Fleiri fréttir

Svefn er vopnið mitt

Söngkonan Mariah Carey nýtur þess að sofna snemma á kvöldin á meðan eiginmaður hennar, Nick Cannon, vakir fram eftir.

Óttast um Michael

Fangelsismálayfirvöldum verður gert skylt að fylgjast grannt með andlegri heilsu breska söngvarans George Michael.

Á eftir að sakna matarins hjá mömmu

„Þá er maður alfarið farinn að skjóta rótum í höfuðborginni,“ segir Ingólfur Þórarinsson, söngvari, leikari og fótboltamaður en hann festi nýverið kaup á sinni fyrstu íbúð. Íbúðin er í Gerðahverfi í Reykjavík og ætlar kappinn því endanlega að yfirgefa heimabæ sinn Selfoss. Íbúðina fær söngvarinn afhenta í byrjun desember og lofar hann innflutningspartýi fram í febrúar.

Synir Douglas hjálpa til

Leikarinn Michael Douglas segir að krabbameinið hafi að einhverju leyti sameinað fjölskyldu hans og að hann leyfi sonum sínum að koma með sér á spítalann í geislameðferðir. Douglas, sem greindist með krabbamein í tungunni fyrr í sumar, segir syni sína hjálpa sér í baráttunni við sjúkdóminn og ástæðulaust sé að halda þessu leyndu fyrir þeim.

Sólskinsdrengurinn lofaður í Ameríku

Íslenska heimildarmyndin Sólskinsdrengurinn fær lofsamlega dóma í bandarísku stórblöðunum New York Times og Los Angeles Times. Myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum og Bretlandi í gær og því nokkuð skammt stórra högga á milli hjá Friðriki Þór Friðrikssyni, leikstjóra myndarinnar, því önnur kvikmynd hans, Mamma Gógó, hefur einnig fengið flotta dóma, meðal annars hjá Variety.

Kókflöskusýning í Los Angeles

Ljósmyndasýning með verkum Þorvaldar Arnar Kristmundssonar var opnuð í Los Angeles á dögunum. Stúlkurnar í The Charlies sungu fyrir gesti. „Þetta var hrikalega flott „sjóv“. Kaninn kann að gera þetta,“ segir ljósmyndarinn Þorvaldur Örn Kristmundsson.

Líf eftir Harry Potter

Emma Watson er þegar farin að leggja grunn að lífi eftir að Harry Potter-ævintýrinu lýkur en síðasta myndin um töfrastrákinn verður tekin til sýningar á næsta ári. Og þá þurfa leikararnir að finna sér eitthvað annað að gera.

Hleypur meidd fyrsta maraþonið

„Ég skal komast í mark – en ég er svo hrædd um að ég rústi mér,“ segir veðurfréttakonan Soffía Sveinsdóttir.

Hetjan í Landnámssetrinu

Einleikurinn Hetjan verður frumsýndur í Landnámssetrinu í Borgarnesi á laugardag. Sýningin var sýnd við góðar undirtektir á Rifi í sumar og í framhaldinu var þeim Kára Viðarssyni leikara og Víkingi Kristjánssyni leikstjóra boðið að sýna í Landsnámsetrinu. „Sýningin fékk mjög góða dóma og spurðist vel út, fólk var að þvælast úr bænum til okkar í raun meira en við þorðum að vona,“ segir Víkingur sem er ásamt Kára höfundur leikritsins.

Fylgdist vel með gengi múm

Sellóleikarinn Gyða Valtýsdóttir, sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni múm hér á árum áður, heldur tónleika í Norðurpólnum í kvöld ásamt slagverksleikaranum Julian Sartorius. Þau hafa spilað saman sem tvíeyki í tæpt ár og eru þetta fyrstu tónleikar þeirra hér á landi.

Berst gegn hungri

Söngkonan Christina Aguilera tjáir sig um hungursneyð í nýju hvatningarmyndbandi. Þar skorar hún á fólk að láta sig málið varða.

Beckham vill tæpan milljarð

Knattspyrnumaðurinn David Beckham hyggst láta sverfa til stáls í baráttu sinni við bandaríska tímaritið In Touch og vændiskonuna Irmu Nici.

Dómnefndin ekki grimm

Framleiðandi American Idol, Nigel Lythgoe, hefur lofað því að í næstu þáttaröð verði dómnefndin ekki eins grimm og þegar Simon Cowell var formaður dómnefndar. „Keppendur verða ekki niðurlægðir,“ sagði hann.

Vatn lykill að útgeislun

Kínverska fyrirsætan Shu Pei Qin, 20 ára, segir að samningur hennar við snyrtivöruframleiðandann Maybelline sé langþráður draumur sem hefur loksins orðið að veruleika. Shu skaust upp á stjörnuhimininn í tískubransanum á mettíma. Hún sat fyrir á forsíðu kínsverska Vogue tímaritinu, var andlit GAP fataframleiðandans og núna hefur hún skrifað undir risastóran samning við Maybelline. Þegar ég verslaði mér maskara frá Maybelline óskaði ég þess að ég yrði Maybelline stúlka einhvern daginn. Núna þegar það hefur gerst er eins og óskin mín hafi ræst," sagði Shu. Spurð hvernig hún fer að því að vera geislandi og fersk öllum stundum svaraði hún: Ég drekk helling af vatni. Ég er alltaf með flösku af vatni með mér hvert sem ég fer. Svo er ég líka alltaf með rauðan varalit í veskinu."

Gerir fátt annað en að liggja í leti

Skoska leikkonan Tilda Swinton, 49 ára, segir að hún geri fátt annað en að liggja í leti og það segi allt um persónuleika hennar. Tilda er ekki dugleg þegar kemur að vinnu og hún hefur alla tíð valið auðveldustu leiðina hverju sinni. Letin segir allt um mig. Ég forðast allt sem er erfitt og krefst áreynslu," sagði hún . Leikkonan segist hinsvegar vera fullkomlega sátt við sjálfa sig og þá staðreynd að hún nálgast fimmtugsaldurinn en hún ætlar aldrei nokkurn tíman að gangast undir lýtaaðgerð. Ég ætla ekki að láta krukka í mér til að líta unglegri út. Svo hljómar hrikalega leiðinlegt að fara í lýtaaðgerð. Ótrúlegt hvað fólk er ruglað að berjast svona gegn tímanum," sagði hún. Tilda vill eldast tignarlega eins og goðið hennar David Bowie sem eldit gríðarlega vel að hennar mati. Ég vil meina að ég og David Bowie komum frá sömu plánetu."

Deitar skrilljónamæring

Söngkonan Janet Jackson, 44 ára, geislar af ánægju þessa dagana en ástæðan er sögð vera skrilljónamæringurinn sem hún er ástfangin af. Janet hitti Qatari businessman Wissam Al Mana, 35 ára, á síðasta ári en alvaran byrjaði ekki fyrr en í maí á þessu ári. Þau hafa verið óaðskiljanleg undanfarna mánuði að sögn vina söngkonunnar. Í síðustu viku sást til þeirra njóta kvöldverðar á veitingahúsi í New York. Heimildarmaður lét hafa þetta eftir sér: Janet geislaði af ánægju. Þau pöntuðu hornborð þar sem þau gátu kelað og knúsað hvort annað á milli þess sem þau borðuðu. Þau litu út fyrir að vera mjög ástfangin. Wissam borgaði síðan fúslega fyrir veitngarnar og sagðist koma aftur innan tíðar og að þau væru á leið til Parísar á tískuvikuna þar í borg." Sagan segir að Wissam hafi hjálpað Janet að komast yfir fráfall bróður hennar, Michael Jackson.

Mynd fyrir brostin hjörtu

Leikkonan Julia Roberts, 42 ára, segir að nýja myndin hennar, Eat Pray Love, sem verður frumsýnd hér á landi 1. október, sé fyrir alla sem hafa upplifað ástarsorg einhverntíman á lífsleiðinni. Eat Pray Love segir frá konu sem ákveður að ferðast um heiminn eftir erfiðan skilnað í leit að sjálfri sér. Myndin er fyrir alla sem hafa verið særðir, eru með bullandi samviskubit eða eru týndir innra með sér," sagði Julia sem er hamingjusamlega gift kvikmyndatökumanninum Danny Moder.

Opnunarhátíð RIFF

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Reykjavík International Film Festival hófst hátíðlega í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Meðfylgjandi myndir, sem ljósmyndarinn Thorgeir.com tók í opnunarhófinu, sýna líflega stemningu sem ríkti á meðal boðsgesta. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu hátíðarinnar Riff.is.

Jón Ólafs reynir við Elite-keppnina á ný

„Tíminn var bara of naumur fyrir stjórnvöld að taka á málinu,“ segir Jón Ólafsson, vatnsbóndi með meiru. Athygli vakti þegar fjölmiðlar fluttu fréttir í maí af því að forsvarsmenn Elite-fyrirsætukeppninnar á Íslandi hefðu hug á því að halda Elite Model Look World í nóvember á þessu ári. Jón reynir nú að fá að halda keppnina á næsta ári.

Sex and the City er dáið

Leikarinn Chris Noth segir að ævintýrið í kringum Sex and the City kvikmyndirnar sé dautt og að ástæðan sé ekkert annað en slæm gagnrýni og árás fjölmiðla á síðari myndina. Chris, sem fór með hlutverk Mr. Big, í myndunum heldur því fram að gagnrýnendur hafi gjörsamlega grillað seinni myndina með neikvæðri umfjöllun þar sem því var haldið fram að söguþráðinn vantaði á meðan allt of mikið var lagt í klæðaburð aðalpersónanna. Allar leikkonurnar hafa neitað að vera með ef þriðja myndin verður gerð. Chris var ekki lengi að svara spurður út í framhaldið: Þetta er búið. Vörumerkið Sex and the City er dáið. Fjölmiðlar drápu það. Tímaritin ykkar drápu það! Öll umfjöllun í blöðunum var eins og enginn hefði séð myndina (Sex and the City II)." Leikstjóri myndanna, Michael Patrick King,greindi frá því að ekkert hefur verið ákveðið hvort þriðja myndin verður gerð.

Of kynþokkafull fyrir Sesame Street

Stjórnendur barnaþáttarins Sesame Street hafa hætt við að leyfa söngkonunni Katy Perry að koma fram í gestahlutverki í þáttunum.

Bretar standa með Beckham

Bandaríska tímaritið In Touch birti í gær forsíðufrétt um að David Beckham hefði átt næturgaman með tveimur vændiskonum, borgað þeim háar summur fyrir kynlífsleiki og hitt aðra þeirra aftur. Bretar segja málið lykta af ofsóknum og telja það samsæri gegn þjóðinni.

Boðið til Kaupmannahafnar

Myndin Backyard sem var frumsýnd á opnunarkvöldi Bíós Paradísar í síðustu viku verður sýnd á heimildar­myndahátíðinni CPH:DOX í Kaupmannahöfn í nóvember.

Star herjar á Ashton

Bandaríska tímaritið Star er ekki af baki dottið þótt leikarinn Ashton Kutcher hafi hótað því öllu illu eftir síðustu frétt blaðsins sem snerist um meint framhjáhald hans. Kutcher er kvæntur Demi Moore en þau eiga fimm ára brúðkaupsafmæli á næstunni. Í gær birti blaðið textaskilaboð frá Kutcher sem hin 21 árs gamla Brittany Jones fékk frá honum en Kutcher og Jones eiga að hafa átt nokkrar innilegar stundir á heimili Hollywood-hjónanna.

Lék undirmann Kim Bodnia

Tómas Lemarquis lék nýverið í danskri sjónvarpsþáttaröð á móti aðalleikaranum úr Pusher. Hún kemur út á næsta ári.

Frægur hakkari í Bláa lóninu í dag

Félag íslenskra tölvuleikjaframleiðenda heldur upp á ársafmæli sitt í Bláa lóninu í dag. Þar verður haldin ráðstefna þar sem lykilfyrirlesararnir eru þeir Pablos Holman og Jason Della Rocca.

Winslet til Polanski

Kate Winslet hefur samþykkt að leika í nýjustu kvikmynd Romans Polanski, God of Carnage. Þrátt fyrir að myndin eigi að gerast í New York þá verður hún að mestu leyti tekin upp í París enda má Polanski ekki stíga fæti á bandaríska jörð án þess að eiga það á hættu að vera handtekinn.

Solomon Kane mættur í bíó

Myndin er byggð á sögum eftir Robert E. Howard. Hann skrifaði Conan sem gerði Arnold Schwarzenegger heimsfrægan.

Gekko-börn 21. aldarinnar

Gordon Gekko verðbréfakóngur snýr aftur í sjálfstæðu framhaldi Wall Street-myndarinnar frá árinu 1986, Wall Street: Money Never Sleeps. Og hann virðist enn þá hafa öll trompin á hendinni.

Neitar ástarsambandi

Leikkonan Halle Berry segir að franski leikarinn Olivier Martinez sé kynþokkafullur maður. Halle og Olivier leika saman í væntanlegri kvikmynd Dark Tide en þau eru sögð hafa fallið fyrir hvort öðru strax og tökur hófust og um þessar mundir gera þau fátt annað en að leiðast og knúsa hvort annað á götum Parísar. Hvorugt vill hinsvegar viðurkenna að þau séu par og þá sér í lagi Halle sem skildi við fyrirsætuna Gabriel Aubry fyrr á þessu ári en hún á með honum tveggja ára dóttur, Nöhlu. Olivier er gáfaður maður og hann er eins og ég, ástríðufullur leikari. Hann er í mínum augum mjög kynþokkafullur," sagði Halle. Olivier hefur átt í ástarsambandi við fjölda þekktra kvenna eins og Angelinu Jolie, Miru Sorvino, Rosie Huntington-Whiteley og Juliette Binoche. Þá var hann í löngu sambandi með áströlsku söngkonunni Kylie Minogue.

Líður best þegar hún er ein

Gossip Girl stjarnan, Leighton Meester, 24 ára, segir að hún hafi aldrei náð að verða hluti af vinahóp á sínum yngri árum og að þannig sé því enn háttað í dag. Hún var og verður alltaf utangátta. Ég held að öllum líði einhvern tíman þannig. Mér líður mjög vel einni og geri það í laumi. Ég sem ljóð og lög og það hjálpar. Ég dreg mig oft afsíðis því þannig líður mér best," sagði Leighton. Nú er því haldið fram að hún og Sebastian Stan, sem leikur einnig í þáttaröðinni Gossip Girl, séu par. Spurð út í draumaprinsinn svaraði Leighton: Ég er hrifin af strákum sem eru dökkir, hávaxnir og listrænir. Þeir mega líka hafa húmor, vera skapandi og gáfaðir en ég verð ekki hrifin nema ég finni strax að það er eitthvað spennandi í loftinu sem dregur mig að viðkomandi."

Lopez lofar að haga sér vel

Jennifer Lopez hefur lofað að láta ekki eins og dekurrófa með frekjustæla, eða díva eins og það er kallað, þegar hún dæmir í næstu þáttaröð sjónvarpsþáttannna American Idol. Jennifer, sem hefur samþykkt að setjast í dómarasætið ásamt söngvaranum Steven Tyler og upptökustjóranum Randy Jackson, sem situr enn sem fastast í sínu sæti, hefur lofað að vera þæg. Blaðamannafundur var haldinn í gær þar sem nýjir þungavigtadómarar, Jennifer og Steven, voru kynnt til sögunnar. „Ég hef gríðarlega mikla reynslu af tónlistarbransanum, "sagði Jennifer og bætti við: Ekki hafa áhyggjur. Ég á eftir að standa mig og haga mér vel."

Winona Ryder snýr aftur í sviðsljósið

Winona Ryder var dæmd fyrir búðaþjófnað í mars 2002 og þurfti eftir það að sætta sig við hlutverk í b-myndum. Nú virðist hún vera að ná áttum á ný.

Madonna fær lánuð föt hjá Lourdes

Madonna, 52 ára, fær lánuð föt hjá dóttur sinni, Lourdes, 13 ára, ef marka má það sem Lourdes segir við fjölmiðla. Mæðgurnar hafa hannað saman og markaðssett eigin fatalínu sem ber heitið Material Girl. Lourdes hefur stolist í fataskáp móður sinnar alveg síðan hún var krakki en í dag er það mamma hennar, Madonna, sem fær lánuð föt hjá henni. Guð minn góður já alltaf!" svaraði Lourdes spurð hvort hún hafi fengið lánuð föt hjá mömmu sinni. Í dag er það hún sem fær lánuð fötin mín," bætti hún við en segir þær ekki nota sömu skóstærð lengur því Madonna notar minni skó en 13 ára dóttur sín. Fatalína mæðgnanna fæst í Macy´s verslununum í Bandaríkjunum. Um er að ræða alhliða fatnað, skó, töskur og skartgripi.

Victoria afsakar bauga undir augum

Victoria Beckham viðurkennir að hún hefur sofið lítið undanfarnar vikur við undirbúning á tískusýningu á vor og sumarlínunni hennar á tískuvikum sem haldnar eru við um heim. Enginn af okkur hefur sofið almennilega. Viljið þið vera svo væn að afsaka baugana sem ég er með undir augunum?" sagði Victoria við fjölda blaðamanna í upphaf tískuvikunnar í Bretlandi. Ég er þreytt og alveg búin á því en þegar ég vinn við að skapa fatalínuna mína og allt sem viðkemur henni þá er ég glöð þó ég sé þreytt. Ég gæti aldrei framkvæmt þessa hluti nema af því að ég er með hóp af frábæru fólki sem aðstoðar mig."

Vill hjónaband og Formúlubarn

Nicole Scherzinger í Pussycat Dolls er tilbúin í barneignir með Formúlu-kærasta sínum, ökuþórnum Lewis Hamilton. Fyrst vill hún samt ganga með honum upp að altarinu.

Gengur með ódýrar eftirlíkingar

Söngkonan Jessica Simpson segist hiklaust ganga með gerviskartgripi þegar hún gengur rauða dregilinn. Jessic kaupir ódýrar eftirlíkingar í staðinn fyrir að skuldsetja sig vegna rándýrra skartgripa sem hún notar í örfá skipti og líka af því að enginn sér muninn. Jessica segir að fræga ríka fólkið geri alltaf ráð fyrir að allir skartgripir sem hún gengur með séu ekta. Það besta við að vera fræg er að ég kemst upp með að ganga með eftirlíkingar. Engum dettur í hug að ég noti óekta skartgripi," sagði Jessica en fyrirmynd hennar er breska leikkonan Sienna Miller.

Lisbeth-leikkonan meiddist á mótorhjóli

Aðalleikkona Karlar sem hata konur meiddist alvarlega á öxl við mótorhjólaæfingar í Stokkhólmi. Talið er að meiðslin setji smá strik í reikninginn og að fresta þurfi tökum í nokkra daga.

Mischa Barton á lausu

Leikkonan Mischa Barton er á lausu eftir að hafa hætt með kærasta sínum, breska plötusnúðinum Ali Love.

Robyn leikur sjálfa sig í Gossip Girl

Sænska poppstjarnan Robyn Carlsson sem mun heiðra Íslendinga með nærveru sinni í næsta mánuði leikur lítið gestahlutverk í næstu seríu af vinsælu sjónvarpsþáttunum Gossip Girl.

Jennifer Aniston byrjuð með Mayer

Orðrómur er uppi um að leikkonan Jennifer Aniston sé byrjuð aftur með fyrrverandi kærasta sínum, söngvaranum John Mayer, þrátt fyrir mótbárur vina sinna.

Lagði ferilinn nánast í rúst en er nú orðaður við Óskar

Eflaust hefði enginn reiknað með því að aðeins sjö árum eftir Gigli-ósköp Bens Affleck, sem fóru langleiðina með að rústa annars ágætan feril hans, að hann væri orðaður við Óskarinn. En það er nú engu að síður staðreynd.

Noomi skilin og farin til Hollywood

Hjónaband sænsku leikkonunnar Noomi Rapace og eiginmanns hennar, Ola, er að enda komið. Noomi og Ola voru eitt helsta stjörnupar Svía en Noomi varð að stórstjörnu eftir túlkun sína á tölvuhakkaranum Lisbet Salander.

Sjá næstu 50 fréttir