Lífið

Kate Hudson fagnar afmælisdeginum með Owen Wilson

Owen og Kate á frumsýningu You, Me and Dupree í Sydney, Ástralíu, síðasta sumar
Owen og Kate á frumsýningu You, Me and Dupree í Sydney, Ástralíu, síðasta sumar MYND/Getty Images

Leikkonan knáa, Kate Hudson, varð 28 ára gömul á fimmtudaginn. Fagnaði hún afmælisdegi sínum með kærastanum, leikaranum Owen Wilson. Léku þau saman í kvikmyndinni You, Me and Dupree og kviknaði ástin á milli þeirra í kjölfarið.

Í tilefni dagsins fóru þau út að borða á La Esquina með nánustu vinum leikkonunnar. Kysstust þau úti í horni og Kate virtist afar hamingjusöm, samkvæmt sjónarvotti sem var á veitingastaðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.