Lífið

Statham og Franco leika saman

Jason Statham fer með hlutverk í kvikmynd byggðri á handriti eftir Sylvester Stallone. James Franco leikur á móti honum.
Jason Statham fer með hlutverk í kvikmynd byggðri á handriti eftir Sylvester Stallone. James Franco leikur á móti honum. nordicphotos/getty
Jason Statham og James Franco munu að öllum líkindum leiða saman hesta sína í kvikmyndinni Homefront sem byggð er á handriti Sylvester Stallone.

Framleiðslufyrirtækið Millennium Films mun framleiða myndina ásamt Stallone og mun Gary Flender leikstýra verkinu. Homefront segir frá fyrrum fíkniefnalögreglumanni sem leikinn er af Statham, sem ákveður að segja skilið við fyrra líferni og taka því rólega. Hann flyst í bæ þar sem stórglæpamaðurinn Gator, leikinn af Franco, heldur til og brátt færist hiti í leikinn.

Flender hefur áður leikstýrt kvikmyndum á borð við Runaway Jury og Things to Do in Denver When You‘re Dead. Franco og Statham hafa báðir verið iðnir við kolann undanfarið og mun Statham einnig hafa tekið að sér hlutverk í Expendables 2, Parker og Hummingbird sem allar eru væntanlegar innan skamms. Franco fer með hlutverk í Oz: The Great And Powerful, The Iceman, Lovelace og Spring Breakers.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.