Lífið

Vel heppnuð hringferð

Lay Low á tónleikunum í Hrísey sem voru haldnir á veitingahúsinu Brekku.
Lay Low á tónleikunum í Hrísey sem voru haldnir á veitingahúsinu Brekku. mynd/baldur dýrfjörð

Tónleikaferð Lay Low, Péturs Ben og Ólafar Arnalds, undir nafninu Rás 2 plokkar hringinn, er rúmlega hálfnuð og hefur hún gengið mjög vel. Egilsstaðir, Akureyri, Hrísey og Stokkseyri eru að baki og í kvöld liggur leiðin til Bolungarvíkur, þar sem Skriðurnar koma einnig fram.

Þetta er annað árið í röð sem Rás 2 stendur fyrir tónleikaferð um landið. Í fyrra var rokkað hringinn með Ampop, Diktu og Hermigervli. Helsti tilgangur ferðarinnar er að gefa tónlistaráhugafólki á landsbyggðinni tækifæri til að sjá og heyra fremsta tónlistarfólk landsins af yngri kynslóðinni í heimabyggð.

Tónleikarnir í Bolungarvík hefjast klukkan 21.00 í kvöld. Á fimmtudag er ferðinni síðan heitið á Hótel Barbró á Akranesi og lokatónleikarnir verða á Nasa á föstudagskvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.