Lífið

Dekruð á afmælisdaginn

mynd af Sigurbjörgu/Arnold Björnsson
Sigurbjörg Gunnarsdóttir forstöðumaður Krossins á afmæli í dag. Lífið óskaði henni til hamingju með daginn og forvitnaðist hvernig hún ætlar að eyða deginum.

„Alli minn kom heim í hádeginu með yndislegt sushi sem gladdi hjarta mitt mikið. Annars mun ég njóta dagsins í faðmi fjölskyldunnar en maðurinn minn er búinn að plana mikinn dekurdag í Bláa lóninu. Hugmyndin er að við förum öll fjölskyldan saman í lónið og njótum dagsins í þessu líka yndislega veðri. Ég mun fara í saltnudd og dekur en á meðan lofar hann að hafa ofan af fyrir börnunum okkar. Við ætlum að enda daginn með stæl á Grillmarkaðnum," segir Sigurbjörg.

Spurð út í aldurinn svarar hún hlæjandi: „Ég er hætt að tala um aldurinn. Hann er afstæður hvort eð er. Við verðum bara betri með aldrinum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.