Lífið

Sótti innblásturinn til vinapara sinna

Rashida Jones skrifaði handritið og leikur aðalhlutverkið í gamanmyndinni Celeste and Jesse Forever.
Rashida Jones skrifaði handritið og leikur aðalhlutverkið í gamanmyndinni Celeste and Jesse Forever. nordicphotos/getty
Leikkonan Rashida Jones skrifar handritið og fer með annað aðalhlutverkið í rómantísku gamanmyndinni Celeste and Jesse Forever. Mótleikari hennar er gamanleikarinn Andy Samberg og Lee Toland Krieger leikstýrir myndinni.

Jones, sem skrifaði handritið ásamt Will McCormack, segist hafa sótt innblásturinn til vina sinna sem hafa margir verið í samböndum frá unglingsaldri og eiga erfitt með að skilja við æskuástina. „Þetta var nánast eins og menningarlegt fyrirbæri. Fólk kynnist í menntaskóla og trúir því að það muni eyða ævinni saman. En svo tekur lífið við og fólk breytist en maður getur ekki hugsað sér að hætta saman,” sagði Jones um kjarna myndarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.