Lífið

Synir Douglas hjálpa til

Michael Douglas leikari segir unga syni sína hjálpa sér í baráttunni við krabbameinið.
Fréttablaðið/getty
Michael Douglas leikari segir unga syni sína hjálpa sér í baráttunni við krabbameinið. Fréttablaðið/getty
Leikarinn Michael Douglas segir að krabbameinið hafi að einhverju leyti sameinað fjölskyldu hans og að hann leyfi sonum sínum að koma með sér á spítalann í geislameðferðir. Douglas, sem greindist með krabbamein í tungunni fyrr í sumar, segir syni sína hjálpa sér í baráttunni við sjúkdóminn og ástæðulaust sé að halda þessu leyndu fyrir þeim.

Synir hans eru sjö og tíu ára gamlir en þá á hann með konu sinni Catherine Zeta-Jones. Douglas segir í samtali við dagblaðið Daily Telegraph að hann sé farinn að snúa sér að íhugun og slökun til að vinna á krabbameininu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.