Stórafmæli á Seltjarnarnesi 19. apríl 2007 15:00 Unglingaflokkur kvenna í handbolta fagnar Íslandsmeistaratitli fyrir nokkrum árum. Grótta rekur þrjár deildir í dag, knattpspyrnu-, handbolta- og fimleikadeild. „Það eru nú að vísu 42 ár síðan ég byrjaði, sagan nær aðeins lengra aftur,“ segir Garðar Guðmundsson, stofnandi Íþróttafélagsins Gróttu á Seltjarnarnesi. 40 ár eru liðin frá stofnun félagsins um þessar mundir og verður afmælinu fagnað með hátíðardagskrá í Íþróttahúsi Seltjarnarness í dag. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Garðar smalaði saman drengjum á Seltjarnarnesi til að spila fótbolta á kvöldin fyrir rúmum fjörutíu árum. „Ég setti upp auglýsingu í Melabúðinni um að ég ætlaði að stofna félag og það voru 127 strákar sem skráðu sig. Svo var ég bara með þessum strákum úti á túni á hverju einasta kvöldi að spila, frá því að vinnu lauk og fram að miðnætti,“ segir Garðar. „Þetta er auðvitað allt breytt í dag, nú er Grótta stórveldi með fína aðstöðu til íþróttaiðkunar.“ Garðar viðurkennir að árangurinn á knattspyrnuvellinum mætti vera betri en segir félagið bæta það upp á öðrum sviðum. Hann getur þó stært sig af prýðisgóðum árangri með Old boys-flokki félagsins sem hann þjálfar. „Við höfum ekki unnið neina titla en stöndum okkur alltaf vel. Árið í fyrra var okkar besta ár,“ segir Garðar, sem hefur alltaf jafn gaman af því að þjálfa. „Ég sleppi ekki höndunum af þessu. Það er þó orðið svo núna að ég tek bara eitt og eitt ár í einu.“ Hátíðardagskrá í tilefni afmælis Gróttu hefst klukkan 13 í dag með skrúðgöngu frá Sundlaug Seltjarnarness undir stjórn Lúðrasveitar bæjarfélagsins. Eftir það verður dagskrá í íþróttahúsinu þar sem meðal annars verða sýningar frá íþróttadeildum Gróttu. Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri og Bjarni Álfþórsson, formaður Gróttu, flytja ávörp og Íþróttamaður Gróttu verður heiðraður. Ýmislegt verður í boði fyrir yngri kynslóðina og allir fá kaffi og afmælistertu. Annað kvöld verður síðan hátíðarkvöldverður og diskótek í Félagsheimili Seltjarnarness. Upplýsingar um miðasölu fást á skrifstofu Gróttu. Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira
„Það eru nú að vísu 42 ár síðan ég byrjaði, sagan nær aðeins lengra aftur,“ segir Garðar Guðmundsson, stofnandi Íþróttafélagsins Gróttu á Seltjarnarnesi. 40 ár eru liðin frá stofnun félagsins um þessar mundir og verður afmælinu fagnað með hátíðardagskrá í Íþróttahúsi Seltjarnarness í dag. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Garðar smalaði saman drengjum á Seltjarnarnesi til að spila fótbolta á kvöldin fyrir rúmum fjörutíu árum. „Ég setti upp auglýsingu í Melabúðinni um að ég ætlaði að stofna félag og það voru 127 strákar sem skráðu sig. Svo var ég bara með þessum strákum úti á túni á hverju einasta kvöldi að spila, frá því að vinnu lauk og fram að miðnætti,“ segir Garðar. „Þetta er auðvitað allt breytt í dag, nú er Grótta stórveldi með fína aðstöðu til íþróttaiðkunar.“ Garðar viðurkennir að árangurinn á knattspyrnuvellinum mætti vera betri en segir félagið bæta það upp á öðrum sviðum. Hann getur þó stært sig af prýðisgóðum árangri með Old boys-flokki félagsins sem hann þjálfar. „Við höfum ekki unnið neina titla en stöndum okkur alltaf vel. Árið í fyrra var okkar besta ár,“ segir Garðar, sem hefur alltaf jafn gaman af því að þjálfa. „Ég sleppi ekki höndunum af þessu. Það er þó orðið svo núna að ég tek bara eitt og eitt ár í einu.“ Hátíðardagskrá í tilefni afmælis Gróttu hefst klukkan 13 í dag með skrúðgöngu frá Sundlaug Seltjarnarness undir stjórn Lúðrasveitar bæjarfélagsins. Eftir það verður dagskrá í íþróttahúsinu þar sem meðal annars verða sýningar frá íþróttadeildum Gróttu. Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri og Bjarni Álfþórsson, formaður Gróttu, flytja ávörp og Íþróttamaður Gróttu verður heiðraður. Ýmislegt verður í boði fyrir yngri kynslóðina og allir fá kaffi og afmælistertu. Annað kvöld verður síðan hátíðarkvöldverður og diskótek í Félagsheimili Seltjarnarness. Upplýsingar um miðasölu fást á skrifstofu Gróttu.
Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira