Lífið

Beckham í baði sjúk í erótík

myndir/glamour
Victoria Beckham, 38 ára, fjögurra barna móðir, prýðir forsíðu tímaritsins Glamour með kórónu á höfðinu í freyðibaði. Fyrrum Kryddpían er glæsileg að vanda eins og sjá má á myndunum í meðfylgjandi myndasafni.

Í tímaritinu ræðir Victoria aðdáun sína á erótísku ástarseríunni 50 Shades of Grey sem slegið hefur í gegn á heimsvísu. Þá viðurkennir hún að hafa sannfært móður sína um að lesa ástarsöguna en á sama tíma treystir hún sér engan veginn til að ræða innihaldið við mömmu. Í ástarlýsingunum í bókunum er gengið lengra en tíðkast en þar er fjallað um ástarsamband konu og manns með skuggalega fortíð sem einkennist af BDSM iðkun.

Victoria hefur ekki getað lagt fantasíuna frá sér en á sama tíma treystir hún sér ekki til að ræða söguþráðinn: „Ég er hálfnuð með bók númer tvö. Ég keypti bækurnar meira að segja handa mömmu en í hvert sinn sem hún svo mikið sem reynir að ræða söguþráðinn þá sný ég út úr."

Meðfylgjandi má hlusta á þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis ræða50 Shades of Grey æðið" við Sif Jóhannsdóttur hjá Forlaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.