Lífið

Jude Law er með nýrri kærustu

Jude Law er 34 ára
Jude Law er 34 ára

Jude Law er kominn með nýja kærustu.

Nýja konan er bandarísk, fædd í San Francisco og heitir Kim Hersov. Hún á tvö börn og starfar sem blaðamaður í London hjá tímaritinu Harper's Bazaar. Samkvæmt tímaritinu People, eru þau nýlögð af stað til Indlands saman í frí. Þar sáust þau á ferð við Rajasthan virkið, hann með myndavél, hún með sólhatt.

Vinur leikarans sagði í samtali við People, að þau hefðu hist fyrst fyrir um tveimur mánuðum og sambandið hefði síðan þróast í rólegheitum.

Hersov er vel þekkt í tískuheiminum og og starfaði áður hjá Vogue í New York. Breska blaðið The Times segir hana "verulega smart". "Ultra-chic", segir Sunday Times. Hún segist vera gallabuxnafíkill og ganga í þeim kvölds og morgna.

Hún er fráskilinn og hefur búið í London í 14 ár. Börnin hennar eru 7 og 10 ára. Jude Law á þrjú börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Sadie Frost, sem hann skildi við 2003.

Breska slúðurblaðið News of the World skýrði strax í febrúar frá því að þau hefðu sést eiga saman rómantíska kvöldverði og Sun segir að hún sé ótrúlega lík fyrrverandi kærustu Laws, Siennu Miller, sem Law trúlofaðist 2004. Þeirri trúlofun lauk þegar upp komst um samband hans við barnfóstru barnanna sinna.

People segir að hann njóti nú "blómstrandi vor-rómantíkur" en að vinir þeirra segi að "hvorugt þeirra vilji fara of geyst." Engum sögum fer af Höllu Vilhjálmsdóttur í grein People, en hún og Law áttu sem kunnugt er stundir saman síðari hluta febrúarmánaðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.