Lífið

Beckham vill tæpan milljarð

Beckham lætur ekki vaða yfir sig.
Beckham lætur ekki vaða yfir sig.
Knattspyrnumaðurinn David Beckham hyggst láta sverfa til stáls í baráttu sinni við bandaríska tímaritið In Touch og vændiskonuna Irmu Nici.

In Touch birti í fyrradag frétt þess efnis að Beckham hefði greitt Irmu og vinkonu hennar fúlgur fjár fyrir kynlífsleiki. Beckham hyggst krefja Irmu um fimm milljónir punda sem samsvarar rúmum níu hundruð milljónum íslenskra króna en hún ku vera horfin af yfirborði jarðar eftir að fréttin birtist, að því er fram kemur í breska blaðinu The Sun. Beckham segir að hann muni gera allt sem í hans valdi stendur til að finna hana, velta við hverjum steini.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.