Lífið

Sólskinsdrengurinn lofaður í Ameríku

Gagnrýnendur hjá New York Tims og Los Angeles Times hrósa Sólskinsdrengnum.
Gagnrýnendur hjá New York Tims og Los Angeles Times hrósa Sólskinsdrengnum.
Íslenska heimildarmyndin Sólskinsdrengurinn fær lofsamlega dóma í bandarísku stórblöðunum New York Times og Los Angeles Times. Myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum og Bretlandi í gær og því nokkuð skammt stórra högga á milli hjá Friðriki Þór Friðrikssyni, leikstjóra myndarinnar, því önnur kvikmynd hans, Mamma Gógó, hefur einnig fengið flotta dóma, meðal annars hjá Variety.

New York Times sparar ekki stóru orðin í sinni gagnrýni. Gagnrýnandinn Andy Webster segir enska talsetningu Kate Winslet hafa heppnast einstaklega vel og að þótt titill myndarinnar gefi það til kynna að Margrét Dagmar Ericsdóttir, mamma sólskinsdrengsins Kela, sé í aðalhlutverki þá fjalli myndin meira um ástæður og eðil einhverfu. Webster segir í lokaorðum sínum að það hafi verið ótrúlegt að sjá Margréti ná loks sambandi við son sinn handan veggja einhverfunnar, það eigi eftir að hreyfa við áhorfendum.

Michael Ordoña hjá Los Angeles Times fer yfir sögu Margrétar og Kela eins og hún birtist í myndinni og til hvaða ráða þau hafi gripið. Ordoña segir hins vegar að myndin nái ákveðnum hæðum þegar fjölskyldan kemur til Texas og kynnist hinni indversku Soma. „Það er virkilega hjartnæmt að fylgjast með fjölskyldu sem þráir það eitt að geta tengst syni sínum. Og þeim, sem eru fullir efasemda um myndina eins og ég var, get ég sagt að þetta er virkilega falleg og heillandi mynd,“ skrifar Ordoña.- fgg





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.