Síbrotamenn á sviði ærumeiðinga Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 22. ágúst 2009 05:15 Frá 2. október 2008 til 18. júní 2009 gengu sjö dómar í Hæstarétti Íslands og Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Birtingur útgáfufélag ehf., eða blaðamenn félagsins og tengdra félaga, voru dæmdir til greiðslu miskabóta fyrir ærumeiðingar, brot gegn friðhelgi einkalífs eða ólögmætar myndbirtingar. Hér er því um að ræða sjö dóma fyrir hegningarlagabrot á tæplega níu mánaða tímabili. Dómarnir eru fleiri, en hér er látið nægja að fjalla um þau mál sem varða skjólstæðinga undirritaðs lögmanns. Hér ber að halda því til haga að fjöldi vandaðra blaðamanna starfar hjá Birtingi og er í grein þessari ekki verið að fjalla um þeirra störf. Er við dómstóla að sakast? Eitt þessara mála er svokallað ,,Vikumál” þar sem ummæli sem viðhöfð voru um nafngreindan einstakling voru dæmd dauð og ómerk og blaðamaður Birtings dæmdur til greiðslu miskabóta. Nú hafa Birtingur og viðkomandi blaðamaður ákveðið að skjóta niðurstöðu Hæstaréttar til Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg. Kæran til Strassborgar er sett fram með tilstyrk Blaðamannafélags Íslands, sem hefur meðal annars fært þau rök fyrir stuðningi sínum að íslenskir dómstólar hafi ekki sýnt fjölmiðlum nægan skilning í dómsmálum þar sem reynir á rétt fjölmiðla til að taka við og miðla áfram upplýsingum um umdeild þjóðfélagsmálefni. Er það rétt? Ef svo er þá hlýtur það að vera umhugsunarefni af hverju sífellt er verið að dæma blaðamenn Birtings og tengdra félaga fyrir meiðyrði en ekki aðra. Er ekki við einhvern annan að sakast en íslenska dómstóla? Sjö dómar á níu mánuðum Þegar ofangreindir sjö dómar þar sem Birtingur eða blaðamenn félagsins og tengdra félaga hafa verið dæmdir fyrir hegningarlagabrot eru skoðaðir kemur í ljós að þar er í fæstum tilvikum verið að taka á mikilvægum þjóðfélagsmálum. Þvert á móti. Í byrjun október 2008 voru ummæli sem blaðamaður Séð og heyrt viðhafði þess efnis að tiltekinn einstaklingur borgaði ekki skuldirnar sínar og stæði ekki við gerða samninga dæmd dauð og ómerk í Hæstarétti. Í nóvember 2008 voru Birtingur og blaðamaður Séð og heyrt dæmdir til refsingar í héraði fyrir að stela myndum af vefsvæði. Í byrjun mars 2009 var blaðamaður Vikunnar dæmdur fyrir meiðyrði í Hæstarétti fyrir ásakanir í garð tiltekins aðila um refsiverða háttsemi sem enginn fótur var fyrir. Um miðjan mars 2009 var Birtingur aftur dæmdur til refsingar í héraði vegna myndastuldar af vefsvæði. Í lok apríl 2009 voru tveir blaðamenn Birtings, sem nú ritstýra DV og Nýju lífi, dæmdir í Hæstarétti fyrir meiðyrði og gert að greiða miskabætur vegna ásakana í garð nafngreinds aðila um refsiverða háttsemi. Í byrjun júní 2009 var fyrrverandi blaðamaður DV dæmdur í héraði fyrir ærumeiðingar og gróft brot gegn friðhelgi einkalífs með því að hafa í umfjöllun sinni í DV skírskotað á ýkjukenndan og einkar óviðfelldinn hátt til andlegra veikinda nafngreinds einstaklings eins og segir í niðurstöðu dómsins. Um miðjan júní 2009 var síðan sami blaðamaður aftur dæmdur í héraði fyrir meiðyrði og brot gegn friðhelgi einkalífs með því að ásakað nafngreindan einstakling um refsiverða háttsemi sem og fyrir að hafa fjallað um viðkvæm persónuleg málefni mannsins í opnugreinum í DV. Þrettán ára fórnarlamb Birtings Og enn ný höggva blaðamenn Birtings í sama knérunn, en nýjasta fórnarlamb útgáfunnar er þrettán ára gömul stúlka og fjölskylda hennar, en í 30. tbl. Vikunnar 2009, sem kom út 30. júlí sl., er dróttað að æru stúlkunnar og föður hennar og brotið gegn friðhelgi einkalífs þeirra. Í umfjölluninni veltir Vikan sér upp úr viðkvæmum og persónulegum málefnum stúlkunnar s.s. ættleiðingu, andláti móður hennar, meintri andlegri vanlíðan, kallar stúlkuna Öskubusku og birtir af henni þrjár myndir án hennar samþykkis. Faðir stúlkunnar er síðan sakaður um barnsrán, vörslur á barnaklámi, misnotkun á börnum og andlegt líkamlegt ofbeldi gagnvart dóttur sinni og látinni fyrrverandi eiginkonu. Að auki fjallar Vikan á óviðfeldinn hátt um viðkvæm persónuleg málefni mannsins, s.s. skilnað hans og fyrrverandi eiginkonu hans, forræðisdeilu við fjölskyldu hennar, ættleiðingu dóttur hans o.fl. Það er skemmst frá því að segja framangreindar ásakanir eru upplognar eins og blaðamenn Birtings hefðu komist að hefðu þeir hirt um að hafa samband við fólkið og fá viðbrögð við fréttinni. Hér gerast blaðamenn Birtings enn á ný sekir um ærumeiðandi aðdróttanir um alvarlega refsiverða háttsemi og gróf brot gegn friðhelgi einkalífs saklauss fólks. Hver eru hin umdeildu og mikilvægu þjóðfélagsmálefni sem Vikan er að fjalla um hér? Er ekki rétt að Birtingur og Blaðamannafélag Íslands svari þeirri spurningu áður en lagt er af stað til Strassborgar. Höfundur er héraðsdómslögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Frá 2. október 2008 til 18. júní 2009 gengu sjö dómar í Hæstarétti Íslands og Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Birtingur útgáfufélag ehf., eða blaðamenn félagsins og tengdra félaga, voru dæmdir til greiðslu miskabóta fyrir ærumeiðingar, brot gegn friðhelgi einkalífs eða ólögmætar myndbirtingar. Hér er því um að ræða sjö dóma fyrir hegningarlagabrot á tæplega níu mánaða tímabili. Dómarnir eru fleiri, en hér er látið nægja að fjalla um þau mál sem varða skjólstæðinga undirritaðs lögmanns. Hér ber að halda því til haga að fjöldi vandaðra blaðamanna starfar hjá Birtingi og er í grein þessari ekki verið að fjalla um þeirra störf. Er við dómstóla að sakast? Eitt þessara mála er svokallað ,,Vikumál” þar sem ummæli sem viðhöfð voru um nafngreindan einstakling voru dæmd dauð og ómerk og blaðamaður Birtings dæmdur til greiðslu miskabóta. Nú hafa Birtingur og viðkomandi blaðamaður ákveðið að skjóta niðurstöðu Hæstaréttar til Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg. Kæran til Strassborgar er sett fram með tilstyrk Blaðamannafélags Íslands, sem hefur meðal annars fært þau rök fyrir stuðningi sínum að íslenskir dómstólar hafi ekki sýnt fjölmiðlum nægan skilning í dómsmálum þar sem reynir á rétt fjölmiðla til að taka við og miðla áfram upplýsingum um umdeild þjóðfélagsmálefni. Er það rétt? Ef svo er þá hlýtur það að vera umhugsunarefni af hverju sífellt er verið að dæma blaðamenn Birtings og tengdra félaga fyrir meiðyrði en ekki aðra. Er ekki við einhvern annan að sakast en íslenska dómstóla? Sjö dómar á níu mánuðum Þegar ofangreindir sjö dómar þar sem Birtingur eða blaðamenn félagsins og tengdra félaga hafa verið dæmdir fyrir hegningarlagabrot eru skoðaðir kemur í ljós að þar er í fæstum tilvikum verið að taka á mikilvægum þjóðfélagsmálum. Þvert á móti. Í byrjun október 2008 voru ummæli sem blaðamaður Séð og heyrt viðhafði þess efnis að tiltekinn einstaklingur borgaði ekki skuldirnar sínar og stæði ekki við gerða samninga dæmd dauð og ómerk í Hæstarétti. Í nóvember 2008 voru Birtingur og blaðamaður Séð og heyrt dæmdir til refsingar í héraði fyrir að stela myndum af vefsvæði. Í byrjun mars 2009 var blaðamaður Vikunnar dæmdur fyrir meiðyrði í Hæstarétti fyrir ásakanir í garð tiltekins aðila um refsiverða háttsemi sem enginn fótur var fyrir. Um miðjan mars 2009 var Birtingur aftur dæmdur til refsingar í héraði vegna myndastuldar af vefsvæði. Í lok apríl 2009 voru tveir blaðamenn Birtings, sem nú ritstýra DV og Nýju lífi, dæmdir í Hæstarétti fyrir meiðyrði og gert að greiða miskabætur vegna ásakana í garð nafngreinds aðila um refsiverða háttsemi. Í byrjun júní 2009 var fyrrverandi blaðamaður DV dæmdur í héraði fyrir ærumeiðingar og gróft brot gegn friðhelgi einkalífs með því að hafa í umfjöllun sinni í DV skírskotað á ýkjukenndan og einkar óviðfelldinn hátt til andlegra veikinda nafngreinds einstaklings eins og segir í niðurstöðu dómsins. Um miðjan júní 2009 var síðan sami blaðamaður aftur dæmdur í héraði fyrir meiðyrði og brot gegn friðhelgi einkalífs með því að ásakað nafngreindan einstakling um refsiverða háttsemi sem og fyrir að hafa fjallað um viðkvæm persónuleg málefni mannsins í opnugreinum í DV. Þrettán ára fórnarlamb Birtings Og enn ný höggva blaðamenn Birtings í sama knérunn, en nýjasta fórnarlamb útgáfunnar er þrettán ára gömul stúlka og fjölskylda hennar, en í 30. tbl. Vikunnar 2009, sem kom út 30. júlí sl., er dróttað að æru stúlkunnar og föður hennar og brotið gegn friðhelgi einkalífs þeirra. Í umfjölluninni veltir Vikan sér upp úr viðkvæmum og persónulegum málefnum stúlkunnar s.s. ættleiðingu, andláti móður hennar, meintri andlegri vanlíðan, kallar stúlkuna Öskubusku og birtir af henni þrjár myndir án hennar samþykkis. Faðir stúlkunnar er síðan sakaður um barnsrán, vörslur á barnaklámi, misnotkun á börnum og andlegt líkamlegt ofbeldi gagnvart dóttur sinni og látinni fyrrverandi eiginkonu. Að auki fjallar Vikan á óviðfeldinn hátt um viðkvæm persónuleg málefni mannsins, s.s. skilnað hans og fyrrverandi eiginkonu hans, forræðisdeilu við fjölskyldu hennar, ættleiðingu dóttur hans o.fl. Það er skemmst frá því að segja framangreindar ásakanir eru upplognar eins og blaðamenn Birtings hefðu komist að hefðu þeir hirt um að hafa samband við fólkið og fá viðbrögð við fréttinni. Hér gerast blaðamenn Birtings enn á ný sekir um ærumeiðandi aðdróttanir um alvarlega refsiverða háttsemi og gróf brot gegn friðhelgi einkalífs saklauss fólks. Hver eru hin umdeildu og mikilvægu þjóðfélagsmálefni sem Vikan er að fjalla um hér? Er ekki rétt að Birtingur og Blaðamannafélag Íslands svari þeirri spurningu áður en lagt er af stað til Strassborgar. Höfundur er héraðsdómslögmaður.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun