Fleiri fréttir

Samdi íslenska samninganefndin af sér?

Gauti B. Eggertsson skrifar

Ragnar Hall lögfræðingur hefur haldið því fram að íslenska samninganefndin hafi samið af sér við gerð Icesave-samningsins. Mistökin, að mati Ragnars, liggja í því hvernig úthlutað er úr þrotabúi bankans samkvæmt samningnum. Það er mín skoðun að samningurinn gefi ekki tilefni til svo alvarlegra ásakana.

Mistök að kaupa Dash 8

Jón Jónsson skrifar

Ég vil byrja bréf þetta á að samhryggjast starfsfólki Landhelgisgæslunnar og íslensku þjóðinni með hina nýju Dash-8 flugvél sem þeir fengu afhenta á dögunum. Það eru nokkur ár síðan gengið var frá kaupum á téðri flugvél, að minnsta kosti virtist þá vera allt í þessu fína í fjármálum ríkisins. En þvílíkt metnaðarleysi og gamaldags afturhaldsstefna að kaupa svona flugvél!

Réttlát og lýðræðisleg lausn fyrir Borgarahreyfinguna

Hafsteinn Hafsteinsson skrifar

Sáttamiðlun (mediation) er lausnamiðuð ráðgjöf sem stuðst er við þegar fólk lendir í átökum, ágreiningi eða deilum. Markmiðið er að finna varanlegar lausnir á samskiptaörðugleikum fólks.

Ísland og Evrópusambandið

Jón Baldvin Hannibalsson skrifar

Í grein sinni: „Ísland – það sem læra má af efnahagshruninu,“ sem birtist í áhrifamiklum fjölmiðlum í Bretlandi, Frakklandi og Noregi, auk Íslands, 1. ágúst, sl., byggir Eva Joly, þingmaður á Evrópuþinginu, málflutning sinn á því, að íslenska þjóðin sé fórnar­lamb atburða, sem hún fékk engu um ráðið.

Ísland mun sigrast á erfiðleikum sínum

Steingrímur J. Sigfússon skrifar

Smátt og smátt koma afleiðingar banka- og fjármálahrunsins betur í ljós. Ríkisreikningur ársins 2008 segir í raun flest sem segja þarf um höggið sem ríkissjóður tekur á sig vegna þess. Hann sýnir algjöran viðsnúning í rekstri ríkissjóðs, úr 89 milljarða króna tekjuafgangi á árinu á undan í 216 milljarða króna halla. Aðrar tölur tala líka sínu máli, svo sem þær sem sýna gríðarlega skuldaukningu hins opinbera og þunga skuldabyrði þjóðarbúsins í heild.

Að standa við alþjóðlegar skuldbindingar

Sigurður Líndal skrifar

Eins og kunnugt er hafa Íslendingar leitað eftir lánum víða, meðal annars til Norðurlandaþjóðanna. Lán þeirra – nema Færeyinga – eru bundin því skilyrði að Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar sínar og þá einkum gagnvart innstæðueigendum. Verður þetta ekki túlkað á annan veg en Ísland samþykki ICESAVE-samninginn.

Hraðbraut nýrra tækifæra

Eyþór Ívar Jónsson skrifar

Framtíð Íslands verður að miklu leyti að byggjast á nýjum fyrirtækjum. Það er mikilvægt fyrir Íslendinga að skilja að fyrirtæki er einstakt tæki til þess að skapa verðmæti, störf og hagvöxt.

Já sæll!

Sigrún Elsa Smáradóttir skrifar

Þann 8. ágúst skrifar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, forseti borgarstjórnar og fyrrverandi borgarstjóri, grein í Fréttablaðið sem hann kallar „Rangfærslur Sigrúnar Elsu“. Þar setur hann út á tvö atriði sem ég hef fjallað um í fyrri skrifum: Sölu á hlut borgarinnar í Landsvirkjun, sem hann telur hagstæða, og ábyrgðargjald vegna lána Landsvirkjunar sem hann telur hæfilegt. Auk þess víkur hann að þátttöku REI í einkavæðingu orkufyrirtækis á Filippseyjum, sem hann ranglega eignar 100 daga meirihlutanum. Þessum atriðum verður hér svarað.

Eyðilegging á miðbæ Akureyrar

Hjörleifur Hallgrímsson skrifar

Heyrst hefur hér á Akureyri og haft eftir einum stjórnarmanni blaðsins Vikudags, að ekki sé æskilegt að blaðið flytji neikvæðar fréttir úr bænum, og dæmi um það er að mér undirrituðum er neitað um að skrifa í blaðið þar sem ég þyki of gagnrýninn penni. En af nægu er nefnilega að taka, sem ekki er ætlast til að komi fyrir augu bæjarbúa þegar meirihluti bæjarstjórnar, skipulagsnefnd og skipulagsstjóri eiga í hlut.

Grunnurinn gleymist

Jón Gunnarsson skrifar

Það hefur aldrei þótt góðri lukku að stýra að byggja hús sitt á sandi. Það uppbyggingarstarf sem framundan er í íslensku samfélagi er líkast uppbyggingu frá grunni. Ef rétt byggingarstæði er valið mun byggingin rísa fyrr og standa betur. Í umræðunni um málefni dagsins, s.s. IceSave, aðildarviðræður við Evrópusambandið og fleiri slík stórmál, gleymist gjarnan að ræða aðalatriðið, það á hverju á að byggja viðreisnina; með hverju þessi þjóð ætlar að greiða skuldbindingar sínar.

Að fara með fjöregg þjóðarinnar

Katrín Júlíusdóttir skrifar

Ein af frumskyldum kjörinna fulltrúa er að tryggja rekstrargrundvöll atvinnulífsins. Heimilin í landinu eiga afkomu sína og atvinnu undir því að fyrirtækin gangi og atvinnulífið skapi þau verðmæti sem standa undir öryggisneti samfélagsins, menntun og heilbrigðiskerfi. Sé þetta fjöregg í hættu verða stjórnmálamenn að meta afleiðingar mismunandi aðgerða eða aðgerðaleysis og taka svo ákvörðun þótt erfið sé. Setja verður velferð heimila og fyrirtækja framar bæði persónum og flokkslínum.

Eftirlitsvald aðskilið frá pólitísku valdi

Björn Einarsson skrifar

Sjálfstæði eftirlitsvaldsins hefur orðið eftir í lýðræðisþróun hérlendis, og því er mikilvægasta athugunarefnið við endurskoðun stjórnarskrárinnar að gera eftirlitsvaldið sjálfstæðara og aðskilja það frá pólitíska valdinu. Eftirlitsvaldið er falið í valddreifingunni, beinu lýðræði, stjórnarskránni, dómstólunum, eftirlitsstofnunum, rannsóknarnefndum, löggæslu og gagnrýnum fjölmiðlum. Ekkert af þessu er óháð hinu pólitíska valdi eða valdi fjármálanna hér á landi.

Icesave og sagan

Guðni Th. Jóhannesson skrifar

Þeir sem hafa tekið þátt í deilunum um Icesave undanfarna mánuði hafa beitt ýmsum rökum; lögfræðilegum, pólitískum og siðferðilegum, eins og sjálfsagt er. Menn hafa einnig bent á liðna tíð máli sínu til stuðnings og aftur virðist liggja í augum uppi að það eigi við. Sagan á að sanna eitt og afsanna annað, vera víti til varnaðar eða lýsandi dæmi um dyggðir sem nú þurfi að halda í heiðri. En hér er þó ekki alltaf allt sem sýnist.

Genfarsamningarnir 60 ára

Anna Stefánsdóttir skrifar

Í dag eru liðin sextíu ár frá því að Genfarsamningarnir fjórir voru undirritaðir. Samningarnir veita mönnum vernd í vopnuðum átökum og þeir eru enn í dag hornsteinninn í alþjóðlegum mannúðarrétti. Samningarnir hafa bjargað ótöldum mannslífum, bætt aðstæður þúsunda stríðsfanga og leitt til þess að milljónir sundraðra fjölskyldna hafa sameinast.

Breytingin í borginni

Óskar Bergsson skrifar

Það er ánægjulegt að lesa út úr þjóðarpúlsi Gallup þær viðhorfsbreytingar sem hafa orðið gagnvart starfinu í borgarstjórn Reykjavíkur á milli ára. Fyrir ári voru 69% aðspurðra óánægð með meirihluta F-lista og Sjálfstæðisflokks en nú í meirihlutatíð framsóknarmanna og sjálfstæðismanna hefur óánægjan farið niður í 28%. Aðeins 14% voru ánægð með meirihlutann 2008 en nú í ágúst eru 33% ánægð með störf meirihlutans. Fyrir ári höfðu Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur aðeins 31% fylgi en eru nú með 45% fylgi. Hópur þeirra sem ekki taka afstöðu breytist milli ára úr 18% í 40%.

Icesave-spuni aðstoðarritstjóra

Einar K. Guðfinnsson skrifar

Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, skrifar leiðara síðastliðinn laugardag sem er af sama toga spunninn og málflutningur fjármálaráðherrans Steingríms J. Sigfússonar. Spuninn er sá að samþykkja beri Icesave-samkomulagið, ella höfum við verra af. Og svo er bætt um betur í leiðaranum og reynt að færa fyrir því rök að þau ósköp sem ríkisstjórnin lagði fyrir Alþingi í formi Icesave-samningsins séu afsprengi síðustu ríkisstjórnar!

Verðum að semja upp á nýtt

Sigurður Ragnarsson skrifar

Erum við ekkert að læra af reynslunni? Eigum við ekki endan­lega að jarða „þetta reddast“ hugarfar? Það er búið að vera dapurt að horfa upp á stjórnvöld reyna að fá okkur á band Icesave-samkomulags án þess að færa fyrir því almennileg rök.

Samþykkjum samningana

Guðrún Guðlaugsdóttir skrifar

Æskilegt væri að þingmenn hættu að hugsa um sjálfa sig og færu að hugsa fyrst og fremst um íslensku þjóðina sem heild og hagsmuni hennar. Ef Icesavesamningarnir verða felldir þá horfir verulega illa fyrir okkur. Hvernig sem þessu máli er snúið er illskásti kosturinn að samþykkja þessa samninga og hætta ekki á að þeir verði ógiltir með fyrirvörum.

Uppgjöf Fréttablaðsins

Ögmundur Jónasson skrifar

Dauft var yfir leiðarasíðu Fréttablaðsins á laugardag. Uppgjafartónn í leiðara, og litlu betri var Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, sem virðist helst sjá það aðfinnsluvert í íslenskum stjórnmálum að ríkisstjórnin skuli „sitja uppi“ með „andóf og tafleiki“ af hálfu nokkurra stjórnarþingmanna og ráðherra í Icesave-málinu. Þar er m.a. átt við undirritaðan.

Rangfærslur Sigrúnar Elsu

Í grein Sigrúnar Elsu Smáradóttur, borgarfulltrúa og stjórnarmanns í REI, í Fréttablaðinu miðvikudaginn 15. júlí sl. koma fram nokkur mikilvæg atriði sem fá ekki staðist eða eru beinlínis röng.

Heimilisbókhald Kárahnjúkavirkjunar

Skuldir vegna raforkuframleiðslu til stóriðju ná fljótlega tugum milljarða króna - nema það kraftaverk gerist að álverð tvöfaldist.

Svikin velferðarbrú

Vigdís hauksdóttir skrifar

Hin svokallaða velferðarstjórn undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur hefur nú tekið ákvörðun um að skerða grunnlífeyri eldri borgara og öryrkja sem hingað til hefur verið ósnertanlegur.

Myndatökur í dómsal

Í Danmörku og Noregi er lagt bann við því í lögum að taka myndir af sakborningi í dómhúsi og á leiðinni til og frá dómhúsi. Í lögum er jafnframt kveðið á um viðurlög ef brotið er gegn þessu banni og hefur fjölmiðlum verið gert að greiða sektir vegna slíkra brota. Rökin fyrir setningu framangreindra lagareglna í norrænum rétti eru þau að með myndbirtingum af sakborningi í dómhúsi og á leiðinni til og frá dómhúsi sé brotið gegn friðhelgi einkalífs viðkomandi sakbornings sem nýtur verndar stjórnarskrár og alþjóðlegra mannréttindasáttmála. Þessi rök eiga einnig við á Íslandi.

Þjóðin segi já eða nei

Farsæl leið úr Icesave-klemmunni er þjóðar­atkvæðagreiðsla. Ótækt er að ætla almenningi að axla fordæmalausar fjárskuldbindingar án þess hann fái nokkuð að segja um skilmálana. Illbrúanleg gjá virðist líka hafa myndast milli þeirra sem vilja ganga að skilmálum fyrirliggjandi samninga og hinna sem þykja þeir óaðgengilegir. Er þá ótalin sögufræg gjá milli þings og þjóðar. Þjóðaratkvæðagreiðsla er leið til að gera út um mál þegar ekki er hægt að komast að sameiginlegri niðurstöðu með öðrum hætti. Að slíkri sáttaleið er unnið á vefsíðunni www.kjosa.is.

Yfirfull fangelsi – hvað er til ráða?

Undanfarið hefur verið fjallað um þá staðreynd í fjölmiðlum að fangelsi landsins séu yfirfull. Það sé því ekki pláss til að taka við fleirum og á meðan lengist boðunarlistinn. Í Morgunblaðinu 27. júlí sl. var haft eftir Páli Winkel, forstjóra Fangelsismálastofnunar, að stofnunin sæktist ekki eftir því að taka í notkun bráðabirgðahúsnæði vegna þess að sýnt hafi verið fram á að það sé dýrara að breyta húsi í fangelsi heldur en að byggja fangelsi. Ekki er tilefni þessa bréfs að hafa skoðanir á því hvort það sé rétt eða rangt heldur frekar að benda ráðamönnum á ódýrari lausn, hvernig megi fækka á boðunarlista Fangelsismálastofnunar og einstaklingum í fangelsi í framtíðinni. Um leið mætti spara verulega í fangelsiskerfinu.

Í nýju og skapandi samhengi

Eitt megineinkenna nútímans er að heimurinn hefur skroppið saman, ferðatími milli landa hefur styst, samgangur þjóða á milli stóraukist og heimurinn þar með orðið einsleitari en áður var. Með stórauknum ferðalögum, stúdentaskiptum og ýmsu erlendu samstarfi ungs fólks síðustu áratugi eru utanlandsferðir nú ekki þau stórtíðindi fyrir það eins og þær voru fyrir okkur á sínum tíma. Fjarlægðirnar verða þannig að þeim finnst ekkert tiltökumál að skreppa til Spánar, Frakklands eða Þýskalands. Evrópa var ævintýraheimur fyrir okkur sem erum komin á miðjan aldur, en í þeirra huga hefst ævintýraheimurinn í raun ekki fyrr en Evrópu sleppir: Afríka, Suður-Ameríka, Kína …

Kertafleyting við Tjörnina

Í áratugi hafa friðarsinnar á Íslandi komið saman við Tjörnina í Reykjavík og fleytt kertum til að minnast fólksins sem varð fyrir kjarnorkusprengjunum sem var varpað á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki. Í ár mun baráttufólk og friðarsinnar enn einu sinni hittast til að minnast atburðarins og setja fram kröfuna um framtíð án kjarnorkuógnar, í Reykjavík, á Akureyri, í Vestmannaeyjum og á Egilsstöðum og e.t.v. víðar hér á landi.

Varúð vegna alvöru

Jón Sigurðsson skrifar

Alþingismenn hafa lögmætar ástæður til að efast um ýmis atriði í þeim samningi sem fyrir liggur um greiðslur vegna Icesave. Ábyrgir og þjóðhollir menn hljóta að vilja fara mörgum sinnum yfir röksemdir og öll atvik málsins áður en ákvörðun er tekin. Það er því eðlilegt að taka aukinn tíma til þessa mikilvæga máls á Alþingi. Og úrslitin eru alls ekki augljós.

Sjá næstu 50 greinar