Drengjakór Reykjavíkur stendur á tvítugu 15. maí 2010 08:45 Tónlist Drengjakór Hallgrímskirkju: syngja eins og englar. Drengjakór Reykjavíkur fagnar í dag kl. 14 tvítugsafmæli kórsins síns með tónleikum í í Hallgrímskirkju. Drengjakór Reykjavíkur var stofnaður 6. október 1990. Frá árinu 1994 hefur Friðrik S. Kristinsson, fjölmenntaður tónlistarmaður og uppalandi stjórnað kórnum. Hann stjórnar einnig Karlakór Reykjavíkur og kennir við Söngskóla Sigurðar Demetz. Lenka Matevoa, organisti Kópavogskirkju er einnig hámenntaður tónlistarmaður frá Tékklandi og er hún undirleikari kórsins. Drengjakór Reykjavíkur er eini drengjakórinn hér á landi og starfar við Hallgrímskirkju í Reykjavík. Kórinn syngur að jafnaði einu sinni í mánuði í messu á starfsárinu. Haldnir eru jóla- og vortónleikar og einnig kemur kórinn fram við mörg önnur hátíðleg tækifæri, jafnt utan kirkju sem innan. Einkunnarorð kórsins eru „Syngja eins og englar, hegða sér eins og herrar og leika sér eins og strákar“. Í kórstarfi læra drengirnir að starfa saman, taka tillit til annarra og síðast en ekki síst fá þeir mikilsvert tónlistarlegt uppeldi, sem þeir búa að alla tíð bæði í leik og starfi. Margir fyrrverandi kórfélagar hafa haldið áfram tónlistarnámi sínu eftir að kórnum sleppir. Drengjakór Reykjavíkur æfir reglulega tvisvar í viku. Á hverjum vetri er farið í æfingabúðir út fyrir höfuðborgarsvæðið. Við kórinn hefur frá upphafi starfað foreldrafélag sem heldur utan um starfsemi kórsins í samvinnu við stjórnanda hans. Foreldrafélagið sér um daglegan rekstur kórsins. Tónleikahald er stór þáttur í starfi kórsins og er það metnaður drengjanna að tónleikar séu kórnum og þeim sjálfum ævinlega til sóma. Þeir vita að til þess að svo megi verða þurfa þeir að vinna mikið og vel! Söngstjórinn þarf að ráða yfir margslungnum galdri svo að þessi markmið náist ljúflega og í allri gleði. Og þannig nást þau í Drengjakór Reykjavíkur. - pbb Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Drengjakór Reykjavíkur fagnar í dag kl. 14 tvítugsafmæli kórsins síns með tónleikum í í Hallgrímskirkju. Drengjakór Reykjavíkur var stofnaður 6. október 1990. Frá árinu 1994 hefur Friðrik S. Kristinsson, fjölmenntaður tónlistarmaður og uppalandi stjórnað kórnum. Hann stjórnar einnig Karlakór Reykjavíkur og kennir við Söngskóla Sigurðar Demetz. Lenka Matevoa, organisti Kópavogskirkju er einnig hámenntaður tónlistarmaður frá Tékklandi og er hún undirleikari kórsins. Drengjakór Reykjavíkur er eini drengjakórinn hér á landi og starfar við Hallgrímskirkju í Reykjavík. Kórinn syngur að jafnaði einu sinni í mánuði í messu á starfsárinu. Haldnir eru jóla- og vortónleikar og einnig kemur kórinn fram við mörg önnur hátíðleg tækifæri, jafnt utan kirkju sem innan. Einkunnarorð kórsins eru „Syngja eins og englar, hegða sér eins og herrar og leika sér eins og strákar“. Í kórstarfi læra drengirnir að starfa saman, taka tillit til annarra og síðast en ekki síst fá þeir mikilsvert tónlistarlegt uppeldi, sem þeir búa að alla tíð bæði í leik og starfi. Margir fyrrverandi kórfélagar hafa haldið áfram tónlistarnámi sínu eftir að kórnum sleppir. Drengjakór Reykjavíkur æfir reglulega tvisvar í viku. Á hverjum vetri er farið í æfingabúðir út fyrir höfuðborgarsvæðið. Við kórinn hefur frá upphafi starfað foreldrafélag sem heldur utan um starfsemi kórsins í samvinnu við stjórnanda hans. Foreldrafélagið sér um daglegan rekstur kórsins. Tónleikahald er stór þáttur í starfi kórsins og er það metnaður drengjanna að tónleikar séu kórnum og þeim sjálfum ævinlega til sóma. Þeir vita að til þess að svo megi verða þurfa þeir að vinna mikið og vel! Söngstjórinn þarf að ráða yfir margslungnum galdri svo að þessi markmið náist ljúflega og í allri gleði. Og þannig nást þau í Drengjakór Reykjavíkur. - pbb
Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“