þegar skuldastaða heimilanna er rannsökuð eru einkum þrír þættir: Skuldir sem hlutfall af ráðstöfunartekjum Hve hátt hlutfall ráðstöfunartekna er notað til að greiða afborganir og vexti á ári Skuldir sem hlutfall af eignum (fasta- og lausafjármunum ásamt fjármálalegum eignum) Almennt má segja um þessa þætti að þeim mun lægri sem skuldirnar eru sem hlutfall af ráðstöfunartekjum, þeim mun betri er efnahagur heimilanna og þeim mun betur eru þau í stakk búin til að takast á við fjárhagsleg áföll. Annar þátturinn segir síðan eitthvað til um samhengið á milli fjölda afborgana og vaxtastigs – þar sem greiðslubyrði heimilanna er samansett úr annars vegar afborgunum og hins vegar vaxtagreiðslum þarf – í akademískri rannsókn – að skoða bæði lánstíma, vaxtastig lánanna og aldurssamsetningu þjóðarinnar ásamt hlutfalli heimila sem eru fasteignaeigendur. Ég mun ekki fjalla um þriðja þáttinn í þessum pistli en tel að alþjóðlegur samanburður á þeim þætti sé mjög ólíklega íslenskum heimilum í hag. Fyrri myndin segir okkur að innlend heimili skuldi að meðaltali ríflega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum. Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30–35% af ráðstöfunartekjum fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali. Sé tekið tillit til að vextir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álíkur). Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildargreiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðslur. Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni. Innlend heimili geta ekki staðið undir slíkri skuldsetningu í ljósi þess að kaupmáttur hefur dregist hratt saman og ekkert bendir til að hann muni vaxa svo neinu nemi á allra næstu árum. Þetta getur ekki verið viðvarandi ástand nema ef við ætlum að dragast langt aftur úr neyslumynstri annarra (vestrænna) þjóða. Ungt og efnilegt fólk mun hins vegar ekki sætta sig við slíkt nema hér rísi „Berlínarmúr“ umhverfis landið. Stjórnvöld – þó vinstrisinnuð séu – hafa ólíklega áhuga á slíku ástandi. Eigi að afstýra fólksflótta, fjöldagjaldþrotum og meðfylgandi félagslegum vandamálum sem óhjákvæmilega fylgja slíkum breytingum þarf að laga skuldastöðu að greiðslugetu heimilanna. Í því samhengi er aðeins um eina raunhæfa leið að ræða – lífeyrissjóðir landsmanna verða að koma að því samningaborði. Lausnin á þessu vandamáli krefst þess að eignir Íbúðalánasjóðs, húsnæðis- og bílaskuldir í eigu bankanna og eignarleigufyrirtækja sem og eignir lífeyrissjóðanna (sem stór eigandi að Íbúðabréfum og lífeyrissjóðslánum) verði niðurskrifaðar um hundruð milljarða króna. Þá mæti hugsanlega skoða hugmynd Sjálfstæðisflokksins – um skattlagningu inngreiðslna lífeyris – sértækt og þá til hjálpar illa stöddum heimilum eða hugmynd Framsóknarflokksins um flatan 20% niðurskurð. Aðkoma lífeyrissjóðanna verður hins vegar ekki umflúin. Staða heimilanna verður ekki leyst sem einhver afgangsstærð í því efnahagsástandi sem nú ríkir. Það er nú einu sinni svo að almenn eftirspurn eftir vöru og þjónustu – grunnforsenda í rekstri allra fyrirtækja og þar með atvinnustigi á landinu – er að miklu leyti háð fjárhagslega heilbrigðum heimilum. Höfundur er hagfræðingur. Heimildir: OECD, IMF, Seðlabanki Evrópu, Seðlabanki Bandaríkjanna, Monthly Bulletin ECB – apríl 2009, Seðlabanki Íslands, Seðlabankar Norðurlandanna ásamt erlendum tímarits- og blaðagreinum. Mat höfundar á einstökum þáttum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Sjá meira
