Aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi 20. apríl 2012 09:30 Fyrir nokkru sameinaðist allsherjar- og menntamálanefnd um flutning tillögu um aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Þar er lagt til að Alþingi álykti að fela innanríkisráðherra að undirbúa heildstæða aðgerðaráætlun gegn skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi í samvinnu við hlutaðeigandi ráðuneyti og stofnanir, auk allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Aðgerðaráætlunin liggi fyrir svo fljótt sem verða megi og eigi síðar en 1. október 2012. Jafnframt ályktar Alþingi að fela fjármálaráðherra að tryggja að í frumvarpi til fjáraukalaga yfirstandandi árs verði gert ráð fyrir 50 millj. kr. fjárveitingu til starfa rannsóknar- og aðgerðarteymis lögreglu gegn skipulagðri glæpastarfsemi sem hafi samvinnu við lögreglulið um allt land. Strengir stilltir samanÍ greinargerð með tillögunni segir að skipulögð brotastarfsemi hafi aukist á Íslandi á síðustu árum og færst hefur í vöxt að hérlendir glæpahópar séu í tengslum við alþjóðleg glæpasamtök sem stunda skipulagða brotastarfsemi víða um heim. Grípa þarf til fjölþættra aðgerða til að vinna gegn þessari starfsemi sem grefur hratt undan samfélagsgrunninum verði ekki ráðist í samhent átak stjórnvalda, Alþingis og lögreglunnar. Innanríkisráðherra hefur í vetur beitt sér mjög fyrir slíku samstarfi. Hann hefur af miklum skörungsskap stillt saman strengi og markmið og mun árangurinn af því án efa verða góður. Er tillaga okkar í allsherjar- og menntamálanefnd hluti af þessu góða og þétta samstarfi ráðuneytis og þingnefndar. Að auki er í vinnslu í nefndinni frumvarp innanríkisráðherra um auknar heimildir til handa lögreglu til forvirkra aðgerða. Þar er rökrætt um hve langt þurfi að ganga og hve umfangsmiklar heimildir lögregla þurfi til að ná markmiðum sínum. Trúi ég að því máli verði lent í málefnalegri sátt og er það í forgangi hjá nefndinni að ljúka vinnslu þess máls. Útbreiðslu skipulagrar glæpastarfsemi þarf að taka af mjög alvarlega og af fullri hörku. Bæði hvað varðar aukin úrræði og fjárveitingar til þess að löggæslan nái að vinna hratt og kerfisbundið gegn þessum vágesti. Margvíslegir glæpirSkipulögð brotasamtök stunda margvíslega glæpi. Hér á landi hafa þau einkum verið tengd við stórtæk fíkniefnabrot, gróft ofbeldi, fjárkúganir, hótanir, frelsissviptingar, bótasvik, vopnalagabrot og svokallaða handrukkun. Auk þess sem vaxandi vísbendingar eru um að brotasamtök hafi aðkomu að mansali og vændi. Í byrjum mars 2011 samþykkti ríkisstjórnin tillögu innanríkisráðherra um að veita 47 millj. kr. til tólf mánaða í átaksverkefni lögreglu til að vinna gegn skipulagðri brotastarfsemi á Íslandi. Sú fjárhæð kom til endurgreiðslu með samþykkt Alþingis á fjáraukalögum ársins 2011. Í framhaldinu var stofnað sérstakt rannsóknarteymi ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og lögreglustjórans á Suðurnesjum. Því var gert að kortleggja brotasamtökin með sérstakri áherslu á starfsemi mótorhjólagengja. Var það gert vegna alþjóðlegra tenginga tveggja slíkra hópa. Hópurinn hefur unnið í nánu samstarfi við stofnanir innan lands, m.a. embætti tollstjóra, en einnig við löggæsluyfirvöld í öðrum ríkjum, einkum annars staðar á Norðurlöndum og við Europol. Verulegur árangurFjórir rannsóknarlögreglumenn hafa alfarið helgað sig þessu verkefni og hefur afraksturinn verið meiri en vonir stóðu til. Almenn þekking á skipulagðri brotastarfsemi hefur aukist og færni lögreglu og annarra yfirvalda til að glíma við þessa hópa er umtalsvert meiri en fyrir ári. Þannig hefur verið spornað við útbreiðslu glæpanna hér á landi. Erlendum forsprökkum hefur verið vísað frá á landamærum, lögregla hefur lagt hald á umtalsvert magn fíkniefna og dregið hefur verið úr bótasvikum. Verulegur árangur hefur þegar náðst. Það er sannfæring mín að með samhæfðum viðbrögðum íslenskrar stjórnsýslu, Alþingis, lögreglu og annarra stofnana og samfélagsins í heild sé hægt að stemma stigu við skipulagðri brotastarfsemi og vernda þannig íslenskt samfélag. Það er markmið okkar með auknu samstarfi og tilgangur tillögunnar. Hef ég lagt til við forseta Alþingis að hún komist á dagskrá sem fyrst þannig að þingi gefist kostur á að afgreiða hana fyrir þinglok í