Lífið

Gerir fátt annað en að liggja í leti

Tilda Swinton. MYND/Cover Media
Tilda Swinton. MYND/Cover Media

Skoska leikkonan Tilda Swinton, 49 ára, segir að hún geri fátt annað en að liggja í leti en hún vill meina að það segi allt um persónuleika hennar.

Tilda er ekki dugleg þegar kemur að vinnu og hún hefur alla tíð valið auðveldustu leiðina hverju sinni.

„Letin segir allt um mig. Ég forðast allt sem er erfitt og krefst áreynslu," sagði Tilda.

Leikkonan er fullkomlega sátt við sjálfa sig og þá staðreynd að hún nálgast óðum fimmtugsaldurinn en hún ætlar aldrei nokkurn tíman að gangast undir lýtaaðgerð.

„Ég ætla ekki að láta krukka í mér til að líta unglegri út. Svo hljómar hrikalega leiðinlegt að fara í lýtaaðgerð. Ótrúlegt hvað fólk er ruglað að berjast svona gegn tímanum," sagði hún.

Tilda vill eldast tignarlega eins og goðið hennar tónlistarmaðurinn David Bowie sem eldist vel að hennar mati.

„Ég vil meina að ég og David Bowie erum frá sömu reikistjörnu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.