Fleiri fréttir

Ekki drekkja þeim í andlausri setninga iðu

Ísak Rúnarsson og Rúnar Helgi Vignisson skrifar

Það er kvartað undan því víða í samfélaginu að fólk búi ekki yfir nægri færni í meðferð íslensks máls. Háskólakennarar fórna gjarnan höndum og sumir tala um að allir háskólanemar þurfi á ritunarkennslu að halda. Einnig þykir mörgum sem talsvert sé um ambögur í netmiðlum og þá ekki síður í ljósvakamiðlum. Sumum þykir jafnvel sem kennararnir sjálfir séu ekki nógu vel að sér og í skýrslu um íslenskukennslu í átta framhaldsskólum, sem menntamálaráðuneytið lét gera og birt var í fyrra, er vitnað í forráðamann sem hefur þetta eftir einum kennaranum: "Mér hlakkar svo til að kenna börnum ykkar íslensku í vetur.“

Forstjóri Húsasmiðjunnar leiðréttur

Baldur Björnsson skrifar

Óhjákvæmilegt er að benda á nokkur undanskot staðreynda í máli Sigurðar Arnar Sigurðssonar, forstjóra Húsasmiðjunnar, í viðtali við Markaðinn 11. apríl síðastliðinn.

Dómstólaleið: Til upprifjunar

Ögmundur Jónasson skrifar

Þessa dagana heyrist sagt að annað hvort hafi menn viljað samningaleið eða dómstólaleið í Icesave; verið samningamenn eða dómstólamenn! Og nú hafi þeir sem vildu dómstólaleiðina fengið sínu framgengt!

Seðlabankinn þarf að hækka vexti

Jón Steinsson skrifar

Verðbólga mælist nú 6,4%. Hún hefur hækkað úr tæpum 2% frá því í byrjun árs 2011. Verðbólguvæntingar sem lesa má út úr ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa eru um 5,5% og hafa ekki verið hærri síðan í lok árs 2008.

Betri nýting á regnvatni

Hrund Andradóttir skrifar

Þegar regn fellur til jarðar síast hluti þess niður í jarðveg og hluti rennur sem yfirborðsvatn í lækjum og ám. Ógegndræpir fletir í borgarumhverfinu, eins og þök, götur og gangstéttir, raska örlögum regnvatns með þeim hætti að mun hærra hlutfall rennur sem yfirborðsvatn heldur en síast í jörðina. Hefðbundin regnvatnsstjórnun safnar regnvatni í lagnakerfi. Í eldri hverfum Reykjavíkur er regnvatni blandað saman við skólp og hitaveituvatn, hreinsað og síðan veitt út í sjó. Aukið álag í asahláku og rigningu minnkar hreinsigetu slíkra skólpstöðva og í verstu tilfellum er óhreinsuðu vatni veitt út í sjó. Þessi hefðbundna söfnun og flutningur regnvatns getur haft slæm áhrif á vatnabúskap, m.a. lækkað grunnvatnsstöðu þannig að lækir, tjarnir og votlendi þorna upp.

Nýr Landspítali á efri lóð eða RISASPITAL á neðri?

Páll Torfi Önundarson skrifar

Helgi Már Halldórsson, arkitekt og forsvarsmaður ósamþykktrar deiliskipulagstillögu SPITAL hópsins fyrir nýjan Landspítala, gerir mig en ekki málefnið að umtalsefni í grein í Fréttablaðinu 21. apríl. Hann virðist telja að grein mín í Fréttablaðinu 19. apríl sl. hafi fjallað um hann sjálfan, samverkamenn sína og hugarfóstur þeirra. Ég verð að hryggja Helga með því að grein mín fjallaði ekki um hann eða deiliskipulagstillögu SPITAL. Þá kemur hvergi fram í grein minni að ég geri „skoðanir SPITAL hópsins í heild tortryggilegar“ eins og Helgi heldur fram. Ég segi ekki einu sinni að hugmynd SPITAL sé vond. Það er hugarburður hans sjálfs.

Þankagangsgildrur

Magnús Þ. Lúðvíksson skrifar

Flestir standa í þeirri trú um sjálfa sig að þeir séu rökvísir einstaklingar. Þeir taki ákvarðanir að vandlega íhuguðu máli og að teknu tilliti til mikilvægustu röksemda. Þá hafi ómerkileg, yfirborðskennd smáatriði ekki teljandi áhrif á ákvarðanatöku þeirra, hvað þá líðan. Því er verr að rannsóknir í atferlissálfræði síðustu áratugi hafa grafið allverulega undan þessari sjálfsmynd. Heilinn er magnað fyrirbæri og vissulega fær um djúpa, rökræna hugsun en hann reynist einnig vera viðkvæmur fyrir truflunum og gjarn á að falla í gildrur.

Ríkið fer „all in“

Magnús Halldórsson skrifar

Eitt af því sem olli miklum breytingum í íslenskum húsnæðislánamarkaði, sem að lokum kallaði fjárhagslegar hörmungar yfir tugþúsundir heimila, var of mikil skuldsetning við kaup eða byggingu fasteigna. Þannig hófu bankarnir árið 2004 að veita 100 prósent verðtryggð húsnæðislán, þrátt fyrir afar slæma verðbólgusögu íslenska hagkerfisins. Til þess að gera langa sögu stutta þá leiddu þessar lánveitingar marga í skuldafen sem erfitt er að komast upp úr.

Fædd lítil mús

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Um málareksturinn gegn Geir H. Haarde fyrir Landsdómi er óhætt að segja að fjallið hafi tekið jóðsótt og fæðzt lítil mús.

Hlauptu drengur, hlauptu!

Teitur Guðmundsson skrifar

Mér er minnisstæð þessi bók sem ég las sem unglingur eftir höfundana Nicky Cruz og James Buckingham þar sem fjallað er um sanna sögu af táningsstráknum Nicky á götum New York borgar sem snýr af glæpabraut og villum vegar til betra lífs. Titillinn er stílfærður og vísar í flótta viðkomandi frá átökum, eiturlyfjafíkn og volæði.

Jafnræði, atvinnufrelsi og nýliðun

Grétar Mar Jónsson skrifar

Mikil umræða er nú um frumvarp um fyrirhugaðar breytingar á fiskveiðistjórnarlögunum. Mitt mat er að það frumvarp sem nú liggur fyrir um breytingar á lögunum komi ekki til með að stuðla að jafnræði, atvinnufrelsi og nýliðun þegar kemur að nýtingu sjávarauðlindarinnar. Jafnræði, atvinnufrelsi og nýliðun getur ekki orðið þegar aðeins á að setja 5% af heildarkvóta á Íslandsmiðum - sem er ca. 400.000 þorskígildistonn - í potta.

Magnús lítilláti Scheving

Mikið óskaplega er Magnús Scheving lítillátur maður. Reyndar hefur hann verið afar iðinn við að færa heiminn í sanninn um að hann geti farið í flikk, flakk og heljarstökk en hann þegir yfir því sem allir myndu vilja monta sig af.

Grænn apríl, maí, júní, júlí...

Menn sem byggt hafa þau ríki jarðar sem kölluð eru þróuð síðustu áratugi hafa tekið margfalt meiri toll af gæðum jarðar en bæði forfeður þeirra og -mæður og íbúar annarra hluta jarðarinnar.

Barlómur RE

Formaður samtaka afskriftaframleiðenda segir að verði kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar að veruleika í núverandi mynd muni rigna blóði af himnum og engisprettufaraldur eyða landinu. Framkvæmdastjóri Aflandseyjavinnslunnar segir dökkar horfur framundan ef kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar verður samþykkt óbreytt; hann segist sjá dýr stíga upp af hafinu, það hafi tíu horn og sjö höfuð …

Fitnessþrælarnir

Atli Fannar Bjarkason skrifar

Tugir bronslitaðra, prótínþandra og kolvetnissveltra kroppa stigu á svið á dögunum og kepptu um Íslandsmeistaratitil í fitness. Þrátt fyrir ótvíræða líkamlega möguleika fólksins í ýmsum íþróttum, þá snerist þessi keppni um hver leit best út samkvæmt fyrirfram tilgreindum anatómískum stöðlum.

Meiri hagsmunir víkja fyrir minni

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Innanríkisráðherra hefur ákveðið að fallið skuli frá áætlunum um styttingu hringvegarins á Norðurlandi vestra og með því fallist á sjónarmið samtaka sveitarfélaga þar. Breytt lega hringvegarins hefði falið í sér að ekki væri farið í gegn um Blönduós og Varmahlíð.

Vandamál öryrkja á Norðurlöndum

Lilja Þorgeirsdóttir skrifar

Sífellt fleiri öryrkjar sem hafa búið í öðru norrænu ríki leita til ráðgjafa ÖBÍ vegna þess að þeir fá ekki örorkulífeyrisgreiðslur frá almannatryggingakerfinu frá því landi sem þeir bjuggu í. Meginástæðan er sú að mismunandi lög og reglur gilda í hverju landi og ólík túlkun og framkvæmd þeirra. Þá getur fólk verið með örorkumat í einu norrænu landi á sama tíma og það fær ekki mat í öðru. Mismunandi matsaðferðum er beitt og ekki er tekið tillit til örorkumats í öðrum löndum. Vandamálum hefur fjölgað á síðustu árum meðal annars vegna kreppunnar og breytts pólitísks landslags. Þeir sem fá ekki greiðslur erlendis frá eiga í erfiðleikum með að framfleyta sér hér á landi.

Sjómenn! Er ekki nóg komið?

Pálmi Gauti Hjörleifsson skrifar

Miðað við umræður undanfarið virðist sem allir séu orðnir sérfræðingar um sjávarútveg. Margir virðast sjá rómantík í því að fara út á trillu og sækja allan afla Íslendinga í sól og blíðu, syngjandi og trallandi. Allt á þetta rétt á sér, togarar, línuskip, uppsjávarskip, smábátar o.s.frv. og er fjölbreytnin án nokkurs vafa einn af kostum íslensks sjávarútvegs.

Framtíðin endar ekki eftir 30 ár

Helgi Már Halldórsson skrifar

Páll Torfi Önundarson læknir birtir enn á ný hugmyndir sínar og Magnúsar Skúlasonar arkitekts um stækkun Landspítala við Hringbraut í Fréttablaðinu 19. apríl 2012. Á fréttavefnum mbl.is var fjallað um þessar sömu hugmyndir 3. mars í ár og daginn eftir leitaði mbl.is álits undirritaðs á þeim. Nú bregður svo við að Páll Torfi gerir það álit, og reyndar skoðanir SPITAL hópsins í heild, tortryggilegar vegna „beinna fjárhagslegra hagsmuna af sinni tillögugerð“ og mögulegs „hagsmunaáreksturs“!

Nú ráða "kommúnistar“ of litlu!

Þorsteinn Pálsson skrifar

Sumarið 1982 létu þeir Albert Guðmundsson og Eggert Haukdal af stuðningi við ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens. Ástæðan var efnahagssamvinnusamningur við Sovétríkin sem þeir töldu sýna að "kommúnistar“ réðu of miklu í stjórninni. Röksemd þeirra naut öflugs stuðnings Morgunblaðsins.

Sagan í sorpinu

Sumarið er komið. Besti tími ársins er núna, áður en gróðurinn vex og kæfir allt fallega ruslið sem við, borgararnir í Reykjavík, höfum nostursamlega raðað í blómabeðin og undir runnana. Það er ekki auðvelt að raða rusli þannig að það líti út fyrir að því hafi verið fleygt tilviljanakennt og án umhugsunar, það vita þeir sem reynt hafa. Að staðsetja rétt rifinn plastpoka þannig á grein að hann teygi tætlur sínar til himins í ákveðinni vindátt, að krumpa kókglas saman svo ekki sé á allra færi að greina uppruna þess, að láta sælgætisbréf fölna passlega mikið í sólskininu til að varla sé hægt að gera sér ljóst hvað stóð einu sinni á þeim, hálfgleymd minning um unað í munni. Þetta er miklu meira en handahófskennt eða hugsunarlaust, þetta er útpæld aðferð til að setja mark á umhverfi sitt, til að láta vita af tilvist sinni. ÉG var hér og því til sönnunar skildi ÉG þessa drykkjarjógúrtdós eftir hér á grasinu.

Örvænting grískra foreldra

Ragnar Schram skrifar

Hvers vegna leita mörg hundruð foreldrar í ESB-ríki til SOS Barnaþorpanna og biðja í örvæntingu samtökin um að taka að sér börn sín vegna fátæktar? Og það á árunum 2011 og 2012!

Það stendur mikið til

Eins víst og að lóan kemur er listahátíðin List án landamæra á hverju vori. Listahátíð þessi hefur það að markmiði að brjóta niður múra á milli fólks og benda á tækifærin í samskiptum manna á milli í stað tálmana, margbreytileikann í stað einsleitni.

Sjóleiðin norður til Kína og umskipunarhöfn á Íslandi

Þór Jakobsson skrifar

Þegar línur þessar birtast lesendum verður kínverski forsætisráðherrann líklega kominn og farinn. En nú er boðuð heimsókn hans til Íslands, leiðtoga fjölmennasta ríkis veraldar. Koma hans er athyglisverður viðburður.

Lokun Laugavegar, loftlagsbreytingar og lifandi miðbær

Björn Jón Bragason, talsmaður hóps kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, ritaði grein í Fréttablaðið þann 28. mars síðastliðinn sem bar yfirskriftina Aðför borgaryfirvalda að Laugaveginum. Í greininni voru reifuð ýmis málefni sem beinast að fyrirhugaðri sumarlokun borgaryfirvalda á Laugaveginum fyrir bílaumferð. Meðal annars gagnrýnir Björn hækkun bílastæðagjalda í miðborginni og bendir á umræðu sem fram hefur farið í Bretlandi um að lækka bílastæðagjöld og fella niður gjaldskyldu við aðalverslunargötur landsins. Engin borgarheiti eru þó nefnd í því samhengi og leikur þeim er hér heldur á penna mikil forvitni á að vita hvaða framsýnu yfirvöld í Bretlandi hyggjast stuðla að aukinni umferð þar í landi. Björn leggur til að borgaryfirvöld í Reykjavík fylgi fordæmi ónefndra Breta og liðki fyrir akandi umferð í borginni með það að markmiði að tryggja lífsviðurværi hagsmunaaðila við Laugaveg.

Laugavegur - hvert skal stefnt?

Sitt sýnist hverjum þegar málefni Laugavegar bera á góma og um þessar mundir snýst umræðan hvað mest um hvort gera skuli götuna að göngugötu eða ekki.

Aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi

Fyrir nokkru sameinaðist allsherjar- og menntamálanefnd um flutning tillögu um aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Þar er lagt til að Alþingi álykti að fela innanríkisráðherra að undirbúa heildstæða aðgerðaráætlun gegn skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi í samvinnu við hlutaðeigandi ráðuneyti og stofnanir, auk allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Aðgerðaráætlunin liggi fyrir svo fljótt sem verða megi og eigi síðar en 1. október 2012.

Hvað er lífgas?

Lífgas, sem einnig er þekkt sem hauggas, er gas sem myndast þegar lífrænt efni brotnar niður við súrefnislausar aðstæður. Niðurbrotið er lífrænt ferli og á sér stað víðsvegar í náttúrunni, t.d. í setlögum vatna, vatnsósa jarðvegi (mýrum), við heitar uppsprettur á hafsbotni, í haughúsum o.fl. Lífgas er gasblanda sem samanstendur að mestu af lífmetani, 45-85%, og koltvíoxíði 14-45%. Hlutfall lífmetansins í lífgasinu er háð efnasamsetningu lífræna efnisins sem brotið er niður, en gróflega má segja að hlutfallið lækki með auknu magni vetniskolefna og aukist með auknu fituinnihaldi. Lífgasið inniheldur einnig aðrar gastegundir sem þarf að fjarlægja með hreinsun ef það á til að mynda að nota það á bílvélar. Eftir hreinsun lífgassins er algengt að hlutfall lífmetansins fari upp í 98% og þá er venjulega talað um lífmetan. Lífmetan er það metan sem selt er á farartæki hér á landi.

Tekjur af auðlindum

Oddný G. Harðardóttir skrifar

Fasteignaeigendur geta krafist tekna af eigum sínum jafnvel þó þeir feli öðrum að nýta þær. Þetta þykir öllum sjálfsagt og eðlilegt.

Danskan víkur

Það hefur lengi verið hluti norrænnar samvinnu að Skandinavar hafa þóst skilja tungumál hver annars. Líklegast hefur þetta þó minnkað undanfarin ár, nú skilja færri. Og færri þykjast skilja og þykjast tala önnur norræn mál. Fyrir vikið er enskan æ oftar notuð sem samskiptamál á Norðurlöndum. Þetta er ekki einsdæmi. Svipað virðist vera að gerast í Sviss.

Öfgar stela umræðu

Það er tískufyrirbrigði að tala niður kosti Íslands og láta líkt og hér sé vart búandi. En auðvitað er margt sem er eftirsóknarvert við Ísland. Hér er eitt besta velferðarkerfi í heimi, andrúmsloftið er hreint og öryggi meira en þekkist víðast hvar annars staðar. Hér ríkir mikið frjálslyndi, virðing fyrir mannréttindum og jafnrétti. Og hér eru auðvitað náttúruauðlindir á borð við fisk, orku og náttúru sem tryggja þjóðinni efnahagslega fótfestu.

Skóli fyrir atvinnulífið

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Samtök atvinnulífsins birtu í gær athyglisverðar tillögur undir yfirskriftinni "Uppfærum Ísland“. Þar er horft til þess hvernig hægt sé að skapa atvinnulífinu sem ákjósanlegust framtíðarskilyrði og rík áherzla lögð á samspil menntakerfisins og fyrirtækjareksturs í landinu.

Viðskiptabann og skemmdarverk

Gylfi Páll Hersir skrifar

Um fimmtíu ár eru síðan John F. Kennedy Bandaríkjaforseti setti allsherjar viðskiptabann á nýstofnað byltingarríkið á Kúbu, 3. febrúar 1962. Bannið var þáttur í stigvaxandi efnahagslegum refsiaðgerðum, en innrás árið áður hafði mistekist. Allar götur síðan hefur efnahagsstríð verið lykilatriði í tilraunum Bandaríkjastjórnar til að endurreisa kapítalisma á Kúbu.

Ofþolinmæði skuldara

Birgir Örn Guðjónsson skrifar

Mér finnst stundum eins og ég sé í hlutverki fábjánans í fáránleikhúsi þjóðfélagsins í dag. Ég er einhver nöldrandi fýlupúki sem getur ekki séð að allt er á blússandi uppleið. Hagstofan staðfesti þetta meira að segja um daginn þegar hún sagði m.a að kaupmátturinn hjá mér væri svipaður og árið 2004. Það hlýtur því að vera tóm ímyndun að launin mín dugi ekki út mánuðinn og að ég sé tæknilega gjaldþrota út af verðtryggðu húsnæðisláni sem ég tók vegna íbúðarinnar minnar árið 2006. Ég hlýt að vera sá eini sem er í þessari stöðu. Eða hvað?

Vörugjöld eru fortíðardraugur

Margrét Kristmannsdóttir og Andrés Magnússon skrifar

SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu hafði frumkvæði að því á síðasta ári að hafin yrði vinna við greiningu vörugjaldskerfisins, en vinna þessi fór fram í náinni samvinnu við fjármálaráðuneytið. Tilgangur greiningarinnar var að varpa ljósi á umfang vörugjalda og þeim áhrifum sem þau hafa á kauphegðun neytenda. Afrakstur þeirrar vinnu kom svo út í skýrslu sem SVÞ gaf út nýlega sem ber yfirskriftina "Vörugjaldskerfið á Íslandi“.

Franska kosningavorið – fernar kosningar um forseta og þingmeirihluta

Torfi. H. Tulinius skrifar

22. apríl og 6. maí kjósa Frakkar forseta. Mánuði síðar, 10. og 17. júní, greiða þeir atkvæði um nýtt löggjafarþing. Það er ekki venja að kjósa í tveimur umferðum í þeim löndum sem eru næst okkur og ekki heldur að hafa þingkosningar í beinu framhaldi af forsetakosningum. Hér birtist sérstaða franskrar stjórnskipunar þar sem forseti lýðveldisins hefur beina aðild að stjórn landsins hafi hann til þess þingmeirihluta, en fer með utanríkis- og varnarmál hvort sem hann hefur meirihluta á þingi eður ei. Í þingkosningunum er landinu skipt í einmenningskjördæmi og því þarf að kjósa aftur á milli þeirra tveggja sem hæstir eru í fyrri umferð í þeirri seinni. Sama gildir um forsetaembættið enda þykir ekki forsvaranlegt að sá sem situr í svo valdamiklu embætti hafi á bak við sig minna en helming atkvæða landsmanna.

Hófleg og hentug viðbygging við Landspítala

Páll Torfi Önundarson skrifar

Undanfarnar vikur og mánuði hafa með reglulegu bili birst greinar starfsmanna og stjórnenda Landspítala um nauðsyn stækkunar spítalans strax skv. uppdrætti Spital arkitekta. Í greinum þessum eru allir sammála um nauðsyn framkvæmdarinnar. Svo er einnig með höfund þessarar greinar.

Bólguseðill

Hannes Pétursson skrifar

Orðið dýrtíð klingdi seint og snemma við eyrum okkar sem munum aftur til miðrar aldarinnar sem leið, dýrtíð og samsetningar eins og dýrtíðarvandi og dýrtíðarráðstafanir. Hetjur strituðu við dýrtíðina eins og Sisýfos við bjargið í goðsögunni, en ekki til neins, allt var það ónýtt erfiði. Dýrtíðin át í sig innmatinn úr krónunni jafnt og þétt.

Nýtt upphaf – virkilega?

Jónas Jónasson skrifar

Um þessar mundir keppast mörg hrunfyrirtækin við að skapa sér nýja fortíð. Bankarnir og tryggingafélögin auglýsa eins og hrunið hafi aldrei átt sér stað. Meira að segja olíufélögin eru „saklaus”. Þetta minnir á bíl sem kemur af réttingaverkstæði eftir að hafa verið keyrður í klessu. En tjónabíll verður alltaf tjónabíll þó hann fái nýtt lakk.

Við þurfum menntun sem hentar 21. öldinni

Ísak Rúnarsson skrifar

Á löngum skóladögum undanfarin ár hef ég hugleitt hvað ég sé eiginlega að gera í skóla. Ég hef íhugað að hætta; íslenskutímar eru andlausir, samt hef ég gaman af bókmenntum; raungreinatímar eru vélrænir, samt finnst mér gaman að vita meira um verkan hluta í heiminum; erlend tungumál staglið uppmálað, samt finnst mér fátt skemmtilegra en að tala við útlendinga. Ég er heldur ekki sá eini sem líður svona því rannsóknir sýna að árið 2010 fannst um 30% drengja og 17% stúlkna leiðinlegt í skólanum. Ég tel að það hafi minna með nemendurna að gera en skólakerfið. Til þess að menntun geti skilað þeim árangri sem til er ætlast verður að mínu mati að beita nýrri aðferða- og hugmyndafræði.

Tölum um það sem skiptir máli

Pétur Jakob Pétursson skrifar

Mig langaði að skrifa grein fyrir okkar ágætu alþingismenn og ríkisstarfsmenn. Mig langaði að benda á nokkur atriði sem því miður hafa ekki fengið nægilega mikið vægi í almennri umræðu. Nú hafa rúm 5.480 manns flutt af landi brott umfram það fólk sem flutt hefur til Íslands frá árinu 2009 eða síðan þessi ríkisstjórn tók við. Þetta hefur fengið umfjöllun en ekki sá mikli auður sem fer með þessum einstaklingum. Nefnilega verðmætin sem þessir einstaklingar skapa og ævitekjur þessa fólks. Ef við einföldum málið í litlu reiknisdæmi og miðum við meðalheildarlaun fólks árið 2009 samkvæmt Hagstofunni.

Eftirlitið upp á borðið

Brynhildur Pétursdóttir skrifar

Ferðalangar í Danmörku hafa ef til vill tekið eftir því að úttektir heilbrigðisfulltrúa hanga til sýnis á veitingastöðum og kaffihúsum. Danir telja nefnilega að niðurstöður eftirlitsaðila séu ekki einkamál seljenda og eftirlitsins og Neytendasamtökin eru á sömu skoðun. Leiða má líkur að því að opinbert og gagnsætt eftirlit auki traust og tiltrú neytenda á eftirlitskerfinu auk þess sem það veitir fyrirtækjunum mikilvægt aðhald. Samtökin hafa því ítrekað sent erindi á stjórnvöld og krafist þess að svokallað broskarlakerfi verði tekið upp hér á landi.

Sjá næstu 50 greinar