Lífið

Væri til í að giftast aftur

katy perry
katy perry nordicphotos/getty
Bandaríska söngkonan Katy Perry er forsíðustúlka septemberheftis Elle og í viðtali við tímaritið útilokar hún ekki að gifta sig aftur.

„Ég er kona sem vill stefnumót. En ég býst við að maður eigi aldrei að segja aldrei. Ég mun leyfa ástinni að ráða för,“ sagði söngkonan þegar hún var spurð hvort hún mundi gifta sig aftur ef svo bæri undir.

Um feril sinn sagði hún: „Ég elska það sem ég geri en um leið og það breytist þá mun ég breyta til. Ég verð ekki sætindadrottningin að eilífu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.