vor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru sameinaðist allsherjar- og menntamálanefnd um flutning tillögu um aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Þar er lagt til að Alþingi álykti að fela innanríkisráðherra að undirbúa heildstæða aðgerðaráætlun gegn skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi í samvinnu við hlutaðeigandi ráðuneyti og stofnanir, auk allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Aðgerðaráætlunin liggi fyrir svo fljótt sem verða megi og eigi síðar en 1. október 2012. Jafnframt ályktar Alþingi að fela fjármálaráðherra að tryggja að í frumvarpi til fjáraukalaga yfirstandandi árs verði gert ráð fyrir 50 millj. kr. fjárveitingu til starfa rannsóknar- og aðgerðarteymis lögreglu gegn skipulagðri glæpastarfsemi sem hafi samvinnu við lögreglulið um allt land. Strengir stilltir samanÍ greinargerð með tillögunni segir að skipulögð brotastarfsemi hafi aukist á Íslandi á síðustu árum og færst hefur í vöxt að hérlendir glæpahópar séu í tengslum við alþjóðleg glæpasamtök sem stunda skipulagða brotastarfsemi víða um heim. Grípa þarf til fjölþættra aðgerða til að vinna gegn þessari starfsemi sem grefur hratt undan samfélagsgrunninum verði ekki ráðist í samhent átak stjórnvalda, Alþingis og lögreglunnar. Innanríkisráðherra hefur í vetur beitt sér mjög fyrir slíku samstarfi. Hann hefur af miklum skörungsskap stillt saman strengi og markmið og mun árangurinn af því án efa verða góður. Er tillaga okkar í allsherjar- og menntamálanefnd hluti af þessu góða og þétta samstarfi ráðuneytis og þingnefndar. Að auki er í vinnslu í nefndinni frumvarp innanríkisráðherra um auknar heimildir til handa lögreglu til forvirkra aðgerða. Þar er rökrætt um hve langt þurfi að ganga og hve umfangsmiklar heimildir lögregla þurfi til að ná markmiðum sínum. Trúi ég að því máli verði lent í málefnalegri sátt og er það í forgangi hjá nefndinni að ljúka vinnslu þess máls. Útbreiðslu skipulagrar glæpastarfsemi þarf að taka af mjög alvarlega og af fullri hörku. Bæði hvað varðar aukin úrræði og fjárveitingar til þess að löggæslan nái að vinna hratt og kerfisbundið gegn þessum vágesti. Margvíslegir glæpirSkipulögð brotasamtök stunda margvíslega glæpi. Hér á landi hafa þau einkum verið tengd við stórtæk fíkniefnabrot, gróft ofbeldi, fjárkúganir, hótanir, frelsissviptingar, bótasvik, vopnalagabrot og svokallaða handrukkun. Auk þess sem vaxandi vísbendingar eru um að brotasamtök hafi aðkomu að mansali og vændi. Í byrjum mars 2011 samþykkti ríkisstjórnin tillögu innanríkisráðherra um að veita 47 millj. kr. til tólf mánaða í átaksverkefni lögreglu til að vinna gegn skipulagðri brotastarfsemi á Íslandi. Sú fjárhæð kom til endurgreiðslu með samþykkt Alþingis á fjáraukalögum ársins 2011. Í framhaldinu var stofnað sérstakt rannsóknarteymi ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og lögreglustjórans á Suðurnesjum. Því var gert að kortleggja brotasamtökin með sérstakri áherslu á starfsemi mótorhjólagengja. Var það gert vegna alþjóðlegra tenginga tveggja slíkra hópa. Hópurinn hefur unnið í nánu samstarfi við stofnanir innan lands, m.a. embætti tollstjóra, en einnig við löggæsluyfirvöld í öðrum ríkjum, einkum annars staðar á Norðurlöndum og við Europol. Verulegur árangurFjórir rannsóknarlögreglumenn hafa alfarið helgað sig þessu verkefni og hefur afraksturinn verið meiri en vonir stóðu til. Almenn þekking á skipulagðri brotastarfsemi hefur aukist og færni lögreglu og annarra yfirvalda til að glíma við þessa hópa er umtalsvert meiri en fyrir ári. Þannig hefur verið spornað við útbreiðslu glæpanna hér á landi. Erlendum forsprökkum hefur verið vísað frá á landamærum, lögregla hefur lagt hald á umtalsvert magn fíkniefna og dregið hefur verið úr bótasvikum. Verulegur árangur hefur þegar náðst. Það er sannfæring mín að með samhæfðum viðbrögðum íslenskrar stjórnsýslu, Alþingis, lögreglu og annarra stofnana og samfélagsins í heild sé hægt að stemma stigu við skipulagðri brotastarfsemi og vernda þannig íslenskt samfélag. Það er markmið okkar með auknu samstarfi og tilgangur tillögunnar. Hef ég lagt til við forseta Alþingis að hún komist á dagskrá sem fyrst þannig að þingi gefist kostur á að afgreiða hana fyrir þinglok í vor.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun