Lífið

Van Halen kominn úr meðferð

Eddie Van Halen kann að rokka
Eddie Van Halen kann að rokka MYND/Getty Images
Gítarleikarinn Eddie Van Halen, úr rokkhljómsveitinni Van Halen, er kominn úr meðferð eftir að hafa dvalist þar í einn mánuð. Rokkarinn, sem er 52 ára gamall, kemur fram í Phoenix í dag en það mun vera í fyrsta sinn sem hann kemur opinberlega fram eftir að meðferðinni lauk. Þar mun hann kynna tvo gítara sem einungis eru framleiddir í takmörkuðu upplagi.

Þann 12. mars síðastliðinn var Van Halen innvígð í Frægðarhöll rokksins í New York. Missti Eddie af því þar sem hann hafði þá þegar hafið meðferðina. Hann var þó ekki eini meðlimur bandsins sem mætti ekki því David Lee Roth skrópaði þar sem hann fékk ekki leyfi til að syngja smellinn sinn, Jump. Það voru því aðeins þeir Sammy Hagar og Micael Anthony sem voru viðstaddir vígsluna.

Frétt Vísis um meðferðarinnlögn Eddie Van Halen





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.