Fleiri fréttir

Tvær myndir um Airwaves

Heimildarmynd um Airwaves verður frumsýnd á Stöð 2 á mánudaginn. Önnur mynd verður frumsýnd á RIFF um helgina.

Allt á fullu hjá Rúnari Eff

Akureyski tónlistarmaðurinn Rúnar Eff sent frá sér myndband við lagið Holding Out for a Hero sem var upphaflega flutt af Bonnie Tyler árið 1984 og hljómaði í myndinni Footloose.

Orðin stóðu á litla sviðinu - myndir

Fyrsti „þáttur" af Orð skulu standa var fluttur á litla sviði Borgarleikhússins á þriðjudagskvöld. Ilmur Kristjánsdóttir og Egill Ólafsson voru fyrstu gestir en það hefur alltaf skipt litlu máli hverjir fara með sigur af hólmi, Ólympíuhugsjónin hefur verið látin ríkja.

Íslendingar í rúllettu hjá gjafara í Litháen

Veðmálafyrirtækið Betsson opnar í dag spilavíti á íslensku vefsvæði sínu. Spilarar geta þá tengst við alvöru gjafara sem staddur er í Litháen og spilað 21, rúllettu eða baccarat.

Stones í Kringlubíói

Tónleikamyndin Ladies & Gentlemen: The Rolling Stones frá 1974 verður sýnd í endurbættri útgáfu í Kringlubíói í kvöld. Aðeins verður um þessa einu sýningu að ræða.

Ný plata R.E.M. tilbúin

Meðlimir R.E.M. hafa tilkynnt að þeir hafa lokið upptökum á næstu plötu sinni. Platan hefur enn ekki fengið nafn en ráðgert er að hún komi út næsta vor.

Þegar mig langar í köku fæ ég mér köku

Kelly Osbourne, 25 ára,sem hlaut heimsfrægð þegar raunveruleikaþáttur um fjölskyldu hennar hóf göngu sína í sjónvarpi, segist loksins vera ánægð í lífinu.

Verslar aðeins á útsölum

Bandaríska leik- og söngkonan Selena Gomez, 18 ára, elskar að gera góð kaup á útsölum. Selena verlsar í verslunarmiðstöðum þegar útsölurnar hefjast en hún veit fátt eins skemmtilegt og að gera góð kaup. Leikkonunni finnst mikilvægt að spara og viðurkennir að henni líður betur að klæðast ódýrum fötum heldur en fokdýrum. Ég klæði mig eins og gömul kona. Nei eins og leiðinleg gömul kona," sagði Selena. Aðdáendur mínir spyrja mig oft hvar ég versla fötin sem ég geng í og ég segi þeim alltaf frá búðunum þar sem ég versla. En ég versla mest þegar útsölurnar hefjast og finn alltaf eitthvað sætt sem passar mér," sagði hún.

Dónaleg díva með stjörnustæla

Breska ofurfyrirsætan Kate Moss viðurkennir að vinir hennar kippi henni niður á jörðina ef hún svo mikið sem leyfir sér að vera með stjörnustæla. Kate, sem er ein áhrifamesta fyrirsæta heims þegar kemur að tískustraumum, viðurkennir að þegar hún er með frekju, yfirgang og dónaskap grípa vinir hennar inn í og húðskamma hana en það er fyrst þá sem hún vaknar hún til vitundar um að þannig hagar fólk sér ekki. „Ég á góða vini sem sjá til þess að ég sé ekki með stjörnustæla. Þeir slá mig utan undir og segja: Hættu að láta eins og díva!" sagði Kate.

Forfallinn Burberry aðdáandi

Sex and the City stjarnan, Sarah Jessica Parker, ásamt Mario Testino og Serenu Williams sátu í gær saman á fremsta bekk á vor- og sumartískusýningu Burberry fataframleiðandans fyrir næsta ár á tískuvikunni í London. Sarah, sem er forfallinn aðdáandi breska fatamerkisins Burberry, mætti í brúnum aðsniðnum leðurjakka eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Burberry fólkið var svo almennilegt að bjóða mér hingað. Það hefur verið gjafmilt í gegnum tíðina. Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef tíma til að mæta á sýningu hjá þeim því það er nóg að gera hjá mér bæði hvað varðar fjölskylduna og vinnuna," sagði Sarah sem var í skýjunum yfir því að hafa verið boðið á sýninguna.

Langar að leika á móti Scarlett

Kanadíski leikarinn Ryan Reynolds, 33 ára, langar að leika á móti eiginkonu sinni, leikkonunni Scarlett Johansson, í framtíðinni. Ryan, sem giftist Scarlett í Kanada árið 2008 hefur áhuga á að leika á móti henni en efast um að óskin rætist því framtíðarplön þeirra eru þéttskipuð. Það er kraftaverki líkast þegar kvikmyndir verða að veruleika og að fá að leika á móti einhverjum sem þig virkilega langar að leika á móti er kraftaverki líkast líka," sagði Ryan. Þá tjáði Scarlett sig nýverið um hjónabandið: Ég meina að vera gift einhverjum er það sama og að eiga heimili í einhverjum. Allt í einu á maður fjölskyldu og það er yndislegt."

Ekki sætta þig við hvað sem er

Brasilíska ofurfyrirsætan Gisele Bündchen segir að konur eigi ekki að sætta sig við neitt minna en fullkominn eiginmann. Gisele er gift bandarísku fótboltahetjunni Tom Brady og saman eiga þau níu mánaða son, Benjamin. Áður en hún gekk að eiga Tom hitti hún aðra menn. Í dag er hún fegin að hafa ekki gengið í hjónaband fyrr. Gisele segir að konur verði að sannreyna að þær eru með rétta manninum og þá sér í lagi áður en þær ákveða að eignast börn með viðkomandi. Áður en þú verður ólétt verður þú einfaldlega að ganga úr skugga um að þú sért með rétta manninum og alls ekki sætta þig við neitt minna en fullkominn mann sem þú elskar og hann elskar þig á móti," sagði Gisele.

Vangaveltur um væntanlegt brúðkaup

Nicole Richie hefur nú þegar verið gæsuð af vinkonum hennar og nú er því haldið fram að hún gangi í heilagt hjónaband um helgina. Fjölmiðlafulltrúi verðandi eiginmanns hennar Joel Madden er þögull sem gröfin en með honum á Nicole tvö börn Harlow, 2 ára, og Sparrow, 1 árs. Parið trúlofaði sig fyrr á þessu ári. Nicole hélt upp á 29 ára afmælið sitt síðustu helgi í Mexíkó með vinkonum sínum eins og Christinu Aguilera, Charlotte Ronson og Masha Gordon. Fjölmiðlar vestan hafs velta sér endalaust upp úr því hvort athöfnin fari fram um helgina en eitt er vitað og það er að Nicole og Joel gifta sig í Malibu.

Karl Berndsen fagnar

Í gær fagnaði Karl Berndsen áframhaldandi sigurgöngu sjónvarpsþáttarins Nýju útliti sem sýndur er á Skjá einum í húsakynnum Beauty Barsins, sem er hárgreiðslustofa Karls, staðsett í turninum við Höfðatorg í Borgartúni. Ég fór að velta fyrir mér að ég yrði að þróast og þar sem að ég er ljón þá vildi ég náttúrulega hafa vit á öllu og ég hugsaði með mér ókei ég er með hárið á hreinu og meik upið svona ágætlega á hreinu. Ég vill vita meira um vaxtarlag kvenna," sagði Karl áður en hann sýndi gestum hvernig hann hefur skilgreint og flokkað vaxtarlag kvenna sem hann vinnur út frá í nýju útliti á auðveldan og jákvæðan máta. Á fyrstu myndinni í meðfylgjandi myndasafni má sjá hvernig Karl hefur skilgreint vaxtalag kvenna á fimm mismunandi vegu.

Trommarar bestir í rúminu

Trommarasýning verður haldin í Reykjavík í október. Nonni kjuði í Diktu segir enga lognmollu í kringum trommara og þeir séu þekktir fyrir að vera rekkjunautar í hæsta gæðaflokki.

Kate sýndi nýja manninn

Kate Winslet sýndi umheiminum nýja kærastan sinn á ljósmyndasýningu í Madrid á Spáni. Lukkunnar pamfíllinn heitir Louis Dowler og er eitt frægasta karlmódel heims. Orðrómur hefur verið á kreiki um samband Dowlers og Winslet í dágóðan tíma eða frá því í sumar þar sem þau sáust ganga hönd í hönd í London.

Gillz er fórnarlamb eigin velgengni

„Ég skellti mér til Manchester til að horfa á United rúlla yfir Liverpool og á meðan verður allt vitlaust á klakanum,“ segir Egill „Gillzenegger“ Einarsson rithöfundur. Eftir að Fréttablaðið sagði frá því að Egill hefði sótt um inngöngu í Rithöfundasamband Íslands hefur komið upp nokkur kurr meðal rithöfunda. Ekki má ólíklegt telja að yfirlýsingar hans um að seilast til áhrifa innan sambandsins ráði þar nokkru um.

Jodie hjálpar Mel Gibson

Jodie Foster hyggst ekki yfirgefa sinn gamla vin, Mel Gibson, líkt og flestar Hollywood-stjörnur hafa gert. Jodie og Gibson leika saman í The Beaver sem enn hefur ekki verið frumsýnd en Jodie segir í samtali við tímaritið More að þetta sé ein kraftmesta og áhrifamesta frammistaða Gibsons í langan tíma.

Einfaldari útgáfa af Jónsa í Höllinni

„Sviðsmyndin hefur verið einfölduð aðeins en það er bara af praktískum ástæðum. Hún var náttúrulega svolítið stór og þung í umfangi sem er ekki þægilegt þegar menn eru að ferðast um heiminn,“ segir Kári Sturluson tónleikahaldari. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær ætlar Jónsi að ljúka heimstónleikaferð sinni hér á Íslandi 29. desember næstkomandi í Laugardalshöll.

Paris náði fram dómsátt

Paris Hilton mætti fyrir dómara í Las Vegas og játaði að hafa haft í fórum sínum nokkur grömm af kókaíni. Paris fékk skilorðsbundinn dóm í ár og var gert að sinna samfélagsskyldu. Samkvæmt Radar-Online.com hefur Paris þegar haft samband við lækninn sinn og óskað eftir að komast í samtalsmeðferð hjá honum.

Strengir úti í mýri

Tónleikaröðin „Klassík í Vatnsmýrinni“ hefur göngu sína í Norræna húsinu í kvöld þegar þær Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Elísabet Waage hörpuleikari leika verk eftir Louis Spohr, Jórunni Viðar og Béla Bartók. Auk þess frumflytja þær nýtt verk eftir Þuríði Jónsdóttur.

Hjálmar verður Einar blaðamaður

„Ég reikna með Hjálmari í hlutverkið,“ segir Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri. Hann er að fara af stað með Tíma nornarinnar, fjögurra þátta sjónvarpsseríu sem byggir á samnefndri sögu Árna Þórarinssonar. Hjálmar, sem Friðrik minnist á, er Hjálmarsson, bæjarfulltrúi Næstbesta-flokksins í Kópavogi. Hjálmar hefur reyndar leikið þetta hlutverk áður, var Einar blaðamaður þegar Útvarpsleikhúsið flutti leikritið fyrir rúmu ári. Friðrik, sem var nýkominn af æfingu þegar Fréttablaðið náði tali af honum, reiknaði með að fara í tökur í lok þessa mánaðar eða byrjun þess næsta. „Þetta verður páskasprengjan á RÚV.“

Arte mætir á RIFF

Fransk/þýska menningarsjónvarpsstöðin Arte, sem milljónir manna víðs vegar um Evrópu horfa á, ætlar að gera þátt um Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem hefst á fimmtudaginn. „Þetta er rosalega góð auglýsing fyrir Reykjavík og hátíðina,“ segir Hrönn Marinósdóttir hjá RIFF. Marc Wolfenberger, sem er leikstjóri myndarinnar Oil Rocks – City sem verður sýnd á hátíðinni, tekur upp þáttinn fyrir Arte ásamt íslenska tökumanninum Jóni Björgvinssyni en báðir starfa þeir hjá stöðinni.

Plantar fræjum í fjölda erlendra heimildarmynda

„Það eru forréttindi að fá að taka þátt í þessari miklu vakningarbylgju um stöðu upplýsingafrelsis,“ segir þingkonan Birgitta Jónsdóttir. Hún kemur fram í nýrri heimildarmynd sem bandaríska kvikmyndagerðarkonan Judith Ehrlich er með í undirbúningi. Ehrlich er annar af leikstjórum heimildarmyndarinnar The Most Dangerous Man In America sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrr á árinu og verður sýnd á Riff-kvikmyndahátíðinni í Reykjavík.

Valdataka húmorsins

Húmor og samfélagsleg áhrif hans verða í brennidepli á málþingi í Hafnarborg á laugardag. Að sögn Kristins Schram þjóðfræðings getur húmor leikið lykilhlutverk í valdabaráttu og stjórnmálum, eins og uppgangur Besta flokksins sýni.

Sér eftir að hafa hlegið í nektarsenu

Robbie Williams viðurkennir að hann móðgaði áströlsku söngkonuna Kylie Minogue með því að hlæja að henni þegar hún afklæddi sig fyrir framan hann.

Hefur fyrir því að vera góð mamma

Leikkonan Katherine Heigl, 31 árs, segir að eiginmaður hennar, Josh Kelley, hafi myndað tengsl við ættleidda dóttur þeirra, sem er 20 mánaða gömul, á undan henni. Katherina segist hafa tekið þá ákvörðun að hætta að leika í sjónvarpsseríunni Grey’s Anatomy því hún vildi eyða meiri tíma með dóttur þeirra, Naleigh. Fyrsta sem Naleigh sagði var Dada. Hún kallaði síðan alla Dada eftir það," sagði Katherine í viðtalii við InStyle tímaritið. Katherine ákvað eftir að hún eignaðist Naleigh að vinna aðeins þrjá mánuði á ári til að geta verið meira heima með barninu. Naleigh lærði fljótlega að orðin mamma og koss væri náskyld. Þegar hún sagði mamma setti hún stút á munninn og gerði kossahljóð," sagði Katherine. Ég fékk gríðarlega mikið samviskubit yfir því að ég fór frá henni og byrjaði að vinna aftur en á sama tíma elska ég það sem ég geri. Ég þarf virkilega að hafa fyrir því að verða góð mamma. Ég viðurkenni það alveg."

Áherslubreyting eftir að hún varð mamma

Söngkonan Gwen Stefani segir að það sé þess virði að bíða eftir nýrri plötu hljómsveitarinnar No Doubt. Hljómsveitin gaf síðast út plötu árið 2001 en síðan þá hefur Gwen unnið að sólóferli og hannað fatnað sem ber yfirskriftina L.A.M.B..

Hætt að fela nýja kærastann

Breska leikkonan Kate Winslet, 34 ára, hefur nú loksins látið sjá sig á opinberum vettvangi með nýja kærastanum Louis Dowler. Katie skildi við leikstjórann Sam Mendes, 45 ára, fyrr á þessu ári og núna er hún ástfangin upp fyrir haus, að sögn vina hennar, af fyrirsætunni Louis, sem er einnig 34 ára. Louis og Kate hafa lagt sig fram við að halda sambandinu fjarri fjölmiðlum en í gærkvöldi á kvikmyndahátíði sem fram fór á Spáni leiddist parið og lét vel að hvort öðru. Kate geislaði af ánægju að sögn viðstaddra klædd í glæsilegan síðkjól sem var eins og sérsniðinn á hana. Kate var gift Sam í sjö ár og saman eiga þau 6 ára gamlan son, Joe. Katie eignaðist Miu, 9 ára, með fyrsta eiginmanni sínum, Jim Threapleton.

Ein af útvöldum á A-lista Calvin Klein

Leikkonan Katie Holmes, sem varð heimsþekkt fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Dawson Creek, er í dag ein áhrifamesta kona heims þegar kemur að tísku. Hún er segist vera yfir sig hrifin af einfaldleikanum sem einkennir fatnað frá Calvin Klein. Katie og yfirhönnuður kvennalínu Calvin Klien, Francisco Costa, eru mikilir vinir en þau kynntust áður en hún féll fyrir eiginmanni sínum, leikaranum Tom Cruise. Ég elska Calvin Klein og mig langar í allt sem þeir eru með fyrir næsta ár. Ég er sérstakleag hrifin af einfaldleikanum. Litirnir eru mér líka að skapi," sagði leikkonan. Katie er á svokölluðum A-lista af stjörnum sem býðst að sitja á fremsta bekk á Calcin Klein sýningunum. Þá má einnig nefna Julianne Moore, Kerry Washington og Isabel Lucas.

Sonur Beckham hjóna hannar gleraugnalínu

David og Victoria Beckham styðja son sinn, Romeo sem er 8 ára, og ákvörðun hans, sem er að hanna eigin sólgleraugnalínu fyrir krakka á hans aldri.

Heidi Klum er besti vinur minn

Tónlistarmaðurinn Seal, 47 ára, segir að hjónaband hans og þýsku ofurfyrirsætunnar Heidi Klum sé frábært af því að þau eru bestu vinir. Seal giftist henni í Mexíkó árið 2005 og í dag ala þau upp fjögur börn saman. Hann segist aldrei hafa verið eins ástfanginn af eiginkonu sinni og núna. Heidi og Seal hafa þann háttinn á að þau endurnýja hjúskaparheitin á hverju ári með fjölskyldu og vinum. Seal segir áríðandi að deila með Heidi hvernig honum líður og hvaða tilfinningar hann ber til hennar. „Ég er gftur og ástfanginn af besta vini mínuml. Við tökumst á við allt í lífinu saman. Við göngum í gegnum sömu vandamál og önnur pör gera en við erum bæði meðvituð um hvað við erum heppin að eiga hvort annað," sagði Seal.

Útgáfutónleikar Rökkurró í kvöld

Til að fagna útgáfu plötunnar Í annan heim heldur hljómsveitin Rökkurró tónleika í Iðnó í kvöld, og verður platan þar leikin i heild sinni.

Púsluðu saman nýrri plötu

Hljómsveitin Amiina gefur út sína aðra plötu, Puzzle, á miðvikudag. Tveir karlkyns meðlimir hafa gengið til liðs við þessa fyrrum stúlknasveit.

Lokatónleikar Jónsa í Höllinni

Tónlistarmaðurinn Jón Þór Birgisson, eða Jónsi úr Sigur Rós, lýkur heimstónleikaferðalagi sínu á Íslandi í Laugardalshöllinni 29. desember. Í byrjun apríl gaf Jónsi út sína fyrstu sólóplötu, Go, sem hefur hlotið lof gagnrýnenda um allan heim. Í kjölfar útgáfu plötunnar lagði Jónsi af stað í metnaðarfulla tónleikaferð um heiminn sem stendur enn yfir. Áður en Jónsi stígur á svið í Laugardalshöllinni mun hann ásamt hljómsveit hafa spilað á einum 99 tónleikum í Norður-Ameríku, Evrópu, Ástralíu og Asíu, þar á meðal tónlistarhátíðunum Coachella, Summer Sonic, Öya, Pukkelpop, Electric Picnic og Bestival.

Áhugi frá bandarískri útgáfu

Hiphop-hljómsveitin Original Melody er í viðræðum við lítið bandarískt útgáfufyrirtæki, Hartke Records, um að það kynni og dreifi nýjustu plötu hennar, Back & Forth, sem kemur út 1. október.

Taka við berstrípuðu leikhúsi

Nýverið var greint frá því að Hafnarfjarðarbær hefði samið við Gaflaraleikhúsið um rekstur leikhúss að Strandgötu 50 í Hafnarfirði sem áður hýsti Hafnarfjarðarleikhúsið. Björk Jakobsdóttir, Gunnar Helgason, Lárus Vilhjálmsson, Gunnar Björn Guðmundsson og Ágústa Skúladóttir koma að Gaflaraleikhúsinu en reiknað er með því að nýja leikhúsið verði opnað um mánaðamótin október-nóvember.

Calvin Klein vill íslenskan strák í auglýsingaherferð

„Við erum að leita að flottum strákum fyrir næstu tískusýningu hönnuðarins Calvins Klein í New York. Sá sem verður valinn kemst á samning hjá okkur og á svo einnig möguleika á því að komast á samning hjá hönnuðinum sjálfum og verða andlit næstu auglýsingaherferðar fyrirtækisins. Þannig að við erum að leita að næstu karlfyrirsætu Calvins Klein,“ segir Ingibjörg Finnbogadóttir, framkvæmdastjóri Elite-umboðsskrifstofunnar á Íslandi.

Miðar fyrir milljón

Ingólfur Þórarinsson, best þekktur sem Ingó Veðurguð, er einn vinsælasti dægurlagasöngvari landsins um þessar mundir. Hljómsveitin hans, Ingó og Veðurguðirnir, troðfylla hvern tónleikastaðinn á fætur öðrum úti á landi og Ingó sjálfur leikur á kassagítar fyrir fullum Óliver á hverjum fimmtudegi. Ekki má heldur gleyma því að Ingólfur leikur með meistaraflokki Selfoss í Pepsí-deildinni og hefur staðið sig með ágætum þótt liðið hafi fallið úr deildinni á sunnudag. Nýjasta rósin í hnappagatið er hins vegar metsala á söngleikinn Buddy Holly þar sem Ingólfur leikur aðalhlutverkið en þrjú þúsund miðar hafa selst síðan forsalan hófst en það ætti að skila nokkrum milljónum í kassann. - fgg

Fengu loks sigurlaunin í Popppunkti

„Það er svona þegar verðlaunin eru ekki prentuð á pappír og afhent strax. Þá vill þetta oft fara á flakk milli skrifborða en við erum búnir að leysa þetta núna,“ segir Felix Bergsson, spyrill í Popppunkti. Síðasti þáttur sumarsins í spurningakeppni tónlistarmanna var á laugardaginn þegar Skriðjöklar og Lights on the Highway öttu kappi í úrslitum. Lights on the Highway fór með sigur af hólmi. Athygli vakti þegar Guðmundur Svafarsson, liðsmaður Ljótu hálfvitanna, mætti til að krýna arftaka sína að þá lét hann þau orð falla að sigurvegararnir ættu ekki að vera of glaðir; það hefði reynst þrautin þyngri að innheimta vinningana frá því á síðasta ári.

Vinsælli en Aniston

Leikkonan Blake Lively, 23 ára, vildi ólm líkjast leikkonunni Jennifer Aniston. Hún vildi alveg eins hár og Jennifer. Blake, sem fer með hlutverk Serenu í sjónvarpsþáttunum Gossip Girl, er fyrirmynd óteljandi stúlkna um heim allan og nú biðja þær um Blake-klippingu á hárgreiðslustofunum í stað þess að vilja vera eins og Jennifer Aniston. Ég man þegar ég var krakki vilid ég vera með eins hár og Jennifer," sagði Blake. Þetta er náttúrulega alveg ótrúlegt! Ég las einhversstaðar að nú væri hárið á mér vinsælla á stofunum en hárið á Jennifer. Það er vissulega ánægjulegt en skrýtið," sagði Blake.

Súpermódelin standa saman

Þýska ofurfyrirsætan Claudia Schiffer hefur upplifað vægast sagt skrýtna hluti í gegnum tíðina. Eitt sinn var undirfötunum hennar stolið af aðdáanda. Claudia sem var á hátindi ferils síns fyrir tuttugu árum ásamt vinkonum sínumí módelbransanum, Helenu Christensen, Cindy Crawford og Naomi Campbell.

Búin að fá nóg af tali um vaxtarlag

Ástralska ofurfyrirsætan Elle Macpherson, 47 ára, er búin að fá sig fullsadda á umræðunni um vaxtarlag kvennanna sem eru í módelbransanum. Elle, sem er dómari í sjónvarpsseríunni Britain’s Next Top Model, hefur verið upptekin við að velja konur sem vilja mæta í þáttinn og keppa um að verða fyrirsætur. Spurð út í vaxtarlag kvennanna sem virðast allar vera nákvæmlega eins og þá í grennra lagi svaraði Elle: Ó guð ég er svo þreytt á að tala um þetta endalaust! Veistu hvað ég hef séð allar útgáfur af konum í þessum bransa. Allt frá Raquel Welch til Kate Moss og hver ein og einast er fallegar það skiptir engu hvernig þær eru í vextinum."

Múm og 101-elítan í Kraká

Hljómsveitin múm spilaði á einni stærstu tónlistarhátíð Póllands, Sacrum Profanum, í Kraká um síðustu helgi ásamt hópi íslenskra tónlistarmanna. Þrjú þúsund manns voru í salnum og voru tónleikarnir teknir upp. Þeir þóttu heppnast mjög vel enda verða þeir gefnir út á mynddiski á næsta ári.

Leynifélagið á skjáinn

„Við erum ekki að sjónvarpsvæða útvarpsþáttinn Leynifélagið en við verðum sömu karakterar og í útvarpinu,“ segir Kristín Eva Þórhallsdóttir. Hún og Brynhildur Björnsdóttir hafa um árabil stjórnað barna-og unglingaþættinum Leynifélagið á Rás 1 við miklar vinsældir. Og nú munu þær stjórna morgunsjónvarpi barnanna á laugardagsmorgnum milli átta og tíu. „Þa

Sjá næstu 50 fréttir