Lífið

Bana slapp ómeiddur

Leikarinn heimsfrægi undir stýri í myndinni Munich.
Leikarinn heimsfrægi undir stýri í myndinni Munich.

Leikarinn Eric Bana slapp ómeiddur þegar hann ók rallíbíl sínum á tré ásamt aðstoðarökumanni sínum í Ástralíu um síðustu helgi. Óku þeir Ford-bíl frá árinu 1974 í kappakstri sem nefnist Targa Tasmania.

Hinn 38 ára Bana og félagi hans voru í 53. sæti af 115 bílum þegar áreksturinn varð. „Okkur hafði gengið mjög vel fram að þessu. Ég misreiknaði vinstri beygju og fór of hratt í hana,“ sagði Bana. Hann hefur leikið í myndum á borð við Hulk, Munich og nú síðast Lucky You á móti Drew Barrymore.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.