Fleiri fréttir

Skiptir um lífsstíl og stefnir á víkingaform

„Næstu mánuðir verða teknir í líkamsræktarstöðinni,“ segir leikarinn Damon Younger sem stefnir á að taka upp heilbrigðari lífsstíl til að koma sér í form fyrir tökur á fransk-íslenskri stuttmynd.

Fóru saman á stefnumót

Söngkonan Katy Perry og söngvarinn John Mayer sáust saman í annað sinn á fimmtudagskvöldið. Parið sást fyrst haldast í hendur á veitingastaðnum Soho House í Hollywood í lok júlí.

Dreymir um þriðju myndina um Stellu

„Í alvöru?“ spyr Edda Björgvinsdóttir leikkona þegar henni er tjáð að fjórðungur þjóðarinnar hafi horft á hana fara á kostum í gamanmyndinni Stellu í orlofi sunnudaginn 29. júlí á RÚV samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent Gallup. Kvikmyndin er frá árinu 1986 og er óhætt að segja að hún eigi sérstakan stað í hjörtum landsmanna.

Aldrei lognmolla í Twilight-heimi

Nú hefur öllu starfsfólki fjórðu Twilight-myndarinnar, Breaking Dawn, verið bannað að tjá sig svo mikið sem með einu orði um framhjáhald Kristen Stewart. Bannið var sett á í kjölfar afar saklausra ummæla leikkonunnar Christian Serratos þar sem hún sagðist í viðtali ekki hafa áhyggjur af því að framhjáhaldið myndi hafa áhrif á miðasölu myndarinnar, sem kemur út í nóvember. Christian þessi leikur vinkonu Bellu, Angelu Weber, í myndunum.

Kjarni innsetningar fangaður í bókverki

Útgáfu bókverksins Path – Journey to the Centre var fagnað í Bókaútgáfunni Crymogeu í vikunni, en bókin er samstarfsverkefni myndlistarkonunnar Elínar Hansdóttur og bandaríska rithöfundarins Rebeccu Solnit. Upphaf samstarfsins má rekja til þess þegar Rebecca var stödd hér á landi árið 2009 og sá og heillaðist af samnefndu verki Elínar í Listasafni Íslands. „Við Rebecca hittumst fyrir tilviljun hér á Íslandi það ár. Hún lýsti yfir áhuga á að skrifa um sína reynslu af verkinu og við ákváðum að gefa út lítið bókverk í kjölfarið," segir Elín, sem stödd er hér á landi til að fagna útgáfu bókarinnar, en hún hefur verið búsett í Berlín í nær áratug.

Átta önnur fræg framhjáhöld

Tímaritið US Weekly ljóstraði upp um framhjáhald Kristen Stewart og leikstjórans Ruperts Sanders í síðustu viku. Fréttirnar komu mörgum í opna skjöldu enda var Stewart í sambandi með Robert Pattinson og Sanders kvæntur og tveggja barna faðir. Fleiri Hollywood-stjörnur hafa þó orðið fyrir því að misstíga sig svo opinberlega og í kjölfarið orðið fyrir álitshnekki. Við tókum saman átta önnur fræg framhjáhöld sem hægt er að skoða með því að smella á myndina og fletta myndasafninu.

Rokkhátíð á Dillon um helgina

Rokk Festival veitingahússins Dillon verður haldið eins og undanfarin ár um verslunarmannahelgina. Um er að ræða sjöundu útihátíð veitingahússins og má segja að tónlistarsenan sé með flottara móti þetta árið eins og segir í tilkynningu staðarins...

Grasrótarvettvangur íslenskra kvikmynda

Hinir árlegu Stuttmyndadagar í Reykjavík fara fram í Bíó Paradís dagana 3.-4. september næstkomandi. Stuttmyndadagar hafa verið grasrótarvettvangur íslenskra kvikmynda allt frá 1991. Þar hafa fjölmargir kvikmyndagerðarmenn, sem síðar hafa getið sér gott orð, stigið sín fyrstu spor. Keppt er um bestu stuttmyndirnar og verða veitt 100, 75 og 50 þúsund krónur fyrir fyrsta, annað og þriðja sætið. Einnig verða veitt áhorfendaverðlaun og mun Sjónvarpið sýna verðlaunamyndirnar. Þá verður leikstjóra þeirrar myndar sem hlýtur fyrsta sætið boðið á Kvikmyndahátíðina í Cannes að ári þar sem myndin tekur þátt í hinu svokallaða Short Film Corner.

Dorrit klæddist skrautbúningi frá 1938

Dorrit Moussaieff forsetafrú var að vanda glæsileg þegar eiginmaður hennar, Ólafur Ragnar Grímsson, var settur í embætti forseta í fimmta sinn á miðvikudaginn

Fylgir Madonnu hvert fótspor

Madonna, 53 ára, var mynduð ásamt unnusta sínum, dansaranum Brahim Zaibat, 24 ára, í Vínarborg í fyrradag...

Draggkeppni á glæsilegasta sviði landsins

„Það er varla hægt að gera dagskránna veigameiri en síðustu ár því hún er alltaf svo flott. En þetta verður dúndur glamúr og skemmtun í glæsilegasta sal landsins,“ segir listamaðurinn Georg Erlingsson Merritt um Draggkeppni Íslands sem haldin verður í fimmtánda sinn næsta miðvikudag.

Simmi og Jói standa vaktina í Eyjum

Athafnamennirnir Simmi og Jói ætla að halda til í Vestmannaeyjum um helgina þar sem þeir munu grilla FABRIKKUHAMBORGARA ofan í svanga þjóðhátíðargesti.

Til að forðast þynnku og viðbjóð

"Til þess að forðast þynnku og viðbjóð mæli ég með því að fólk reyni að borða næringaríkan mat og sleppi því að blanda drykkina með sykurleðju. Hollt "snakk" og drykkir er eitthvað sem fólk ætti að taka með sér í ferðalagið...

700 myndir borist á RIFF

Fleiri en 700 myndir hafa borist á alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík sem hefst í lok september.

Vala Matt fagnar útkomu sælkerabókar

Vala Matt hélt upp á útkomu stórglæsilegrar sælkerabókar á veitingastaðnum RUB23 í Reykjavík á dögunum en verkefnið hefur átt hug og hjarta Völu undanfarna mánuði.

Björk vinnur með Attenborough

Björk Guðmundsdóttir hefur hafið samstarf við náttúrulífsmyndafrömuðinn David Attenborough um gerð heimildarmynda um sögu tónlistar. Þættirnir munu bera nafnið Eðli tónlistar (e. The Nature of Music) og verða sýndir á Channel 4 í Bretlandi, að því er fram kemur á vef breska blaðsins Guardian.

Stuðmenn rifja upp bransasögur

Hinir einu sönnu Stuðmenn, hljómsveit allra landsmanna, prýða forsíðu Lífsins, fylgiblað Fréttablaðsins, á morgun föstudag og er það svo sannarlega vel við hæfi um verslunarmannahelgina. Hljómsveitin hefur staðið oftar á sviði þessa helgi en nokkur önnur hljómsveit. Hún stóð um árabil fyrir risavöxnum útihátíðum, í Atlavík, Húnaveri, Húsafelli og víðar, að ekki sé talað um margar þjóðhátíðir í Vestmannaeyjum þar sem stór hluti kvikmyndarinnar Með allt á hreinu var kvikmyndaður. Stuðmenn rifja upp óborganlegar bransasögur sem þeir hafa upplifað saman í gegnum tíðina í Lífinu á morgun.

Það bókstaflega sýður á eiginkonunni

Heimur leikkonunnar Liberty Ross, 33 ára, hrundi þegar hún komst að því að eiginmaður hennar, leikstjórinn Rupert Sanders, 41 árs, hélt við ungu leikkonuna Kristen Stewart, 23 ára...

Sjáðu Páll Óskar hefur ekkert breyst

„Fann kassa með gömlu dóti. Þar var ÞETTA. Palli passi 1989. Ég er nú bara hoppandi hress með hve lítið hefur breyst, jú nema rithöndin mín og hárið. Hlakka til að sjá ykkur öll á Sjallanum Akureyri og á Þjóðhátíð næstu helgi, með 2012 lúkkið á hreinu. Stuð og ást, PALLI xox," skrifar Páll Óskar Hjálmtýsson á Facebooksíðuna sína og póstar mynd af gamla vegabréfinu sínu...

