Lífið

Bush ekki treystandi fyrir skærum

Russell Brand kallaði George Bush þroskahefta kúrekann fyrir nokkru og hlaut skammir fyrir.
Russell Brand kallaði George Bush þroskahefta kúrekann fyrir nokkru og hlaut skammir fyrir.

Breski gamanleikarinn Russell Brand var viðmælandi tímaritsins Playboy fyrir skemmstu þar sem hann svaraði tuttugu laufléttum spurningum.

Brand var meðal annars spurður út í þegar hann var kynnir á MTV verðlaunahátíðinni fyrir nokkrum árum síðan og kallaði George Bush, fyrrum Bandaríkjaforseta, þroskahefta kúrekann og hlaut miklar skammir fyrir.

„Ég hélt ekki að þetta mundi koma mér í vandræði, ég meinti þetta sem hrós. Ég var í raun ekki að setja út á hinn þroskahefta Bush heldur að hrósa Bandaríkjamönnum fyrir að vera svo franmsæknir að leyfa þessum takmarkaða manni að stýra landinu í svo langan tíma. Í mínu heimalandi hefði Bush ekki einu sinni verið treyst fyrir skærum," sagði grínistinn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.