Lífið

Vatn lykill að útgeislun

Shu Pei Qin. MYND/Cover Media
Shu Pei Qin. MYND/Cover Media

Kínverska fyrirsætan Shu Pei Qin, 20 ára, segir að samningur hennar við snyrtivöruframleiðandann Maybelline sé langþráður draumur sem hefur loksins orðið að veruleika.

Shu skaust upp á stjörnuhimininn í tískubransanum á mettíma. Hún vakti heimsathygli þegar hún sat fyrir á forsíðu kínsverska Vogue tímaritinu, var síðan andlit GAP fataframleiðandans og núna hefur hún skrifað undir risastóran samning við Maybelline.

„Þegar ég verslaði mér maskara frá Maybelline óskaði ég þess að ég yrði Maybelline-stúlkan einhvern daginn. Núna þegar það hefur gerst er eins og óskin mín hafi ræst," sagði Shu.

Spurð hvernig hún fer að því að vera geislandi og fersk öllum stundum svaraði Shu:

„Ég drekk helling af vatni. Ég er alltaf með flösku af vatni með mér hvert sem ég fer. Svo er ég líka alltaf með rauðan varalit í veskinu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.