Fram í sviðsljósið 27. ágúst 2009 06:00 Tæp fjörutíu ár eru liðin frá fyrsta alþjóðlega stórmótinu í kvennaknattspyrnu. Það var árið 1971 í Mexíkó, þar sem haldin var óopinber heimsmeistarakeppni sterkustu landsliða þess tíma að viðstöddum tugum þúsunda áhorfenda. Þótt umgjörð mótsins hafi verið hin glæsilegasta, hefur knattspyrnuhreyfingin á liðnum árum kerfisbundið reynt að strika það út úr sögunni. Ástæðan er sú að á þessu fyrsta stórmóti, var kvennaknattspyrna öðrum þræði kynnt sem furðufyrirbæri til að skopast að. Keppt var með bleikum mörkum, leikmönnum var skipað að farða sig fyrir keppni og fjölmiðlar gerðu sér mat úr því að búningsklefar stúlknanna minntu helst á hárgreiðslu- og snyrtistofur. Knattspyrna kvenna var raunar algjört jaðarfyrirbæri fram undir lok sjöunda áratugarins. Öðru hvoru birtust myndir í dagblöðum af knattspyrnukonum ásamt skoplegum athugasemdum. Var þeim yfirleitt fundinn staður innan um skringifregnir af síamstvíburum eða börnum sem alist höfðu upp meðal úlfa. Upphaf nútímakvennaknattspyrnu á Íslandi má rekja til ársins 1968 eða þar um bil. Handknattleikskonur nokkurra félaga voru þá farnar að spreyta sig í fótbolta á utanhússæfingum á sumrin. Vitað er að stúlkur úr Fram og KR léku formlegan leik á KR-vellinum sumarið 1968 og tveimur árum síðar var efnt til sýningarleiks í kvennafótbolta á Laugardalsvelli fyrir karlalandsleik gegn Noregi. Var það að frumkvæði Alberts Guðmundssonar formanns KSÍ. Óhætt er að segja að fyrstu ár kvennaknattspyrnunnar hafi verið mikil þrautaganga. Undirtektir stjórna knattspyrnufélaganna voru blendnar og í sumum tilvikum var þessari nýju grein mætt með fullum fjandskap. Var þá litið svo á að um óþarfa samkeppni væri að ræða um vallarpláss og fjármuni. Þannig var algengt langt fram eftir níunda áratugnum að félög bönnuðu kvennaflokkum að hefja æfingar á grasi jafn snemma og körlunum. Sömu sögu er að segja um umfjöllun fjölmiðla, sem sinntu lengi vel fjórðu deild karla betur en stórleikjum kvennanna. Í þessu samhengi er athyglisvert að bera saman stöðu fótbolta og handbolta kvenna. Kvennahandbolti hefur alla tíð notið mun meira jafnræðis gagnvart karlaíþróttinni. Þannig hreifst þjóðin með þegar íslensku stúlkurnar urðu Norðurlandameistarar í handknattleik 1964 og Sigríður Sigurðardóttir fékk fullt hús í kjöri Íþróttamanns ársins. Bestu handknattleikskonur landsins máttu snemma heita þjóðkunnir íþróttamenn. Þennan mun má best skýra með því að bæði kynin hófu að iðka handknattleik um svipað leyti, en þegar kemur að knattspyrnunni má segja að konurnar hafi ruðst inn á svið sem áður var helgað körlum. Fordómarnir í garð kvennaknattspyrnunnar eru því varnarviðbrögð hins ríkjandi valds, á sama hátt og konur hafa fengið að reyna á svo mörgum öðrum sviðum samfélagsins. Í ljósi þessarar forsögu er það enn stórkostlegra afrek hvernig kvennalandsliðinu hefur á liðnum dögum tekist að sameina þjóðina fyrir framan sjónvarpstækin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Tæp fjörutíu ár eru liðin frá fyrsta alþjóðlega stórmótinu í kvennaknattspyrnu. Það var árið 1971 í Mexíkó, þar sem haldin var óopinber heimsmeistarakeppni sterkustu landsliða þess tíma að viðstöddum tugum þúsunda áhorfenda. Þótt umgjörð mótsins hafi verið hin glæsilegasta, hefur knattspyrnuhreyfingin á liðnum árum kerfisbundið reynt að strika það út úr sögunni. Ástæðan er sú að á þessu fyrsta stórmóti, var kvennaknattspyrna öðrum þræði kynnt sem furðufyrirbæri til að skopast að. Keppt var með bleikum mörkum, leikmönnum var skipað að farða sig fyrir keppni og fjölmiðlar gerðu sér mat úr því að búningsklefar stúlknanna minntu helst á hárgreiðslu- og snyrtistofur. Knattspyrna kvenna var raunar algjört jaðarfyrirbæri fram undir lok sjöunda áratugarins. Öðru hvoru birtust myndir í dagblöðum af knattspyrnukonum ásamt skoplegum athugasemdum. Var þeim yfirleitt fundinn staður innan um skringifregnir af síamstvíburum eða börnum sem alist höfðu upp meðal úlfa. Upphaf nútímakvennaknattspyrnu á Íslandi má rekja til ársins 1968 eða þar um bil. Handknattleikskonur nokkurra félaga voru þá farnar að spreyta sig í fótbolta á utanhússæfingum á sumrin. Vitað er að stúlkur úr Fram og KR léku formlegan leik á KR-vellinum sumarið 1968 og tveimur árum síðar var efnt til sýningarleiks í kvennafótbolta á Laugardalsvelli fyrir karlalandsleik gegn Noregi. Var það að frumkvæði Alberts Guðmundssonar formanns KSÍ. Óhætt er að segja að fyrstu ár kvennaknattspyrnunnar hafi verið mikil þrautaganga. Undirtektir stjórna knattspyrnufélaganna voru blendnar og í sumum tilvikum var þessari nýju grein mætt með fullum fjandskap. Var þá litið svo á að um óþarfa samkeppni væri að ræða um vallarpláss og fjármuni. Þannig var algengt langt fram eftir níunda áratugnum að félög bönnuðu kvennaflokkum að hefja æfingar á grasi jafn snemma og körlunum. Sömu sögu er að segja um umfjöllun fjölmiðla, sem sinntu lengi vel fjórðu deild karla betur en stórleikjum kvennanna. Í þessu samhengi er athyglisvert að bera saman stöðu fótbolta og handbolta kvenna. Kvennahandbolti hefur alla tíð notið mun meira jafnræðis gagnvart karlaíþróttinni. Þannig hreifst þjóðin með þegar íslensku stúlkurnar urðu Norðurlandameistarar í handknattleik 1964 og Sigríður Sigurðardóttir fékk fullt hús í kjöri Íþróttamanns ársins. Bestu handknattleikskonur landsins máttu snemma heita þjóðkunnir íþróttamenn. Þennan mun má best skýra með því að bæði kynin hófu að iðka handknattleik um svipað leyti, en þegar kemur að knattspyrnunni má segja að konurnar hafi ruðst inn á svið sem áður var helgað körlum. Fordómarnir í garð kvennaknattspyrnunnar eru því varnarviðbrögð hins ríkjandi valds, á sama hátt og konur hafa fengið að reyna á svo mörgum öðrum sviðum samfélagsins. Í ljósi þessarar forsögu er það enn stórkostlegra afrek hvernig kvennalandsliðinu hefur á liðnum dögum tekist að sameina þjóðina fyrir framan sjónvarpstækin.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun