Lífið

Ásdís Rán: Ég stal ekki röddinni hennar

Ásdís Rán vísar á bug að hafa stolið rödd Bryndísar Jónsdóttur og upptökustjórinn Snorri Snorrason staðfestir það.
Ásdís Rán vísar á bug að hafa stolið rödd Bryndísar Jónsdóttur og upptökustjórinn Snorri Snorrason staðfestir það.

Séð og heyrt birti á dögunum forsíðufrétt um bakraddasöngkonuna Bryndísi Jónsdóttur undir fyrirsögninni „Ásdís Rán stal röddinni minni". Þar er Ásdís sökuð um að eigna sér heiðurinn af söng Bryndísar, en Ásdís vísar þeim ásökunum til föðurhúsanna.

„Þetta er algjört bull. Stelpan er náttúrlega bakrödd, en hún er með allt öðruvísi rödd en ég. Það fer ekkert milli mála að þetta er ég að syngja," segir fyrirsætan og athafnakonan Ásdís Rán.

Ásdís sendi nýlega frá sér lagið Feel My Body, sem er frumraun hennar á söngsviðinu. Séð og heyrt birti í vikunni frétt þar sem Bryndís Jónsdóttir, bakraddasöngkona lagsins, segir Ásdísi hafa stolið röddinni sinni. Bryndís ku samkvæmt Ásdísi vera ósátt við fréttina og segir blaðið fara frjálslega með staðreyndir. Ásdís segir leiðinlegt hvernig sé hægt að skemma fyrir á svona leiðinlegan hátt.

Nýja Séð og heyrt með fréttinni um Bryndísi og Ásdísi.

„Þetta er örugglega söluhæsta forsíða ársins," segir Ásdís.

„En ég er ekki svo vitlaus að ég myndi gefa út lag sem ég syng ekki sjálf. Hún er náttúrlega bakrödd. Það er ekki satt sem er sagt þarna, að hún syngi allt lagið og ég steli röddinni hennar."

Snorri Snorrason tók lagið upp og útsetti. Hann staðfestir þetta og segir málið afar einfalt. „Bryndís syngur bakraddir, Ásdís er aðalsöngvarinn. Þetta er ekkert flóknara," segir hann.

atlifannar@frettabladid.is


Tengdar fréttir

Popplag Ásdísar Ránar komið á netið

Ásdís Rán hefur sent frá sér fyrsta lag sitt, Feel My Body. Snorri Idol Snorrason stýrði upptökum en lagið er í anda poppprinsessa dagsins í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.