Lífið

Sumar Hungurleikanna

Vinsældir þrautagöngu Katniss Everdeen njóta mikilla vinsælda á Íslandi en síðasta bók þríleiksins, Hermiskaði, er væntanleg innan skamms.
Vinsældir þrautagöngu Katniss Everdeen njóta mikilla vinsælda á Íslandi en síðasta bók þríleiksins, Hermiskaði, er væntanleg innan skamms.
Fyrstu tvær bækurnar í þríleiknum um Hungurleikanna eru mest seldu kiljurnar á Íslandi það sem af er sumri. Rannsóknarsetur verslunarinnar tók saman fyrir Fréttablaðið lista yfir tuttugu mest seldu kiljurnar á Íslandi á frá 20. maí til 28. júlí.

Ekki þarf að koma á óvart að þorri verkanna á listanum eru þýddar bækur, mestmegnis reyfarar og spennubækur. Eldar kvikna, annar kaflinn í þríleiknum um Hungurleikana, er mest selda kiljan það sem af er sumri en samkvæmt upplýsingum frá Forlaginu hefur hún selst í sex þúsund eintökum hingað til. Á hæla hennar kemur fyrsta bókin í bálknum. Þrjár nýjar íslenskar skáldsögur eru þó á listanum: í sjötta sæti er Leikarinn eftir Sólveigu Pálsdóttur, Það kemur alltaf nýr dagur eftir Unni Birnu Karlsdóttur er í því sjöunda og Korter eftir Sólveigu Jónsdóttur er í því ellefta. Allar þessar bækur komu út snemma í sumar. Þrjú önnur íslensk verk rata inn á listann: 55 sannar íslenskar lífsreynslusögur sem Guðríður Haraldsdóttir safnar saman úr Vikunni er í tólfta sæti; Hetjur og hugarvíl, sálgreining Óttars Guðmundssonar á fornköppunum er í sautjánda sæti og túristabókin Little Book of Icelanders er í því átjánda.

Af útgáfufyrirtækjum ræður Forlagið lögum og lofum á kiljumarkaðnum í sumar; þrettán af tuttugu vinsælustu kiljunum koma út á vegum þess á tímabilinu sem um ræðir, fjórar frá Uppheimum, tvær frá Bjarti og Birtíngur gefur út eina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.