Lífið

Faðir Britney segir hana hafa verið óviðráðanlega

Föður Britney Spears þykir dóttir sín ekki hafa hegðað sér sem skyldi undanfarið
Föður Britney Spears þykir dóttir sín ekki hafa hegðað sér sem skyldi undanfarið MYND/Getty Images

Jamie Spears, faðir söngkonunnar Britney Spears, hefur gagnrýnt dóttur sína opinberlega fyrir að hafa kennt umboðsmanni sínum og fjölskyldu um erfiðleikana sem hafa hrjáð poppprinsessuna undanfarið. Sendi Jamie tölvupóst til dagblaðsins NY Post þar sem hann tekur upp hanskann fyrir fyrrum umboðsmann Britneyar, Larry Rudolph, en hann fékk reisupassann frá Britney í síðustu viku.

.

,,Þegar Larry Rudolph var að reyna að fá Britney til að fara í meðferð var hann að reyna að fá hana til að gera það sem móðir hennar, faðir og aðrir sérfræðingar með meira en 100 ára reynslu vissu að væri það sem hún þurfti á að halda," skrifar Jamie í tölvupóstinum.

,,Hún var óviðráðanleg. Larry var sá sem við ákváðum skyldi tala við Britney. Spears fjölskyldan biður hér með Larry opinberlega afsökunar á ummælum dóttur okkar um hann síðastliðnar vikur. Því miður kennir Britney Larry og fjölskyldu sinni um hvernig komið er fyrir henni í dag. Larry hefur alltaf verið til staðar fyrir Britney og við munum ávalt vera þakklát honum fyrir það."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.