Lífið

Óttast um Michael

Dómsyfirvöld í máli George Michael óttast um líf söngvarans en hann þarf að sitja af sér tvo mánuði í fremur þægilegu fangelsi.
Dómsyfirvöld í máli George Michael óttast um líf söngvarans en hann þarf að sitja af sér tvo mánuði í fremur þægilegu fangelsi.
Fangelsismálayfirvöldum verður gert skylt að fylgjast grannt með andlegri heilsu breska söngvarans George Michael.

Þetta kom fram í The Sun í gær. Samkvæmt dómara í máli hans er ljóst, af viðbrögðum hans við dómnum, að raunveruleg hætta sé á því að hann geti skaðað sjálfan sig á meðan á fangelsisvistinni stendur. Michael var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að hafa ekið á Range Rover-bifreið sinni inn í búð í London. Michael reyndist vera undir áhrifum kannabisefna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.