Lífið

Átta tonn af skyri í háloftunum

Andy Laplant og Jessica Larrabee, meðlimir hljómsveitarinnar She Keeps Bees, voru yfir sig hrifin af skyrinu í fluginu til Íslands.
Andy Laplant og Jessica Larrabee, meðlimir hljómsveitarinnar She Keeps Bees, voru yfir sig hrifin af skyrinu í fluginu til Íslands. Mynd/íris Groenweg
„Skyr er svo stór hluti af matarmenningu okkar Íslendinga að okkur fannst frábært að geta nálgast ferðamenn á leið til landsins á þennan hátt, en við höfum séð að þeir eru rosalega áhugasamir um þessa vöru,“ segir Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri Mjólkursamsölunnar, MS.

Nú í júlí fóru MS. íslenskir kúabændur og Iclendair af stað með kynningarátak á íslensku skyri sem hluta af Inspired by Iceland verkefninu og bjóða farþegum sem koma til landsins í flugvélum Icelandair upp á smakk. „Við völdum söluhæstu tegundina hérlendis til að nota í þetta, en það kann að koma á óvart að það er ekki jarðaberjaskyr eins og í flestum jógúrttegundum, heldur er það bláberjaskyr,“ segir Guðný. Alls verða um átta tonn af skyri gefin í háloftunum á meðan á átakinu stendur, en því lýkur um miðjan ágúst. Hverju smakki fylgir svo lítill kynningarbæklingur þar sem eru helstu upplýsingar um skyr og stöðu þess í menningu okkar Íslendinga frá því við landnám.

Af viðbrögðum fólks að dæma segir Guðný vera mikla ánægju með framtakið og að yfirleitt þiggi allir smakkið. Tónlistarmennirnir Andy Laplant og Jessica Larrabee voru meðal farþega Icelandair á dögunum, en þau eru frá New York og mynda blús-rokk bandið She Keeps Bees. Að sögn flugfreyja um borð voru þau yfir sig hrifin af skyrinu, eins og flestir aðrir farþegar. - trs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.