Dekruð á afmælisdaginn

Sigurbjörg Gunnarsdóttir forstöðumaður Krossins á afmæli í dag. Lífið óskaði henni til hamingju með daginn og forvitnaðist hvernig hún ætlar að eyða deginum...

Ekki sjón að sjá Brad

Á meðfylgjandi myndum má sjá leikarann Brad Pitt með glóðurauga á vinstra auga...

Beckham besti vinur aðal

David Beckham, 37 ára, lítur ágætlega út á forsíðu breska Esquire tímaritsins eins og sjá má í meðfylgjandi myndasafni. Þá má einnig skoða nýjar myndir af fótboltastjörnunni með Vilhjálmi Bretaprins og sonum sínum á fótboltaleik...

Kim Kardashian í dekri

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var mynduð í bak og fyrir er hún skrapp í dekur á dögunum.

Innipúkinn tíu ára

Árið 2002 varð bylting í reykvísku skemmtanalífi. Allar verslunarmannahelgar árin á undan hafði bærinn verið nær tómur af fólki, skemmtanalífið var frekar máttlaust fyrir þær örfáu hræður sem ekki fannst kræsilegt að velkjast um í tjaldi þessa helgi og því ákváðu Hljómsveit Dr. Gunna og hljómsveitin Rúnk að efna til skemmtidagskrár í Iðnó undir nafninu Innipúkinn.

Gylfi í New York Times

Vegleg umfjöllun um knattspyrnukappann Gylfa Sigurðsson birtist á vef dagblaðsins New York Times í gær. Tilefnið er ferð Tottenham til New York þar sem liðið lék æfingaleik á móti Red Bulls og lét mæla sig út fyrir tölvuleikinn FIFA 13, sem kemur út síðar í ár. Gylfi skoraði glæsilegt mark í leiknum og er því lýst í smáatriðum í greininni. Blaðamaður Times fer fögrum orðum um Gylfa ásamt því að velta fyrir sér hvernig jafnlítil þjóð geti átt svo marga afreksmenn í fótbolta, þrátt fyrir að hafa aldrei komist á stórmót.

Vinsæl leikkona

Leikkonan Emma Stone fer með hlutverk í næstu kvikmynd leikstjórans Cameron Crowe. Stone er önnum kafin um þessar mundir og mun leika í kvikmynd Crowe áður en hún fer í tökur á framhaldsmynd The Amazing Spiderman.

Taubleiuheimurinn er frumskógur

Taubleiur eru lífsstíll ef marka má þann mikla fjölda vefsíðna sem tileinkaður er vörunni. Soffía Ösp Bæringsdóttir segir taubleiuheiminn vera frumskóg fyrir þá sem ekki þekkja til.

Stjörnum prýddur hópur tæklar Íslendingasögurnar

Vesturport vinnur að þáttaröðinni Ferðalok sem fjallar um Íslendingasögurnar og áhrif þeirra. Rakel Garðarsdóttir framleiðandi segir verkefnið viðamikið.„Við munum fara erlendis og taka viðtöl við leikstjóra, leikara, rithöfunda og allskyns stórstjörnur sem hafa sótt innblástur í Íslendingasögurnar,“ segir hún án þess að gefa upp um hvaða stórstjörnur ræðir. „Flestir hafa verið til í þetta sem er skemmtilegt því þá fattar maður hvað sögurnar eru stórt dæmi. Við verðum samt líka með innlendar stjörnur og fræðimenn.”

Stelpurnar spenntar fyrir drulluboltanum

„Það er metskráning á mótið í ár og gríðarleg fjölgun á kvennaliðum,“ segir Jón Páll Hreinsson, gjaldkeri Mýrarboltafélags Íslands.

Risavaxin flaska á ferð um landið

Í sumar hefur ferðafólk gengið fram á risaflösku af Appelsín á ólíklegustu stöðum á landinu. Þegar betur er að gáð kemur svo í ljós hleri á flöskunni og er hún jafnan full af ísköldu gosi til að svala þorsta ferðafólksins. Flöskunni hefur þá verið komið fyrir á útivistarsvæðum, í grennd við fjölfarnar náttúruperlur eða áningarstaði ferðafólks, jafnvel uppi á sjálfri Esjunni.

Statham og Franco leika saman

Jason Statham og James Franco munu að öllum líkindum leiða saman hesta sína í kvikmyndinni Homefront sem byggð er á handriti Sylvester Stallone.

Sótti innblásturinn til vinapara sinna

Leikkonan Rashida Jones skrifar handritið og fer með annað aðalhlutverkið í rómantísku gamanmyndinni Celeste and Jesse Forever. Mótleikari hennar er gamanleikarinn Andy Samberg og Lee Toland Krieger leikstýrir myndinni.

Illt ráðabrugg smákrimma

Killer Joe var frumsýnd í kvikmyndahúsum í gær. Myndin skartar Matthew McConaughey í aðalhlutverki og er frá leikstjóra The Exorcist.

Óheimilislegt á heimili

Í ensk-íslenskri orðabók á vefbókasafninu Snöru eru eftirfarandi skýringar gefnar á orðinu Uncanny : furðulegur, kynlegur, yfirnáttúrulegur. Ekkert þessara orða þótti samt nógu viðeigandi þegar kom að því að búa til íslenska þýðingu á sýningunni Uncanny í Gallerý Gangi við Rekagranda í Reykjavík, sem sýningarstjórinn Julia Wirxel hefur sett saman. Orðið sem var valið sem íslenskt heiti var því nýyrðið óheimilislegt.

Væri til í að giftast aftur

Bandaríska söngkonan Katy Perry er forsíðustúlka septemberheftis Elle og í viðtali við tímaritið útilokar hún ekki að gifta sig aftur.

Efnaðasta tískufólkið

TískaVefsíðan WWD.com birti nýverið lista yfir 67 forstjóra innan bandaríska tískuiðnaðarins sem hafa hvað hæstar tekjur. Efst á listanum er Ron Johnson, forstjóri J.C. Penny-verslunarkeðjunnar, sem þénar um 6,5 milljarða króna á ári.

Átta tonn af skyri í háloftunum

„Skyr er svo stór hluti af matarmenningu okkar Íslendinga að okkur fannst frábært að geta nálgast ferðamenn á leið til landsins á þennan hátt, en við höfum séð að þeir eru rosalega áhugasamir um þessa vöru,“ segir Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri Mjólkursamsölunnar, MS.

Sumar Hungurleikanna

Fyrstu tvær bækurnar í þríleiknum um Hungurleikanna eru mest seldu kiljurnar á Íslandi það sem af er sumri. Rannsóknarsetur verslunarinnar tók saman fyrir Fréttablaðið lista yfir tuttugu mest seldu kiljurnar á Íslandi á frá 20. maí til 28. júlí.

Lýðræðisleg tilraunastofa

Fyrsti kennsludagur Róttæka sumarháskólans verður á miðvikudaginn í næstu viku. Þar verður boðið upp á fjölda námsstofa um pólitísk málefni þar sem áherslan er á róttæka réttlætisbaráttu. Viðar Þorsteinsson umsjónarmaður segir hina marxísku samfélagsgreiningu hafa gengið í endurnýjun lífdaga og eigi mikið erindi við ástandið í dag.

40 sinnum í fallhlífarstökk

Leikkonan og verslunareigandinn María Birta Bjarnadóttir er nú stödd í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum þar sem hún sinnir nýju áhugamáli sínu; fallhlífarstökki. María Birta hefur stokkið nokkrum sinnum á dag síðustu daga og í gær náði hún sínu fertugasta stökki. Fallhlífarstökkið er hluti af áramótaheiti Maríu Birtu en hún einsetti sér að bæta við þekkingu sína á árinu og hefur einnig nælt sér í skotveiðileyfi, kafarapróf og mótorhjólapróf og hyggst taka einkaflugmannspróf í haust.

Sumarveisla í LA

Fjöldi leikara sótti CBS og Showtime sumarveisluna sem fram fór í Beverly Hills á laugardag. Gestirnir klæddust flestir ljósum flíkum í hitanum í Kaliforníu og virtust skemmta sér vel saman.

Sjá næstu 50 fréttir