Lífið

Dómnefndin ekki grimm

Nýja dómnefndin í American Idol ætlar ekki að nota sömu aðferðir og Simon Cowell.
Nýja dómnefndin í American Idol ætlar ekki að nota sömu aðferðir og Simon Cowell.
Framleiðandi American Idol, Nigel Lythgoe, hefur lofað því að í næstu þáttaröð verði dómnefndin ekki eins grimm og þegar Simon Cowell var formaður dómnefndar. „Keppendur verða ekki niðurlægðir,“ sagði hann.

Nýju dómararnir, Steve Tyler og Jennifer Lopez, hafa einnig sínar skoðanir á dómarastarfinu. „Ég get alveg verið ströng en ég held að ég gæti aldrei verið grimm við annan listamann,“ sagði Lopez. „Það eru örugglega aðrar leiðir til að koma skilaboðunum á framfæri.“ Tyler talaði um að koma rokkinu meira að í þáttunum, endar syngur hann með rokksveitinni Aerosmith.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.