Ekki rífa Nasa! Páll Óskar Hjálmtýsson skrifar 10. september 2009 06:00 Ég mótmæli fyrirhuguðum framkvæmdum og breytingum á deiliskipulagi í Kvosinni þar sem á að minnka Ingólfstorg og rífa Nasa við Austurvöll, til að byggja fimm hæða hótel. Nasa er síðasta íslenska félagsheimilið í Reykjavík og við megum ekki leggjast svo lágt að rífa það. Flest húsin við Ingólfstorg, að Nasa og gamla Landsímahúsinu meðtöldum, eru í eigu Péturs Þórs Sigurðssonar - það eina sem ég veit um hann er að hann er í Framsóknarflokknum, konan hans heitir Jónína Bjartmarz og það er mjög erfitt að ná í hann í síma af því hann býr í Kína. Eigendarétturinn er svo sterkur á Íslandi að ef borgin stendur í vegi fyrir einhverju sem eigandinn vill framkvæma er borgin bótaskyld. Þar að auki er ekki hægt að hagga deiliskipulagi sem samþykkt var árið sítt-að-aftan 1988. Til samanburðar er allt deiliskipulag í Svíþjóð endurskoðað á fimm ára fresti. Kallar þetta ekki á nýja lagasetningu? Ég er með ágætis lausn á þessum ímyndaða hótelskorti. Það er búið að byggja hundrað hæða höll úr gleri í Borgartúni, sem stendur galtóm. Hvers vegna ekki að breyta þessu ferlíki í hótel? Húsnæði Nasa og starfsemin þar ætti að fá að standa óbreytt. Gamla Landsímahúsið mætti nota sem skrifstofur Alþingis. Þar vantar alltaf vinnuaðstöðu. Skrifstofum Alþingis er svo lokað um svipað leyti og hjóðprufur hefjast inni á Nasa. Enginn truflar neinn. Allir eru ánægðir. Við viljum ekki fleiri ruglframkvæmdir eða niðurrif á byggingum og stöðum sem eiga sér langa sögu. 2007 er búið. Aðkallandi verkefni bíða: Barnaheimilin, elliheimilin, öryrkjarnir og heilbrigðiskerfið. Ekki eyða orku í að þjóna hagsmunum Péturs Þórs Sigurðssonar, af því að hann er í Framsóknarflokknum, á einhverjar byggingar úti um allan bæ og er lögfræðingur að mennt. Við erum þreytt á pólitísku baktjaldamakki. Á morgun, 11. september 2009, rennur út frestur til að skila aðfinnslum að nýju deiliskipulagi hjá Reykjavíkurborg. Ef þú lætur ekki í þér heyra, til dæmis á heimasíðunni www.bin.is, telst þetta nýja deiliskipulag samþykkt. Vilt þú láta það gerast? Höfundur er poppstjarna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Ég mótmæli fyrirhuguðum framkvæmdum og breytingum á deiliskipulagi í Kvosinni þar sem á að minnka Ingólfstorg og rífa Nasa við Austurvöll, til að byggja fimm hæða hótel. Nasa er síðasta íslenska félagsheimilið í Reykjavík og við megum ekki leggjast svo lágt að rífa það. Flest húsin við Ingólfstorg, að Nasa og gamla Landsímahúsinu meðtöldum, eru í eigu Péturs Þórs Sigurðssonar - það eina sem ég veit um hann er að hann er í Framsóknarflokknum, konan hans heitir Jónína Bjartmarz og það er mjög erfitt að ná í hann í síma af því hann býr í Kína. Eigendarétturinn er svo sterkur á Íslandi að ef borgin stendur í vegi fyrir einhverju sem eigandinn vill framkvæma er borgin bótaskyld. Þar að auki er ekki hægt að hagga deiliskipulagi sem samþykkt var árið sítt-að-aftan 1988. Til samanburðar er allt deiliskipulag í Svíþjóð endurskoðað á fimm ára fresti. Kallar þetta ekki á nýja lagasetningu? Ég er með ágætis lausn á þessum ímyndaða hótelskorti. Það er búið að byggja hundrað hæða höll úr gleri í Borgartúni, sem stendur galtóm. Hvers vegna ekki að breyta þessu ferlíki í hótel? Húsnæði Nasa og starfsemin þar ætti að fá að standa óbreytt. Gamla Landsímahúsið mætti nota sem skrifstofur Alþingis. Þar vantar alltaf vinnuaðstöðu. Skrifstofum Alþingis er svo lokað um svipað leyti og hjóðprufur hefjast inni á Nasa. Enginn truflar neinn. Allir eru ánægðir. Við viljum ekki fleiri ruglframkvæmdir eða niðurrif á byggingum og stöðum sem eiga sér langa sögu. 2007 er búið. Aðkallandi verkefni bíða: Barnaheimilin, elliheimilin, öryrkjarnir og heilbrigðiskerfið. Ekki eyða orku í að þjóna hagsmunum Péturs Þórs Sigurðssonar, af því að hann er í Framsóknarflokknum, á einhverjar byggingar úti um allan bæ og er lögfræðingur að mennt. Við erum þreytt á pólitísku baktjaldamakki. Á morgun, 11. september 2009, rennur út frestur til að skila aðfinnslum að nýju deiliskipulagi hjá Reykjavíkurborg. Ef þú lætur ekki í þér heyra, til dæmis á heimasíðunni www.bin.is, telst þetta nýja deiliskipulag samþykkt. Vilt þú láta það gerast? Höfundur er poppstjarna.
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar