Lífið

Deitar skrilljónamæring

Janet Jackson. MYND/Cover Media
Janet Jackson. MYND/Cover Media

Söngkonan Janet Jackson, 44 ára, geislar af ánægju þessa dagana en ástæðan er sögð vera skrilljónamæringurinn sem hún er ástfangin af.

Janet hitti Qatari-viðskiptajöfurinn, Wissam Al Mana, 35 ára, á síðasta ári en alvaran byrjaði ekki fyrr en í maí á þessu ári. Þau hafa verið óaðskiljanleg undanfarna mánuði.

Í síðustu viku sást til þeirra njóta kvöldverðar á veitingahúsi í New York. Heimildarmaður lét hafa þetta eftir sér:

„Janet geislaði af ánægju. Þau pöntuðu hornborð þar sem þau gátu kelað og knúsað hvort annað á milli þess sem þau borðuðu. Þau litu út fyrir að vera mjög ástfangin. Wissam borgaði síðan fúslega fyrir veitngarnar og sagðist koma aftur innan tíðar og að þau væru á leið til Parísar á tískuvikuna þar í borg."

Sagan segir að Wissam hafi hjálpað Janet að komast yfir fráfall bróður hennar, Michael Jackson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.