Fitnessþrælarnir Atli Fannar Bjarkason skrifar 21. apríl 2012 11:00 Tugir bronslitaðra, prótínþandra og kolvetnissveltra kroppa stigu á svið á dögunum og kepptu um Íslandsmeistaratitil í fitness. Þrátt fyrir ótvíræða líkamlega möguleika fólksins í ýmsum íþróttum, þá snerist þessi keppni um hver leit best út samkvæmt fyrirfram tilgreindum anatómískum stöðlum. Eðlilega koma slíkar keppnir fólki spánskt fyrir sjónir. Sumir líta á keppendurna sem einhvers konar viðundur á meðan aðrir hafa áhyggjur af ofþjálfun keppenda, enda sé hún slík að konur hafi hætt að fara á túr í miðjum undirbúningi fyrir keppni. Það er rosalega auðvelt að finna eitthvað óeðlilegt við keppni í fitness. Sérstaklega fyrir þá sem nota ekki efni úr brúsa til að breyta húðlit sínum. Það breytir því samt ekki að ofþjálfunarrökin eru þau lélegustu sem hægt er að finna gegn keppninni. Allt afreksíþróttafólk sem tekur sig alvarlega reynir á þolmörk líkama síns til að ná besta mögulega árangrinum. Það skal enginn segja mér að mannslíkaminn fagni æfingum fyrir maraþonhlaup eða að það sé eðlilegt að spila meira en hundrað leiki á tímabili, eins og þeir sem leika til úrslita í NBA. Afreksíþróttir eru ekki stundaðar af bláeygu hugsjónafólki með ungmennafélagsanda í brjósti. Þetta fólk er ekki í þessu til að vera með. Fitness liggur hins vegar betur við höggi en aðrar íþróttir vegna þess að árangurinn er fagurfræðilegur. Engu máli skiptir hversu þungum hlutum keppendur geta lyft eða hversu mörg mörk þeir skora – sigurvegarinn þarf að vera skorinn, bronslitaður og eiga efnislítil, pallíettuskreytt baðföt sem sækja áhrif í tískustrauma níunda áratugarins. Eins og margir þá skil ég ekki hvað rekur fólk hálfnakið upp á svið að spenna gluteus maximus og biceps brachii. Ég skil ekki einu sinni þessi orð sem ég var að skrifa. En þrátt fyrir skilningsleysi, skort á smekk og jafn vel smá fordóma, þá trúi ég ekki að fitnessfólkið sé hópur af þrælum, sem grimmir einkaþjálfarar skikka til að æfa tvisvar á dag og sneiða hjá öllu sem er gott á bragðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun
Tugir bronslitaðra, prótínþandra og kolvetnissveltra kroppa stigu á svið á dögunum og kepptu um Íslandsmeistaratitil í fitness. Þrátt fyrir ótvíræða líkamlega möguleika fólksins í ýmsum íþróttum, þá snerist þessi keppni um hver leit best út samkvæmt fyrirfram tilgreindum anatómískum stöðlum. Eðlilega koma slíkar keppnir fólki spánskt fyrir sjónir. Sumir líta á keppendurna sem einhvers konar viðundur á meðan aðrir hafa áhyggjur af ofþjálfun keppenda, enda sé hún slík að konur hafi hætt að fara á túr í miðjum undirbúningi fyrir keppni. Það er rosalega auðvelt að finna eitthvað óeðlilegt við keppni í fitness. Sérstaklega fyrir þá sem nota ekki efni úr brúsa til að breyta húðlit sínum. Það breytir því samt ekki að ofþjálfunarrökin eru þau lélegustu sem hægt er að finna gegn keppninni. Allt afreksíþróttafólk sem tekur sig alvarlega reynir á þolmörk líkama síns til að ná besta mögulega árangrinum. Það skal enginn segja mér að mannslíkaminn fagni æfingum fyrir maraþonhlaup eða að það sé eðlilegt að spila meira en hundrað leiki á tímabili, eins og þeir sem leika til úrslita í NBA. Afreksíþróttir eru ekki stundaðar af bláeygu hugsjónafólki með ungmennafélagsanda í brjósti. Þetta fólk er ekki í þessu til að vera með. Fitness liggur hins vegar betur við höggi en aðrar íþróttir vegna þess að árangurinn er fagurfræðilegur. Engu máli skiptir hversu þungum hlutum keppendur geta lyft eða hversu mörg mörk þeir skora – sigurvegarinn þarf að vera skorinn, bronslitaður og eiga efnislítil, pallíettuskreytt baðföt sem sækja áhrif í tískustrauma níunda áratugarins. Eins og margir þá skil ég ekki hvað rekur fólk hálfnakið upp á svið að spenna gluteus maximus og biceps brachii. Ég skil ekki einu sinni þessi orð sem ég var að skrifa. En þrátt fyrir skilningsleysi, skort á smekk og jafn vel smá fordóma, þá trúi ég ekki að fitnessfólkið sé hópur af þrælum, sem grimmir einkaþjálfarar skikka til að æfa tvisvar á dag og sneiða hjá öllu sem er gott á bragðið.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun