Fleiri fréttir

Skilnaðarstríð Tiger og Elin hafið

Elin Nordergren, fyrrum eiginkona Tiger Woods, hyggst ekki gefa neitt eftir í skilnaði sínum við besta kylfing heims. Lögfræðingastoð mun koma að sambandsslitum parsins.

Senda börnin á Diskóeyju

„Það dásamlega við krakka er að þeir koma ekki að borðinu full af fordómum hvað sé rétt og skemmtileg. Þau finna þetta á sér,“ segir þúsundþjalasmiðurinn Óttarr Proppé.

Pétur og Ragna eiga níuhundruð málverk

Sýningin Annað auga - Úr safni Péturs og Rögnu opnaði á Kjarvalsstöðum fyrir helgi í tengslum við Listahátíð Reykjavíkur. Þar má sjá valdar ljósmyndir úr safni listsafnarans Péturs Arasonar og eiginkonu hans Rögnu Róbertsdóttur.

Bush ekki treystandi fyrir skærum

Breski gamanleikarinn Russell Brand var viðmælandi tímaritsins Playboy fyrir skemmstu þar sem hann svaraði tuttugu laufléttum spurningum.

Hausinn á Jóa Fel sprakk eftir bardagann

Hnífabardagi Jóa Fel og Páls Óskars var hluti af sprenghlægilegu myndbandi sem nú er komið á Netið. Bransasögur heitir rapplagið þar sem Steindi Jr. segir vinum sínum skrautlegar sögur við gerð þáttanna Steindinn okkar.

Grætur yfir HM-lagi

Enska knattspyrnusambandið viðurkennir ekki útgáfu Robbie Williams og Russell Brand á laginu Three Lions.

Regnboganum lokað 1. júní

Rekstrarstjóri kvikmyndahúsa Senu var ekki reiðubúinn til að staðfesta dagsetninguna í samtali við Fréttablaðið í gær en sagði hlutina eiga að skýrast í næstu viku.

Kylie gefur út Aphrodite

Ástralska söngkonan Kylie Minogue hefur gefið út nafn og útgáfudag á nýjustu plötu sína, þá elleftu í röðinni.

Sprautar Ajax á matinn til að freistast ekki

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian trúði útvarpsmanninum Ryan Seacrest fyrir því að hún úðaði hreinsivökva á matinn sinn til að koma í veg fyrir að hún borði of mikið.

Jói Fel og Páll Óskar í hnífaslag | Myndir

Jói Fel og Páll Óskar hittust niðri á bryggju á Grandanum í vikunni. Páll Óskar var vopnaður hníf og Jói vínarbrauðum þegar þeir tóku upp atriði fyrir Steindann okkar.

Sigtryggur heldur styrktartónleika - tengdasonurinn einn nímenninganna

Tónlistarmaðurinn Sigtryggur Baldursson og leikkonan Magnea Björk Valdimarsdóttir hafa skipulagt tónleikaveislu til styrktar nímenningunum sem ákærðir eru fyrir árásina á Alþingishúsið í byrjun búsáhaldabyltingarinnar 2008. Sigtryggi er málið nokkuð skylt því tengdasonur hans er meðal hinna níu.

Bjarni töframaður og Gillz sættust í afmælinu

„Ég verð að viðurkenna að hann átti góða innkomu þarna,“ segir Egill „Gillzenegger“ Einarsson. Egill fagnaði þrítugsafmæli sínu á miðvikudagskvöld með stórri veislu á Players.

Slegist um Skytturnar þrjár

Warner Bros tilkynnti nýverið að ráðist yrði í gerð kvikmyndar um Skytturnar þrjár eftir samnefndri bók Alexandre Dumas. Leikstjórinn Doug Liman, þekkastur fyrir Bourne Identity, mun líklega stýra hlutunum á tökustað.

Thad helgaðir tónleikar

Stórsveit Reykjavíkur heldur tónleika í Þjóleikhúskjallaranum á mánudagskvöld kl. 21. Á efnisskrá verður öll tónlistin af einni frægustu stórsveitaplötu allra tíma; Consummation með Stórsveit Thad Jones/Mel Lewis frá 1970, en hluti hennar var einmitt hljóðritaður í maímánuði það ár, fyrir réttum fjörutíu árum.

Carell hættir í Office en vill ekki hærri laun

Leikarinn Steve Carell segist ekki hafa hótað að hætta í gamanþáttunum í von um að fá launahækkun. Carell lýsti því yfir á dögunum að hann ætlaði að hætta eftir að næstu þáttaröð lýkur.

Skírnir kominn

Út er komið vorhefti Skírnis og leggur sitt til umræðunnar um lærdóma af bankahruninu og breytingar á stjórnskipan og stjórnarskrá: þannig eru í heftinu tvær greinar sem tengjast hugmyndum um stjórnarskrá og hlutverk forsetaembættisins, skrifaðar frá ólíkum sjónarhornum.

Sýning á verkum Munch á Íslandi

Í Listasafni Íslands verður opnuð á morgun sýning á úrvali átján grafíkverka eftir norska listamanninn Edvard Munch.

Söngvafléttur Schuberts í Fríkirkjunni

Ágúst Ólafsson barítónsöngvari, og Gerrit Schuil píanóleikari, ráðast næstu þrjá sunnudagsmorgna í það mikla og erfiða verk að flytja tvo frægustu ljóðasöngflokka Schuberts, Vetrarferðina og Malarastúlkuna, auk söngvasafns sem gefið var út að honum látnum undir heitinu Svanasöngur.

Bach og Pärt

Sunnudaginn 16. maí kl. 20 flytja Kór og Kammersveit Langholtskirkju Berliner Messe eftir Arvo Pärt og Kantötu nr. 4, Christ lag in Todesbanden (Í dauðans böndum Drottinn lá), eftir J. S. Bach.

Náttsöngvar í Kristskirkju

Á mánudag kl. 20 flytur Sönghópurinn Hljómeyki, undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar, Náttsöngva, op. 37 eftir Sergej Rakhmanínov í Kristskirkju, Landakoti. Sönghópurinn Hljómeyki flutti verkið fyrstur allra kóra á Íslandi í árslok 2007 og nú gefst mönnum tækifæri til að hlýða á verkið í annað sinn í flutningi sönghópsins.

Russell vill prófa Bollywood

Russell Crowe, sem leikur í ævintýramyndinni Robin Hood, hefur mikinn áhuga á að breyta til og leika í Bollywood-mynd.

Af átvöxtum skuluð þið þekkja þá

Þórarinn Eldjárn hefur átt greiða leið með sín háttbundnu kvæða allar götur síðan Atli Heimir Sveinsson sló lagboða um Guðjónskvæði hans meðan skáldið sat enn í menntaskóla. Jóhann G. Jóhannsson tók fyrir fáum árum stóran slurk úr kvæðabrunni skáldsins en þess utan hefur Þórarinn sett saman fjölda ljóða til söngs í leiksýningar.

Á tvö þúsund matreiðslubækur

„Ég held að ég geti sagt það án þess að blikna að það er enginn hér á landi sem veit jafnmikið um mat og matargerð og Nanna Rögnvaldardóttir,“ segir Rikka um annan þátt sinn af Matarást.

Ívar Guðmunds með eyeliner

Heitasta partíið í Kópavogi á miðvikudagskvöld var á Players þar sem Egill Einarsson fagnaði þrítugsafmæli sínu.

Sýna á London Fashion Week

Ingvar Helgason, bróðir sjónvarpsmannsins Egils Helgasonar, skipar hönnunartvíeykið Ostwald Helgason ásamt hinni þýsku Susanne Ostwald.

Bomba gefur út bók

Tobba Marinós, sem bræddi áhorfendur í Djúpu lauginni í vetur, hefur verið iðin við að skrifa undanfarna mánuði og innan skamms kemur út fyrsta skáldsaga hennar "Makalaus" hjá Forlaginu.

Magnað partí hjá GK og Sexy Lazer

Verslunin GK stóð fyrir miklum fögnuði á miðvikudaginn. Plötusnúðurinn Sexy Lazer setti upp græjurnar og hönnuðurinn Mundi kom fötunum sínum fyrir.

Sjá næstu 50 fréttir