Lífið

Taubleiuheimurinn er frumskógur

Soffía Ösp Bæringsdóttir segir taubleiur verða mikið áhugamál hjá þeim sem þær nota. Á netinu má finna ótal vefsíður sem tileinkaðar eru vörunni.
Soffía Ösp Bæringsdóttir segir taubleiur verða mikið áhugamál hjá þeim sem þær nota. Á netinu má finna ótal vefsíður sem tileinkaðar eru vörunni.
Taubleiur eru lífsstíll ef marka má þann mikla fjölda vefsíðna sem tileinkaður er vörunni. Soffía Ösp Bæringsdóttir segir taubleiuheiminn vera frumskóg fyrir þá sem ekki þekkja til.

Lífsstíll„Ætli svarið við spurningunni sé ekki það að bleiurnar verða eins og hver annar fatnaður eða fylgihlutur. Það þykir ekkert skrítið að ræða hönnun og þetta á kannski svolítið skylt við það,“ segir Soffía Ösp Bæringsdóttir um hið líflega netsamfélag sem hefur skapast í kringum taubleiur. Ótal vefsíður og spjallþræðir hafa sprottið upp í kringum áhuga foreldra á vörunni og einnig má finna fjölda síða á Facebook.

Soffía segir taubleiuheiminn vera hálfgerðan frumskóg fyrir nýbakaða foreldra og því sé gott að geta sótt upplýsingar til þeirra sem reyndari eru. „Það eru til margar ólíkar útgáfur af taubleium og á þessum torgum getur fólk deilt reynslu sinni. Taubleiur kosta mismikið, eru úr ólíkum efnum og svo skiptir líka máli hvernig snið þú notar þegar barnið er farið að hreyfa sig meira.“

Innt eftir því hvað það er sem fær fólk til að nota heldur taubleiur í stað einnota bleia segir Soffía margar ólíkar ástæður liggja að baki því. Sjálf kusu hún og maður hennar að nota taubleiur vegna umhverfissjónarmiða en fljótlega áttuðu þau sig á því að mikill sparnaður fælist í taubleiunotkun.

„Maðurinn minn var harður á þessu frá upphafi vegna umhverfissjónarmiða. Fljótlega komumst við svo að því að við gátum sparað heilmikinn pening á þessu, við spöruðum okkur allt að 100 þúsund krónur með því að vera skynsöm í bleiukaupunum. Þetta varð fljótlega hálfgert áhugamál hjá manni, maður valdi bleiuna á morgnana í stíl við fötin og við áttum meira að segja sparibleiur,“ segir Soffía en báðar dætur hennar hafa gengið með taubleiur.

Hún segir ekki mikla aukavinnu liggja að baki því að nota taubleiur og að mesta vinnan felist í því að skipta á barninu og ekki sleppi maður við það. „Maður þvær eina vél þriðja hvern dag. Langmesta vinnan er að skipta á barninu.“sara@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.