Lífið

Alec biðst afsökunar á hótunarskilaboðum til dóttur sinnar

Alec Baldwin
Alec Baldwin MYND/Getty Images

Leikarinn Alec Baldwin, sem verið hefur í fréttum vegna harðorðaðra talhólfsskilaboða til dóttur sinnar, hefur beðist afsökunar á hegðun sinni á heimasíðu sinni. Kennir hann stressinu sem fylgir forræðisbaráttunni um hegðan sína og segist eiga í eðlilegu sambandi við dóttur sína.

,,Mér þykir fyrir því, eins og allir sem þekkja mig vita, að hafa steytt skapi mínu á dóttur minni," skrifaði leikarinn á heimasíðu sína. ,,Forræðisdeila síðustu ára hefur tekið mjög á mig. Maður þarf að ganga í gegnum þetta sjálfur til að skilja það (þó ég voni að enginn lendi í því). Mér þykir afar leiðinlegt hvað gerðist."

Skrifaði Alec afsökunarbeiðnina í gestabók heimasíðu sinnar undir yfirskriftinni ,,Alec svarar fyrirspurnum ykkar" aðeins degi eftir að vefsíðan TMZ lét talhólfskilaboðin sem ætluð voru Ireland, 11 ára dóttur leikarans og leikkonunnar Kim Basinger, á síðu sína.

Fyrri frétt Vísis um hótun Alec gagnvart dóttur sinni






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.