Lífið

Borgaði 130 milljónir fyrir J-Lo

Það er ekki ókeypis að fá dívuna Jennifer Lopez til að taka lagið
Það er ekki ókeypis að fá dívuna Jennifer Lopez til að taka lagið MYND/Getty Images

Rússneski auðkýfingurinn Andrei Melnichenko var svo sannarlega ekki að spara þegar hann hélt upp á 35 ára afmæli sitt og 30 ára afmæli konu sinnar í London á laugardag. Fékk hann söngkonuna Jennifer Lopez til að koma og syngja í afmælisveislunni en söngurinn var langt frá því að vera ókeypis.

Greiddi auðkýfingurinn Jennifer 1,2 milljónir bandaríkjadala fyrir að skemmta gestum veislunnar í 40 mínútur. Það var þó ekki eini kostnaðurinn sem fylgdi söngskemmtuninni þar sem hann greiddi 800 þúsund dollara fyrir flug söngkonunnar frá Bandaríkjunum til London en með í för var maður hennar, söngvarinn Marc Anthony auk fylgdarliðs.

Skemmtiatriðið var því svo sannarlega ekki ókeypis, en kostnaðurinn jafngildir rúmum 130 milljónum íslenskra króna. Auðkýfingurinn hefur þó fengið sitt fyrir aruinn þar sem J-lo tók þekkta slagara á borð við ,,Jenny From the Block".






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.