Fyrir einhverjum vikum varpaði ég fram nokkrum spurningum til Seðlabanka Íslands um skuldastöðu innlendra heimila. Ein af þessum spurningum var hver staða þeirra væri í alþjóðlegu samhengi. Einhverjar tafir hafa orðið á svörum hjá þessari ágætu stofnun. Ég hef því ákveðið að birta þær upplýsingar sem ég hef getað aflað mér í gegnum ýmsa erlenda gagnagrunna á einni kvöldstund eða tveim. Rétt er að árétta að undirliggjandi gögn eru frá árabilinu 2003–2009. Umfjöllunin er alls ekki tæmandi og í mörgum tilfellum eru þær grunntölur sem notaðar eru til að búa til þær myndir sem hér koma fram lesnar af gröfum og gefa því aðeins mjög grófa mynd af undirliggjandi frumheimildum og (jafnvel) þeim skilgreiningum sem á bak við þær geta legið. Þessar upplýsingar gefa hins vegar vísbendingu um raunskuldastöðu innlendra heimila í alþjóðlegu samhengi. Það sem hagfræðingar almennt skoða þegar skuldastaða heimilanna er rannsökuð eru einkum þrír þættir: Skuldir sem hlutfall af ráðstöfunartekjum Hve hátt hlutfall ráðstöfunartekna er notað til að greiða afborganir og vexti á ári Skuldir sem hlutfall af eignum (fasta- og lausafjármunum ásamt fjármálalegum eignum) Almennt má segja um þessa þætti að þeim mun lægri sem skuldirnar eru sem hlutfall af ráðstöfunartekjum, þeim mun betri er efnahagur heimilanna og þeim mun betur eru þau í stakk búin til að takast á við fjárhagsleg áföll. Annar þátturinn segir síðan eitthvað til um samhengið á milli fjölda afborgana og vaxtastigs – þar sem greiðslubyrði heimilanna er samansett úr annars vegar afborgunum og hins vegar vaxtagreiðslum þarf – í akademískri rannsókn – að skoða bæði lánstíma, vaxtastig lánanna og aldurssamsetningu þjóðarinnar ásamt hlutfalli heimila sem eru fasteignaeigendur. Ég mun ekki fjalla um þriðja þáttinn í þessum pistli en tel að alþjóðlegur samanburður á þeim þætti sé mjög ólíklega íslenskum heimilum í hag. Fyrri myndin segir okkur að innlend heimili skuldi að meðaltali ríflega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum. Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30–35% af ráðstöfunartekjum fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali. Sé tekið tillit til að vextir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álíkur). Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildargreiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðslur. Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni. Innlend heimili geta ekki staðið undir slíkri skuldsetningu í ljósi þess að kaupmáttur hefur dregist hratt saman og ekkert bendir til að hann muni vaxa svo neinu nemi á allra næstu árum. Þetta getur ekki verið viðvarandi ástand nema ef við ætlum að dragast langt aftur úr neyslumynstri annarra (vestrænna) þjóða. Ungt og efnilegt fólk mun hins vegar ekki sætta sig við slíkt nema hér rísi „Berlínarmúr“ umhverfis landið. Stjórnvöld – þó vinstrisinnuð séu – hafa ólíklega áhuga á slíku ástandi. Eigi að afstýra fólksflótta, fjöldagjaldþrotum og meðfylgandi félagslegum vandamálum sem óhjákvæmilega fylgja slíkum breytingum þarf að laga skuldastöðu að greiðslugetu heimilanna. Í því samhengi er aðeins um eina raunhæfa leið að ræða – lífeyrissjóðir landsmanna verða að koma að því samningaborði. Lausnin á þessu vandamáli krefst þess að eignir Íbúðalánasjóðs, húsnæðis- og bílaskuldir í eigu bankanna og eignarleigufyrirtækja sem og eignir lífeyrissjóðanna (sem stór eigandi að Íbúðabréfum og lífeyrissjóðslánum) verði niðurskrifaðar um hundruð milljarða króna. Þá mæti hugsanlega skoða hugmynd Sjálfstæðisflokksins – um skattlagningu inngreiðslna lífeyris – sértækt og þá til hjálpar illa stöddum heimilum eða hugmynd Framsóknarflokksins um flatan 20% niðurskurð. Aðkoma lífeyrissjóðanna verður hins vegar ekki umflúin. Staða heimilanna verður ekki leyst sem einhver afgangsstærð í því efnahagsástandi sem nú ríkir. Það er nú einu sinni svo að almenn eftirspurn eftir vöru og þjónustu – grunnforsenda í rekstri allra fyrirtækja og þar með atvinnustigi á landinu – er að miklu leyti háð fjárhagslega heilbrigðum heimilum. Höfundur er hagfræðingur. Heimildir: OECD, IMF, Seðlabanki Evrópu, Seðlabanki Bandaríkjanna, Monthly Bulletin ECB – apríl 2009, Seðlabanki Íslands, Seðlabankar Norðurlandanna ásamt erlendum tímarits- og blaðagreinum. Mat höfundar á einstökum þáttum.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar