Gekko-börn 21. aldarinnar 23. september 2010 19:00 Michael Douglas í hlutverki Gordons Gekko ræðir við leikstjórann Oliver Stone. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að vilja kenna Gekko um fjármálahrunið 2008 enda hafi verðbréfaguttarnir flestir verið innblásnir af græðgisræðu Gordons frá árinu 1987. Gordon Gekko verðbréfakóngur snýr aftur í sjálfstæðu framhaldi Wall Street-myndarinnar frá árinu 1986, Wall Street: Money Never Sleeps. Og hann virðist enn þá hafa öll trompin á hendinni. Verðbréfaguttinn Jake Moore fylgist með skelfingu þegar fjármálakerfi Bandaríkjanna er um það bil að lamast. Í óþökk kærustunnar sinnar ákveður Moore að leita ráða hjá hinum illa þokkaða Gekko sem er nýsloppinn úr fangelsi. En svo skemmtilega vill til að Gekko er einnig pabbi unnustunnar. Og þeir sem lenda í klóm Gordons Gekko eiga yfirleitt fyrir höndum ferðalag um spillta heima Wall Street þar sem aðeins eitt afl ræður ríkjum: peningar. Það er varla tilviljun að Oliver Stone skuli hafa kosið að leggjast í gerð Wall Street númer tvö á þessum tíma. Fall bandarísku bankanna með skelfilegum afleiðingum fyrir hinn vestræna heim. Íslenska fjármálakerfið hrundi til dæmis eins og spilaborg þegar ameríska fjármálakerfið sló feilnótu. Sumir vilja eflaust meina að ein af ástæðum þess hafi einfaldlega verið sú að íslensku útrásarvíkingarnir hafi horft of mikið á gömlu myndina frá uppatímabili níunda áratugarins (sem virðist rökrétt ályktun enda er aðdáun íslensku fjármálafurstanna á "80 tímabilinu skráð í sögubækurnar). Fjármálafurstar eins og Gekko eru sagðir bera persónulega ábyrgð á því að Vesturveldin glíma nú við atvinnuleysi og gjaldeyriskreppu. Gekko birtist, eins og áður segir, fyrst í kvikmyndinni Wall Street frá "87. Þar opnaði hann augu hins bláeygða Bud Fox fyrir því hvernig hægt væri að komast yfir skjótfenginn gróða með innherjaviðskiptum og klækjabrögðum. En Fox sveik lærimeistarann sinn í lok myndarinnar og Wall Street: Money Never Sleeps tekur upp þráðinn þegar Gordon snýr aftur til mannheima eftir fangelsisvistina. Fyrri Wall Street-myndin hafði gríðarleg áhrif á popp-kúltúr og hugmyndir fólks um lífið á Wall Street. Gordon Gekko, í meðförum Douglas, hefur einhvern veginn orðið holdtekja hins miskunnarlausa og gráðuga fjármálamóguls sem svífst einskis til að ná takmarki sínu. Og græða gommu af peningum í leiðinni. Endurkomu Gekko hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og hugsanlega geta íslenskir útrásarvíkingar huggað sig við Wall Street 2; það er kannski einhver von enda hálfdrættingar á við Gordon. Sýnishornið úr myndinni er hægt að sjá hér á Vísi. Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Gordon Gekko verðbréfakóngur snýr aftur í sjálfstæðu framhaldi Wall Street-myndarinnar frá árinu 1986, Wall Street: Money Never Sleeps. Og hann virðist enn þá hafa öll trompin á hendinni. Verðbréfaguttinn Jake Moore fylgist með skelfingu þegar fjármálakerfi Bandaríkjanna er um það bil að lamast. Í óþökk kærustunnar sinnar ákveður Moore að leita ráða hjá hinum illa þokkaða Gekko sem er nýsloppinn úr fangelsi. En svo skemmtilega vill til að Gekko er einnig pabbi unnustunnar. Og þeir sem lenda í klóm Gordons Gekko eiga yfirleitt fyrir höndum ferðalag um spillta heima Wall Street þar sem aðeins eitt afl ræður ríkjum: peningar. Það er varla tilviljun að Oliver Stone skuli hafa kosið að leggjast í gerð Wall Street númer tvö á þessum tíma. Fall bandarísku bankanna með skelfilegum afleiðingum fyrir hinn vestræna heim. Íslenska fjármálakerfið hrundi til dæmis eins og spilaborg þegar ameríska fjármálakerfið sló feilnótu. Sumir vilja eflaust meina að ein af ástæðum þess hafi einfaldlega verið sú að íslensku útrásarvíkingarnir hafi horft of mikið á gömlu myndina frá uppatímabili níunda áratugarins (sem virðist rökrétt ályktun enda er aðdáun íslensku fjármálafurstanna á "80 tímabilinu skráð í sögubækurnar). Fjármálafurstar eins og Gekko eru sagðir bera persónulega ábyrgð á því að Vesturveldin glíma nú við atvinnuleysi og gjaldeyriskreppu. Gekko birtist, eins og áður segir, fyrst í kvikmyndinni Wall Street frá "87. Þar opnaði hann augu hins bláeygða Bud Fox fyrir því hvernig hægt væri að komast yfir skjótfenginn gróða með innherjaviðskiptum og klækjabrögðum. En Fox sveik lærimeistarann sinn í lok myndarinnar og Wall Street: Money Never Sleeps tekur upp þráðinn þegar Gordon snýr aftur til mannheima eftir fangelsisvistina. Fyrri Wall Street-myndin hafði gríðarleg áhrif á popp-kúltúr og hugmyndir fólks um lífið á Wall Street. Gordon Gekko, í meðförum Douglas, hefur einhvern veginn orðið holdtekja hins miskunnarlausa og gráðuga fjármálamóguls sem svífst einskis til að ná takmarki sínu. Og græða gommu af peningum í leiðinni. Endurkomu Gekko hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og hugsanlega geta íslenskir útrásarvíkingar huggað sig við Wall Street 2; það er kannski einhver von enda hálfdrættingar á við Gordon. Sýnishornið úr myndinni er hægt að sjá hér á Vísi.
Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira